Nytjamarkaðurinn Norðurhjálp opnar á ný og nú við Dalsbraut
„Það verður óskaplega gaman að opna aftur og við hlökkum mikið til að hefjast starfsemina á ný,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra sem standa að nytjamarkaðnum Norðurhjálp sem opnar á nýjum stað kl. 13 í dag, föstudaginn 21. júní. Nýr staður undir starfsemina fannst við Dalsbraut, á efri hæð með inngangi sunnan megin. Markaðurinn hóf starfsemi í lok október í fyrra í húsnæði við Hvannavelli sem þurfti að rýma um mánaðamótin mars og apríl.