Skafrenningur- Unnið að mokstri

Skafrenningur- Unnið er að mokstri!             Mynd Vegagerðin
Skafrenningur- Unnið er að mokstri! Mynd Vegagerðin

Fyrirsögnin hér að ofan er lýsing fyrir ástandið á vegum segja má frá Varmahlíð og austur á Kópasker.  Það hefur ekki farið framhjá fólki að óttalegt bras  hefur verið að komast á milli staða s.l. daga og oftar en ekki ófært.    Segja má að staðan á dag sé litlu skárri en undanfarna daga.

Öxnadalsheiðin var opnuð en mikil blinda er i skafrenningi þar uppi  og  eins og sakir standa er  lokað fyrir umferð vegna umferðarslys sem var í Bakkaselsbrekku. 

Af veðrinu næstu daga er að segja það að Veðurstofan spáir með þessum hætti næstu daga:

Norðurland eystra

Norðan og norðaustan 3-10 m/s og él fram eftir degi, en síðan úrkomulítið. Hægviðri og skýjað, en úrkomulaust að kalla á morgun. Frost 1 til 7 stig.
Spá gerð: 02.04.2024 09:29. Gildir til: 04.04.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en sunnan 3-10 m/s og dálítil snjókoma eða slydda vestanlands. Frost víða 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni.

Á föstudag og laugardag:

Fremur hæg norðaustanátt og dálítil él, en víða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.

Á sunnudag:
Norðanátt og dálítil él á norðanverðu landinu, en léttskýjað sunnan heiða. Áfram talsvert frost um land allt.

Á mánudag:
Útlit fyrir sunnanátt með snjómuggu á vestanverðu landinu, en annars hægviðri og bjart. Áfram svalt í veðri.

Veturinn er samkvæmt þessu ekki mikið að fara að lina tökin sín.

 

 

 


Athugasemdir

Nýjast