Dagsektir vegna umgengni við Hamragerði teknar upp í næstu viku

Dagsektir vegna umgengni við Hamragerði teknar upp í næstu viku
Dagsektir vegna umgengni við Hamragerði teknar upp í næstu viku

„Þrátt fyrir að um augljósa innsláttarvillu væri að ræða ákvað heilbrigðisnefnd, í samráði við lögfræðinga Akureyrarbæjar að taka málið upp aftur. Ekki síst í ljósi þess að álagning og innheimta dagsekta er verulega íþyngjandi aðgerð og því afar mikilvægt að rétt að henni staðið af hálfu stjórnsýslunnar,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands.

Á fundin nefndarinnar í desember síðastliðnum var samþykkt að hefja innheimtu dagsekta á lóðarhafa við Hamragerði 15 á Akureyri þar sem hann hafði ekki brugðist við ítrekuðum fyrirmælum um að bæta úr umgengni á lóð sinni. Eftir að fundargerð hafði verið frágengin og undirrituð kom í ljós að ártal í bókun hafði misritast, ritað var 2023 í stað 2024, þ.e. þegar hefja átti dagsektir.

Heilbrigðisnefnd harmar þau mistök sem urðu við ritun og frágang fundargerðarinnar. Jafnframt lýsir nefndin yfir vonbrigðum sínum með það að tiltekt á lóðinni við Hamragerði 15 skuli enn ekki vera lokið. Að mati nefndarinnar hafa ítrekuð tilmæli og væg þvingunarúrræði ekki skilað tilætluðum árangri og því nauðsynlegt að ganga harðar fram í þeim tilgangi að knýja fram úrbætur. Því hefur heilbrigðisnefnd samþykkt að leggja dagsektir á lóðarhafa, 20 þúsund krónur á dag frá og með 26. febrúar 2024


Athugasemdir

Nýjast