Fréttir

Verkalýðshreyfing á krossgötum -Landsfundur VG laugardaginn 18. mars 2023

Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík flutti í gær ávarp á Landsþingi VG sem vakið hefur mikla athygli   Vefurinn hefur fengið margar áskoranir um það hvort ekki væri hægt nálgast ávarpið og birta á vefnum.  
Höfundur gaf sitt samþykki 

 

Ágæta samkoma

 

Takk fyrir að bjóða mér að koma hér í dag og tala um stöðuna í verkalýðshreyfingunni.

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mikil átök hafa verið innan hreyfingarinnar, átök sem ekki sér fyrir endann á. 

Framundan er þing Alþýðusambands Íslands en  þinghaldinu var frestað vegna óeiningar og klofnings á reglulegu þingi þess í október á umliðnu ári. Ákveðið var að boða til framhaldsþings í apríl og ljúka þingstörfum.  

Lesa meira

Framsýn semur við Niceair um afsláttarkjör fyrir félagsfólk

Framsýn hefur gengið frá samningi við flugfélagið Niceair um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Samningurinn gildir einnig fyrir félagsmenn Þingiðnar og STH. Félagsmenn geta verslað tvö gjafabréf á ári. Virði gjafabréfsins er kr. 32.000,-. Fyrir gjafabréfið greiða félagsmenn kr. 20.000,-. Fyrir tvö gjafabréf greiða félagsmenn kr. 40.000,- í stað kr. 64.000,-. Verðin taka mið af umsömdu verði og niðurgreiðslum stéttarfélaganna.

Gjafabréfin eru seld í gegnum orlofsvef stéttarfélaganna www.framsyn.is

Hægt er að nýta gjafabréfin til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu félagsins www.niceair.is

Lesa meira

Landeigendur tveggja jarða í Svalbarðsstrandarheppi stefna Skógræktarfélagi Eyjafjarðar

Landeigenda tveggja jarða í Svalbarðsstrandarhreppi, Veigastaða og Halllands hafa stefnt Skógræktarfélagi Eyfirðinga og var málið dómtekið í Héraðsdómi Norðurlands eystra í byrjun mars. Gert er ráð fyrir að málflutningur fari fram  í lok þessa mánaðar. Vaðlaskógur sem er í eigu skógræktarfélagsins liggur í landi fjögurra jarða í tveimur sveitarfélögum, auk Veigastaða og Halllands eru það Ytri- og Syðri Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. Fram kemur í ályktun frá Skógræktarfélaginu að stefnan sé til komin vegna tilrauna landeigenda til að hafa af félaginu umráðarétt yfir landi skógarins.

Lesa meira

Ný stefna og nýir sviðsforsetar við Háskólann á Akureyri

Þessa dagana er unnið hörðum höndum að mótun nýrrar stefnu við Háskólann á Akureyri. Vinnuna leiðir Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri en stefnt er að því að hún taki gildi strax á næsta ári.

Lesa meira

Sjö manns bjargað eftir snjóflóð

Lögreglan á Norðulandi skrifar.
 
Eins og við greindum frá eftir hádegið þá fengu viðbragðsaðilar í Eyjafirði tilkynningu kl. 12:27 að snjóflóð hefði fallið á hóp skíðamanna innarlega í Brimnesdal í Ólafsfirði, nánar tiltekið undir Kistufjalli. Fram kom að þarna væri um 7 manna hóp að ræða og væri allavega einn þeirra talsvert slasaður.
Voru sveitir Landsbjargar frá Siglufirði til Akureyrar ræstar út, lögregla og sjúkraflutningamenn á Tröllaskaga og þá var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðgerðastjórn var virkjuð á Akureyri.
Lesa meira

Vill blása lífi í Sjómannadaginn

Sigfús Ólafur Helgason safnstjóri Iðnaðarsafnsins og fyrrum sjómaður hefur viðrað hugmyndir sínar um það að hefja Sjómannadaginn á Akureyri til vegs og virðingar á ný, en allur gangur hefur verið á hátíðarhöldum héri bæ sl. áratug eða svo.  Stundum og stundum ekki, reyndar stundum bannað eins og á tímum Covid eins og  fólk man hefur svolítið verið viðkvæðið sem Sjómannadagurinn á i hlut.  Hugmynd Sigfúsar gengur út á að hér verði þriggja daga vegleg hátíð sem muni fara fram vítt og breytt um bæinn frá Iðnaðarsafninu og norður i Sandgerðisbót.

Lesa meira

Ávaxtahlaðborð í Samkomuhúsinu

Egill P. Egilsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Húsavíkur á Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur

Lesa meira

Sæfari í slipp eftir helgi

Grímseyjarferjan Sæfari fer í slipp vegna viðhalds í næstu viku og er síðasta ferð til og frá eyjunni í dag

Lesa meira

Ferðamálafélag Hríseyjar Óskar eftir hærra framlagi til næstu þriggja ára

Ferðamálafélag Hríseyjar hefur óskað eftir að samstarfssamningur milli félagsins og Akureyrarbæjar verði endurnýjaður. Þriggja ára samningur sem fyrir var rann út í lok ársins 2022.

