Fréttir

Hringfari og sumarkoma í Sigurhæðum á Akureyri

 Í tilefni af sumardeginum fyrsta verður opið í Menningarhúsi í Sigurhæðum 20. apríl frá kl. 13 - 18.

Lesa meira

Kjalvegur verði endurnýjaður og opinn stóran hluta ársins

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd. Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Með heilsársvegi yfir Kjöl er mögulegt að stytta til muna leiðina landshorna á milli og auðvelda þannig ferðir á milli Suður- og Norðurlands og opna fyrir möguleika á þróun nýrra ferðamannaleiða

Lesa meira

Fiðringur, hæfileikakeppni grunnskólanema -Undankeppni framundan

Fyrra undan úrslitakvöldið fer  fram í Tjarnarborg í Ólafsfirði í kvöld, þriðjudagskvöld og hið síðara í Laugarborg annað kvöld. Átta skólar komast áfram á úrslitakvöldið, næstkomandi þriðjudag 25. apríl. 

Lesa meira

Hættuástand við Dettifoss

Svæðið við Dettifoss vestan ár er lokað vegna asahláku og mikilla vatnavaxta.

Lesa meira

Andrésar andar leikarnir 2023

47. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 19.-22. apríl 2023

Lesa meira

Plokk í útiskóla

Í útiskóla síðasta þriðjudag skunduðu fimmti og sjötti bekkur af stað og týndu upp heilan helling af rusli af skólalóðinni. Það sem kom okkur á óvart var hversu mikið af nikotínpúðum voru hér og þá helst í kringum sparkvöllinn og nálægt íþróttahúsinu. 

Lesa meira

Verjumst riðu! Ný nálgun við 100 ára gamalt verkefni

Á dögunum bárust okkur þær hræðilegu fréttir að riðusmit hafi greinst Miðfjarðarhólfi, en það svæði hefur verið talið musteri sauðfjárræktar í landinu. Það er ávallt áfall þegar riða greinist í sauðfé og aflífa þarf allan stofninn, áfall sem ekki nokkur bóndi á að þurfa að ganga í gegnum. Miðfjarðarhólf var fram að þessu talið hreint svæði og því er erfitt að kyngja þessum nýju tíðindum og hugur okkar er hjá bændum sem nú þurfa að drepa allt sitt fé nokkrum dögum fyrir sauðburð.

Lesa meira

VMA Sumarhúsið tekur á sig mynd

Það var margt um manninn í sumarbústaðnum eða frístundahúsinu sem nú rís norðan við hús VMA, þegar litið var þangað inn í síðustu viku. Verðandi rafvirkjar og kennari þeirra og verðandi húsasmiðir og kennari þeirra unnu að hinum ýmsu verkefnum í húsinu sem hefur verið í byggingu í vetur.

Lesa meira

Stórutjarnaskóli tekur þátt á evrópsku samstarfsverkefni

„Það hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkur, bæði nemendur og kennara að taka þátt í þessu verkefni og við munum lengi búa að því,“ segja þær Birna Kristín Friðriksdóttir og Nanna Þórhallsdóttir kennarar í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Skólinn hefur undanfarin þrjú ár tekið þátt í evrópsku samstarfsverkefni fjögurra skóla frá fjórum löndum, Enjoy Math and Sciences nefnist það. Aðrir þátttakendur eru skóli í Arles í Frakklandi, Pärnu í Eistlandi og Mílanó á Ítalíu. Verkefnið er styrkt af Erasmus+menntasjóði ESB.

Lesa meira

Baldvin Gunnarsson Íslandsmeistari Pro Open

Sannkölluð myndaveisla frá síðasta sjókrossmóti vetrarins sem fram fór á Fjarðarheiði

Lesa meira

Hrísey og Grímsey hljóta veglegan styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Á föstudag var tilkynnt að 28 verkefni hljóti styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Verkefnið "Hrísey - greið leið um fornar slóðir" hlaut 27 milljónir króna og "Grímsey - bætt upplifun og öryggi" hlaut 6,8 milljónir króna, hvort tveggja eru verkefni sem Akureyrarbær sótti um fyrir hönd eyjanna.

