Sveitarfélagamörk Akureyrarbæjar og Hörgársveitar - Hringtorg sett upp sem eykur umferðaröryggi

Vegagerðin vinnur að hönnun hringtorgs á vegamótum Lónsvegar við sveitarfélagsmörk Akureyrarbæjar og…
Vegagerðin vinnur að hönnun hringtorgs á vegamótum Lónsvegar við sveitarfélagsmörk Akureyrarbæjar og Hörgársveitar.

Vegagerðin vinnur að hönnun hringtorgs  á vegamótum Lónsvegar við sveitarfélagsmörk Akureyrarbæjar og Hörgársveitar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 340 milljónir króna auk ríflega 300 milljóna til að gera undirgöng á svæðinu.  Með þessari framkvæmd verða lögð niður hættuleg  vegamót Lónsvegar við Hringveg.

Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa svæðisins, tryggja greiðari samgöngur og laga samgöngumannvirki betur að framtíðarþörfum íbúa og umhverfis. Í drögum að Samgönguáætlun 2024-2038 er gert ráð fyrir 300 milljónum  á ári í stærri öryggisaðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdir við hringtorg við Lónsbakka falla undir þennan lið og gert er ráð fyrir að hefja þær árið 2024.

Undirgöngin eru fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur norðan við nýtt hringtorg. Stígtengingar sem tengja undirgöng við núverandi og fyrirhugað stíganet aðliggjandi sveitarfélaga, verða einnig hluti þessa verks. Kostnaður við verkið fellur að lang stærstum hluta á Vegagerðina en stígagerð og kostnaður við hana er þó í höndum sveitarfélaganna.


Athugasemdir

Nýjast