Lesa meira

Opið lengur í sund og á skíði fram yfir páska

Ákveðið hefur verið að lengja afgreiðslutímann í Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar í aðdraganda páska

Lesa meira

Martin Varga kynnti fýsileika þess að framleiða lífrænan áburð úr úrgangi

Mánaðarlegar hádegiskynningar á STEM tengdri starfsemi á Húsavík

Lesa meira

Skákþing Akureyrar í yngri flokkum Markús og Valur fóru með sigur af hólmi

Markús Orri Óskarsson vann öruggan sigur á Skákþingi Akureyrar í yngri flokkum sem fór fram um liðna helgi. Sigþór Árni Sigurgeirsson varð annar og Tobias Matharel þriðji. Efstur í barnaflokki, þ (f. 2012 og síðar) varð Valur Darri Ásgrímsson. Alls voru þátttakendur 20 talsins og tefldu sjö atskákir á tveimur dögum. 

Alls tóku 20 börn fædd 2007 eða síðar þátt í Skákþingi Akureyrar í yngri flokkum.

Lesa meira

Fræðsla um ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins

Mánudaginn 20. mars  kl. 14 verður fræðslufundur í félagsmiðstöðinni Birtu í Bugðusíðu 1 á Akureyri, þar sem fjallað verður um ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Fundurinn er á vegum fræðslunefndar Félags eldri borgara.

Lesa meira

HEIMATILBÚIN AUÐLINDABÖLVUN

Kjaramál snerta okkur öll og öll höfum við þurft að taka afstöðu um okkar kjör, hvort sem er með undirritun ráðningarsamnings í nýju starfi, greiðslu atkvæðis um kjarasamninga eða þegar sótt er um launahækkun eða betri kjör hjá atvinnurekendum. Verkefni stéttarfélaga í komandi framtíð er að verja áunnin réttindi sinna félagsmanna og tryggja að kjarasamningar fylgi þróun starfa og breyttum áherslum í samfélaginu. Stærsta verkefnið er þó án efa að tryggja jafna dreifingu lífsgæða og að félagsfólk njóti ávaxta vinnu sinnar til jafns við fyrirtækjaeigendur.

Lesa meira

Leikskólinn Álfaborg í Svalbarðsstrandahreppi 30 ára

Haldið var upp á 30 ára afmæli leikskólans Álfaborgar í Svalbarðstrandarhreppi í gær, en hann tók til starfa 15. mars árið 1993. Hann var til að byrja með í húsnæði kaupfélagsins sem þá var hætt rekstri. Tillögur um nafn leikskólans voru gerðar meðal foreldra og varð Álfaborg fyrir valinu. Á fyrstu árunum var rými fyrir 20 börn í leikskólanum. Starfsemin var flutt í gamla grunnskólann árið 1995.

Bryndís Hafþórsdóttir leikskólastjóri á Álfaborg segir að í fyrstu hafi ein deild verið starfandi við leikskólann og var hún fyrir tveggja til sex ára börn. Haustið 2005 var 150 fermetra nýbygging tekin í notkun við Álfaborg og urðu í kjölfarið miklar breytingar til batnaðar í starfsemi skólans. Ári síðar var ráðist í endurbætur á eldri hluta skólahúsnæðisins og skólarnir, leik- og grunnskóli m.a. aðskildir með sérinngöngum í hvorn skóla auk þess sem ný gólfefni voru lögð og hiti settur í gólf auk fleiri lagfæringa. Þá nefnir Bryndís að um áramót 2005 og 2006 hafi breyting verið gerði á inntökualdri barna og hann færður niður í 18 mánaða aldur. Frá haustinu 2016 var farið að taka inn börn strax eftir fæðingarorlof á sérstakri ungbarnadeild við leikskólann. Leik- og grunnskóli í Svalbarðsstrandarhreppi voru sameinaðir í eina stofnun árið 2015

„Við erum með tvær deildir við skólann núna, Hreiður fyrir börn frá 12 mánaða aldri og Lundur er fyrir börn frá 2ja ára aldri, en sú deild skiptist upp í tvær heimastofur og er önnur fyrir tveggja til fjögurra ára börn og hin fyrir þau eldri, fjögurra til sex ára,“ segir Bryndís. Tæplega 40 börn eru á Álfaborg um þessar mundir.  

