Lokaorðið - Fótanuddtæki óskast

Heiðrún E. Jónsdóttir átti lokaorðin í blaði þessarar viku
Heiðrún E. Jónsdóttir átti lokaorðin í blaði þessarar viku

I know I used to be crazy
I know I used to be fun
You say I used to be wild
I say I used to be young.

Þessar línur hjá hinni frábæru söngkonu Miley Cyrus vöktu mig aðeins til umhugsunar.Ég hef þó aldrei sveiflað mér nakin á risakúlu og í samanburði við hana hef ég alltaf verið ótrúlega leiðinleg og óspennandi. En mig grunar að þeir eiginleikar ágerist með aldrinum.

Við vinkonurnar tókum upp á alls konar saklausum prakkarastrikum á yngri árum. Eitthvað sem við hlæjum mikið af í dag. Eitt skipti þegar okkar vinkonunum leiddist í próflestri í Lagadeild þá fengum við þá frábæru hugmynd að stríða karli föður mínum, hann var reyndar allnokkrum sinnum fórnarlamb okkar. Þetta var árið 1991, fyrir tíma samfélagsmiðla og farsíma (já ég er gömul).

Karl faðir minn var heima og átti afmæli. Grái skífusíminn stoppaði ekki allt kvöldið sem endaði með því að móðir mín fór með af heimilinu. Það var þó ekki afmæliskveðjur sem dundu á honum, heldur viðbrögð við smáauglýsingu sem við settum inn i DV. Þar sem auglýst var eftir litið notuðum fótanuddtækjum, og viti menn þau virtust vera víða í geymslu.

Karl faðir minn var þó ekki brjálaður í slík tæki en var afar hissa við fyrstu simtölin þar til honum var sagt að kaupa DV. Faðir minn tók þessu þó nokkuð ágætlega og hafði gaman að. Það breyttist 2 vikum síðar þegar gíróseðill barst frá DV.

Að sjálfsögðu höfðum við fátækar námsmeyjar ekki efni á að greiða þessa dýru auglýsingu og sendum til hans.

Nú velti ég fyrir mér hvort við vinkonurnar eigum ekki að byrja aftur á smá prakkarastrikum, aldur er nefnilega hugarástand ekki tölur.


Athugasemdir

Nýjast