Stór stund á Akureyrarflugvelli á morgun

Ánægjulegur áfangi í höfn.   Myndir Akureyrarflugvöllur
Ánægjulegur áfangi í höfn. Myndir Akureyrarflugvöllur

Frá því er sagt á Facebooksíðu Akureyrarflugvallar  í kvöld að í fyrramálið verði í fysta sinn notuð nýja viðbyggingin við flugstöðina  þegar farþegar Transavia og easyJet muni víga hluta af þeirri glæsilegu aðstöðu sem verið sé að klára. 

Mikið hefur gengið á í þessari viku og margir lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að þetta verði gerlegt, en segja má að  með þessu sé fyrsta áfanga verksins  lokið.

,,Í júlí lýkur áfanga tvö í stækkun flugstöðvarinnar þegar nýr innritunarsalur verður tekinn í notkun en þá mun allt millilandaflug fara í gegnum viðbygginguna" segir orðrétt í frétt á áður nefndri Facebooksíðu.

Því má bæta við að í desember n.k verða 70 ár liðin frá þvi að Akureyrarflugvöllur var tekinn í notkun og því vel við hæfi að hressa uppá þennan farsæla flugvöll.


Athugasemdir

Nýjast