 

Lesa meira

Af náttúruvernd

Samtök um verndun í og við Skjálfanda, Samtök um Náttúruvernd á Norðurlandi og framkvæmdastjóri Landverndar skrifa:

Lesa meira

Snjókross í Mývatnssveit - Myndaveisla

AMS lynx snjókrossið fór fram í Mývatnsveit um helgina á Vetrarhátið Mývatnssveitar

Lesa meira

Þegar stórt er spurt

Á heimasíðu Norðurorku er i dag pistill sem svarar  spurningu sem margir eru að velta fyrir sér eða hvort allir geti hlaðið  rafbíla við heimili sitt?

Lesa meira

Mærudagar með svipuðu sniði í ár

Tekin hefur verið ákvörðun um að semja við Fjölumboð ehf., sem hefur séð um framkvæmd hátíðarinnar undanfarin ár, um að skipuleggja Mærudaga 2023.

Lesa meira

„Stoltur af uppruna mínum“

-Segir Daníel Annisius sem var ættleiddur frá Kalkútta til Húsavíkur árið 1990

Lesa meira

Lóðir í fyrsta áfanga Móahverfis boðnar út

Kynningarfundur vegna úthlutunar lóða í fyrsta áfanga  Móahverfis fer fram í Ráðhúsinu  n.k. fimmtudag 16 mars og stendur yfir í klukkustund  frá kl 14-15.  Útboðsgögn verða klár til afhendingar sama dag.

Gert er ráð fyrir að uppbygging hverfisins hefjist úr suðri en það svæði er í um 400 metra göngufjarlægð frá Síðuskóla.   Reiknað er með  ellefuhundruð  íbúðum í hverfinu öllu.

Ætlunin er að streyma frá fundinum á TEAMS og mun hlekkur verða birtur á heimasíðu Akureyrarbæjar  og á Facebooksíðu bæjarins.

Lesa meira

Er einmanaleiki vandamál meðal eldri borgara?

Tveir vinnuhópar eru nú að störfum sem tengjast málefnum eldri borgara á Akureyri, vinna við seinni hluta aðgerðaáætlunar í málefnum eldri borgara og endurskoðun á íbúabyggð aðalskipulags. Af þessu tilefni óskuðum við bæjarfulltrúar Framsóknar eftir umræðu um málefni eldri borgara á bæjarstjórnarfundi þann 7. mars síðastliðinn. Gunnar Már birti grein um áherslur okkar í skipulagsmálum eldri borgara https://www.akureyri.net/is/frettir/husnaedismal-eldri-borgara-a-akureyri-1 en hér ætla ég að reyna að stikla á stóru og taka saman helstu punkta úr  ræðu minni um einmanaleika og félagslega einangrun eldri borgara.

Lesa meira

Varúð, ísinn á Pollinum er stórhættulegur

Lögreglan á Akureyri biðlar til fólks að vera nú ekki að ganga út á lagnaðarísinn sem á Pollinum er.  Ísinn er stórhættulegur , svikull og fari svo illa að gangandi falli niður  þá eins og segir  í tilkynningu Lögreglunnar ,,það verður ekki aftur tekið” 

Lesa meira

Skautun í íslensku samfélagi

Guðmundur Ævar Oddson, dósent við HA og einn meðlima ráðstefnunefndarinnar,  segir afar mikilvægt að rýna til gagns í þetta viðfangsefni

Lesa meira

Margrét EA landaði fyrsta farminum á Eskifirði í gær

Margrét EA 710, nýtt uppsjávarskip í flota Samherja, landaði á Eskifirði í gær um tvö þúsund tonnum af loðnu. Skipið, sem smíðað var í Noregi árið 2008 var keypt í Skotlandi og hét áður Christina S.

Margrét kom til Reykjavíkur síðasta miðvikudag eftir siglingu frá Skotlandi og í kjölfarið var hafist handa við að uppfylla tilskilin leyfi samkvæmt íslenskum reglugerðum um fiskiskip. Margrét hélt á loðnumiðin út af Reykjanesi á föstudagsmorgun og nokkrum klukkustundum eftir að komið var á miðin var búið að dæla úr nótum fjögurra skipa um borð í Margréti, sem sigldi með hráefnið austur til vinnslu.

Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar á Svalbarðsströnd

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps hafa valið þá sem hljóta  Umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2022. Veitt var viðurkenning í tveimur flokkum, annars vegar í flokki heimila og hins vegar í flokki fyrirtækja.

Lesa meira

Frost er úti fuglinn minn

Það fer ekki fram hjá  nokkrum að á Norðurlandi er ansi kalt en sem betur fer er hægur vindur léttskýjað og margir kalla þetta fallegt verður en þeir finnast líka sem sjá enga fegurð í öllum þessum kulda.  Samkvæmt því sem lesa má á heimasíðu Veðurstofu íslands fór frostið í nótt niður í tæpar 19 gráður á Akureyri á meðan kvikasilfrið seig niður i tæpar 17 gráður á Húsavik um sjöleitið í morgun.

Lesa meira