
Ólöf Björk Sigurðardóttir formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar í nær 20 ár
„Ég átti alls ekki von á þessu þannig að þetta kom ánægjulega á óvart,“ segir Ólöf Björk Sigurðardóttir formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar sem fékk afhent gullmerki ÍSÍ fyrir sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni. Hún er nú að hefja sitt tuttugasta tímabil sem formaður deildarinnar, tók við árið 2004, en hafði setið í stjórn nokkur ár þar á undan. „Ég er auðvitað virkileg ánægð með þessa viðurkenningu og það er gaman þegar tekið er eftir því góða starfi sem unnið er af sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni.“ Fjögur af fimm börnum Ólafar hafa látið til sín taka í íshokkídeildinni.