Lesa meira

Söfnin opin á Eyfirskum safnadegi

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á fimmtudag, Sumardaginn fyrsta, 20. apríl en þann dag opna söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi.

Lesa meira

Vonbrigði en höldum ótrauð áfram

„Þetta eru auðvitað vonbrigði. Beint flug á Norðurland breytir landslagi ferðaþjónustunnar, ekki síst að vetri til þar sem aðgengi að svæðinu gjörbreytist,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Niceair tilkynnti eins og kunngut er fyrir páska að það hafi gert hlé á flugi sínu til og frá Akureyri og áður hafði  þýska flugfélagið Condor frestað beinu flugi til Akureyrar um eitt ár.

Lesa meira

Vorboðarnir láta ekki á sér standa

Sauðburður hófst með fyrra fallinu á Laxamýri nyrst í Reykjahverfi þetta vorið. Atli Vigfússon bóndi á Laxamýri var með myndavélina á lofti enda löngu landskunnur fyrir myndir sínar af búfénaði á 25 ára ferli sem fréttaritari Morgunblaðsins. Þess má geta að ljósmyndasýning Atla; „Kýrnar kláruðu kálið“ var opnuð laugardaginn 1. apríl sl. í Safnahúsinu á Húsavík. Undirtitill sýningarinnar er Bændur og búfé – samtal manns og náttúru – óður til sveitarinnar. Sýningin er opin þriðjudaga-laugardaga til 29. apríl. Þessa sýningu ætti engin að láta fram hjá sér fara.

Lesa meira

Til hamingju með heilsuna!

Fyrir rúmum tveimur árum skrifaði ég grein hér í Vikublaðið um þau áform að efla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Heilsu- og sálfræðiþjónustan tók til starfa í kjölfarið með það að markmiði að vera miðstöð heilsueflingar. Þar er veitt sálfræðiþjónusta og heilsuráðgjöf fyrir börn og fullorðna, hvort sem þörf er á hefðbundinni meðferð, ráðgjöf, greiningu á vanda eða þverfaglegri teymisþjónustu. Að auki er áhersla á fræðslu og lýðheilsu forvarnir fyrir einstaklinga og vinnustaði,

Lesa meira

Bílarnir á númerum og því ekkert hægt að gera

„Það hefur talsvert verið kvartað yfir þessu við okkur, en því miður er lítið sem við getum gert eins og staðan er,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands. Fyrirtækið Auto ehf á Svalbarðsströnd á mikið magn gamalla bíla sem þeir hafa dreift hingað og þangað um Akureyrarbæ.

Um talsvert langan tíma hafa sem dæmi þrír bílar í eigu fyrirtækisins staðið óhreyfðir á sunnanverðu planinu við Norðurtorg og þá er einnig bíll á vegum félagsins skammt frá, á plani neðan við bifreiðaskoðun Frumherja. Leifur segir að í vetur hafi nokkrir bílar í eigu Auto staðið við Ráðhúsið á Akureyri en þeir hafi verið fjarlægðir nú.

Lesa meira

Fönguðu Eurovision í gamalt fiskinet

Listamaður frá Kýpur vann með börnum úr Borgarhólsskóla á Húsavík

Lesa meira

Heildarframkvæmdum verði lokið vorið 2024

Sigrún Björk Jakobsdóttir  framkvæmdastjori Isavia Innanlandsflugvalla segir í samtali við Vikublaðið að viðbygging við flugstöðina á Akureyri muni rísa von bráðar, von sé á stáli í grind hússins í byrjun maí

Lesa meira

Ætla sér stóra hluti í framleiðslu á innlendu efni fyrir vefinn

Hjónin Jóhanna Ásdís Baldursdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigendur á Húsavík keyptu í vikunni allan búnað úr þrotabúi fjölmiðlafyrirtækisins N4 ehf.

