55 ár liðin frá Linduveðrinu

Forsíða Alþýðumannsins  frá þessum tíma
Forsíða Alþýðumannsins frá þessum tíma

Óhætt er að segja að veðrið á Akureyri í dag sé  eins langt frá  veðrinu sem hér geisaði 5 mars fyrir 55 árum en þá gekk  Linduveðrið sem ætíð hefur verið nefnt svo yfir  Akureyri og nágranna byggðarlög.  Líklega eitt versta veður sem gengið hefur yfir og hafði í för með sér mikið tjón. 

Þak fauk af húsum, þar á meðal Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu veðrið er líka  kennt við þann atburð.   Fjölmargir bílar skemmdust, rafmagn fór af enda kubbuðust fjölmargir rafmagnsstaurar sundir  eins og um eldspýtur væri að ræða og skólabörn lentu í hrakningum á leið úr skóla.   

Besta veður var að morgni , sunnan gola,  bjartviðri og 5 stiga hiti og hélst svo fram yfir hádegi þegar fárviðrið skall á afar snögglega en versta veðrið stóð yfir í um klukkustund,  ,,og mátti heita ófært hverjum manni," segir Sverrir Pálsson í fréttapistli sem hann sendi Morgunblaðinu.  Alþýðumaðurinn, blað jafnaðarmanna sem gefið var út á Akureyri á þessum tíma var heldur ekki að skafa utan af hlutnum og spurði á forsíðu

,,Er Akureyri Sódóma nútímans - sem drottinn var að refsa?" (sjá mynd hér  að ofan)

Mikið annríki var hjá lögreglu í veðurofsanum, en m.a. voru börn nýfarin heim í hádegismat í grunnskólum bæjarins þegar veðrið skall á og var í mörgum tilfellum óvissa um afdrif þeirra þegar þau skiluðu sér ekki heim.  Mörg barnanna leituðu skjóls í húsum hér og þar á leiðinni heim, m.a. í sundlaugarbyggingunni, íþróttahúsinu og iðnskólanum sem þá var í byggingu.  Matarhlé var ekki hafið í Gagnfræðaskólanum og voru nemendur þar kyrrsettir í skólanum þar til veður gekk niður.  Mikið kurr  varð meðal bæjarbúa vegna þeirrar ákvörðunnar sumra skólastjórnenda að senda  nemendur út í veðrið.

Þess var sérstaklega getið  getið að Steindór Steindórsson skólameistari hafi fallið í hálku í námunda við Menntaskólann og fótbrotnað illa og hafi þurft að hírast nokkurn tíma í því ásigkomulagi þar til hann fannst, aftur er það Alþýðumaðurinn sem segir frá:

,,  Slys urðu furðulítil á fólk.  Mesta slysið var að skólameistari, Steindór Steindórsson fótbrotnaði skammt frá M.A.  Bar skólameistari sig hetjulega þá er sjúkrahúsi var náð þrátt fyrir vosbúð og þjáningar.  Það var menntaskólanemi sem fyrstur kom á vettvang og hlífði hann skólameistara með líkama sínum unz fleiri komu til aðstoðar."  

  Mynd  sem birtist í Alþýðumanninum  

Heimildir  sóttar á  www.timarit.is og Vikudag 6 mars  árið 2009

 


Athugasemdir

Nýjast