Geðþjónusta SAk skert fram yfir áramót

Dag- og göngudeild geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri lokar tímabundið vegna endurskoðunar og umbóta á starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sak.

Þjónustan mun loka  frá og með 11. desember nk. til og með 12. janúar 2024.

Á þessu tímabili stöðvast öll starfsemi fyrir fullorðna í þjónustu dag- og göngudeildar nema bráðastarfsemi og ákveðnir hópar.

Starfsemi BUG teymis (barna- og unglingageðteymi) verður að mestu leyti óbreytt.

 Uppfært kl 17:10

Í fyrirsögn var rangt farið með að geðdeild SAk loki tímabundið en hið rétta er að aðeins dagþjónusta lokar fram yfir áramót. Þetta hefur nú verið leiðrétt í samræmi við það.


Athugasemdir

Nýjast