Bergið headspace opnar í Virkinu
Félagssamtökin Bergið headspace opna í Virkinu, Íþróttahöllinni á Akureyri, 2 apríl næstkomandi. Bergið er ráðgjafarsetur fyrir ungmenni frá 12- 25 ára aldri. Í Berginu er ungmennum veitt einstaklingsmiðaða ráðgjöf og stuðning.
Markmiðið er að bæta líðan og efla virkni ungmenna í samfélaginu. Í Berginu geta einstaklingar fengið ókeypis viðtal við ráðgjafa sem kortleggur vanda, veitir stuðning, fræðslu og ráðgjöf um þjónustu í samfélaginu og brúar brýr milli kerfa.
Bergið var stofnað árið 2019 og hefur þjónustað meira en 1500 ungmenni frá opnun, Bergið veitir lágþröskuldaþjónustu sem þýðir að þeir sem leita í Bergið þurfa ekki að vera með neinar fyrir fram greiningar eða tilvísanir frá læknum til þess að nýta sér þjónustu Bergsins. Fólk er hvatt til að kynna sér þjónustu Bergsins á bergid.is þar sem m.a. er hægt að bóka viðtal eða senda tölvupóst.