Gestavinnustofa Listasafnsins opin á laugardaginn kl. 14-17

Clara de Cápua
Clara de Cápua

Brasilíska myndlistarkonan Clara de Cápua hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri undanfarnar vikur. Laugardaginn 23. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin þar sem de Cápua sýnir afrakstur vinnu sinnar. Gengið er inn úr porti bakvið Listasafnið.

Clara de Cápua er brasilísk listakona sem vinnur í marga mismunandi miðla. Hún er búsett í Portúgal þar sem hún vinnur að doktorsrannsókn við fagurlistadeild háskólans í Porto. Áhugasvið hennar snýst um ferli brotthvarfs, hvernig tíminn hverfur og spennuna milli viðveru og fjarveru.

Í dvöl sinni á Akureyri hefur de Capúa beint athyglinni að vídeólist og breytingum á ljósmyndum. Í opnu vinnustofunni sýnir hún einnig eldri verk sem unnin voru í fyrstu heimsókn hennar til Íslands fyrir fimm árum síðan.,

 


Athugasemdir

Nýjast