Umsækjendur um starf sviðsstjóra velferðarsviðs

Frá Akureyri.  Mynd gn
Frá Akureyri. Mynd gn

Alls bárust 20 umsóknir um starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar sem auglýst var laust til umsóknar í mars. Umsóknarfrestur var til og með 3. apríl sl.

Þau sem sóttu um eru í stafrófsröð:

 • Ali Taha
 • Anna Bryndís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri
 • Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi
 • Bergþóra Anna Stefánsdóttir
 • Constance Ajodo
 • Francesco Suriano
 • Halldóra K. Hauksdóttir, lögmaður á velferðarsviði Akureyrarbæjar
 • Héðinn Svarfdal, verkefnastjóri lýðheilsumála 
 • Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins við Eyjafjörð
 • Jón Þór Kristjánsson, forstöðumaður
 • Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings
 • Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri
 • Munif Manuel Ayoub
 • Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA
 • Simona Urso
 • Steinunn Júlía, hegðunarráðgjafi
 • Tara Björt Guðbjartsdóttir, forstöðumaður
 • Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, velferðarsviði Akureyrarbæjar
 • Þorleifur Kr. Níelsson, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur

Velferðarsvið er eitt sex sviða Akureyrarbæjar og veitir þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlögum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Tekið er á móti og unnið úr umsóknum um fjárhagsaðstoð, veitt félagsleg ráðgjöf og unnið að því að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði.

Úrræðum er beitt til verndar einstökum börnum þegar þess er þörf og í þeim tilgangi að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar. Sérhæfð þjónusta við fatlaða felst í ráðgjöf til fatlaðra og fjölskyldna þeirra m.a. í formi stuðningsviðtala og samhæfingar á þjónustu og fræðslu. Tekið er á móti umsóknum um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og mat lagt á umönnunarþörf.

Umsjón félagslegra íbúða Akureyrarbæjar falla undir velferðarsvið og þar er tekið á móti umsóknum um íbúðir og um sérstakan húsnæðisstuðning. Einnig sinnir sviðið þjónustu við íbúa nokkurra annarra sveitarfélaga samkvæmt samningum þar að lútandi.

Frá þessu er sagt á vef Akureyrarbæjar 


Athugasemdir

Nýjast