Lesa meira

Iðnaðarsafnið á Akureyri Kraftur í smíði líkana af sögufrægum skipum

Verið er að leggja lokahönd á smíði líkans af eikarbátnum Húna sem fagnar 60 ára afmæli sínu á vordögum. Það verður afhjúpað við athöfn sem efnt verður til við hátíðarhöld í tengslum við sjómannadaginn í byrjun júní. Elvar Þór Antonsson á Dalvík smíðar líkanið af Húna og er það svo gott sem tilbúið að sögn Sigfúsar Ólafs Helgasonar safnstjóra Iðnaðarsafnsins.

Lesa meira

Glímukóngur- og drottning krýnd á Akureyri um helgina

112. Íslandsglíman fer fram laugardaginn 15. apríl í íþróttahúsi Glerárskóla

Lesa meira

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Við hefjum föstudagsfréttir á því að minnast Árna Tryggvasonar, leikara og Hríseyings.   Árni var fæddur þann 19.janúar 1924 að Víkurbakka á Árskógsströnd en flytur ungur til Hríseyjar með fjölskyldu sinni þar sem hann ólst upp. Árni lést þann 13.apríl á Eir.

Við vottum fjölskyldu Árna innilegar samúðarkveðjur. Fallinn er frá góður Hríseyjar-sonur.

Lesa meira

Frá Orku náttúrunnar. Gamla hraðhleðslustöðin við Glerártorg uppfærð á árinu

Á samfélagsmiðlum í morgun hefur verið bent á afleitt aðgengi að hleðslustöð ON sem stendur við Glerártorg á Akureyri. Orka náttúrunnar tekur heilshugar undir að aðgengi að umræddri stöð er langt frá því að vera boðlegt hreyfihömluðum og stenst alls ekki þær kröfur sem Orka náttúrunnar setur sér við uppsetningu hleðslustöðva í dag.

Lesa meira

Eining Iðja kannar stöðu á niðurgreiddum gjaldabréfum Niceair

Fjölmargir félagsmenn Einingar-Iðju hafa keypt og notað niðurgreidd gjafabréf frá Niceair á orlofsvef félagsins á undanförnum mánuðum.

Lesa meira

HVE GLÖÐ ER VOR ÆSKA?

Oft ..... þegar ég stend fyrir framan nemendur, sem ég geri nánast daglega, fæ ég tár í augun vegna þess sem ég skynja, sé og upplifi. Mér finnst ég finna fyrir hjartslætti nemenda, finna hvernig þeim líður og hversu mikið þá þyrstir í þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Kannski er þetta ímyndun! Ég skynja líka forvitni, virðingu og þakklæti. Yfirleitt langar mig að ganga að hverjum og einum eftir fyrirlestur, faðma alla og færa þeim orku sem nýtist þeim í framtíðinni.

Lesa meira

Mikið álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Mikið álag hefur verið á legudeildum Sjúkrahússins á Akureyri það sem af er ári og var rúmanýting á lyflækninga-, skurðlækninga- og geðdeild sjúkrahússins vel yfir 100% á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Lesa meira

Fjölskylduhús á Akureyri -þjálfunar og meðferðarstaður fyrir börn og fjölskyldur í vanda

Í Velferðarráði Akureyrarbæjar var nýverið fjallað um undirbúning að stofnun þjálfunar-og meðferðarstaðs þar sem veitt væri sérhæfð þjónusta til barna og fjölskyldna þeirra sem glíma við ýmiskonar flóknar félagslegar og heilsufarslegar aðstæður. Greinarhöfundur, sem situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í Velferðarráði, óskaði eftir umfjöllun um hvar þetta mál væri statt, en nú í nokkur ár hefur umræða verið um slíkan stað sem gæti þjónað hópi barna sem þurfa sértæka þjálfun og nálgun til að bæta líðan og lífsgæði.

Lesa meira