Íslandsmeistaramótið í bogfimi - Íþróttafélagið Akur með 13 verðlaun

Íslandsmeistaramót í bogfimi var haldið nýverið í Bogfimisetrinu í Reykjavík, 11 iðkendur úr ÍF Akri voru skráðir til keppni í öllum fjórum bogaflokkum og 4 lið.

 Vel gekk á mótinu en helstu niðurstöður eru þær að Anna María Alfreðsdóttir fékk tvö gull,  

Alfreð Birgisson  fékk einnig tvö gull og eitt silfur,  Georg Rúnar Elfarsson kom heim með brons. Izaar Arnar Þorsteinsson fékk silfur. Jonas Björk fékk  tvö gull og Rakel Ar silfur.

Aðstaða félagins sem opnuð var á liðnu hausti hefur breytt miklu fyrir ÍF Akur, en það má m.a. merkja á ánægju þeirra sem stunda íþróttina og mæta á æfingar, en einnig á þátttöku á mótum og þeim fjölda verðlauna sem félagsmenn koma með heim að þeim loknum.

Nú um helgina verður Íslandsmót ungmenna þar sem Akur á nokkrar keppendur sem flestir eru á leið á sitt fyrsta mót.


Athugasemdir

Nýjast