
Leikhúsið hefur sína forskrift og óskráðu reglur
Hver má hreyfa sig, hvernig, hvar og hvenær?
Hver má hreyfa sig, hvernig, hvar og hvenær?
Ólöf Inga Andrésdóttir, skólastjóri, flutti ávarp og nemendur í umhverfisnefnd kynntu Samgöngusáttmála Síðuskóla sem gerður var í vetur.
Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 30. apríl um land allt og því sniðugt að kynna sér helstu upplýsingar og jafnvel hita upp
Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn fyrr í dag, 25. apríl 2023. Eigendur félagsins eru sex sveitarfélög, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Þingeyjarsveit.
Alþjóðlega sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global í Barcelona á Spáni opnaði í morgun og er Samherji þar með stóran og glæsilegan bás. Steinn Símonarson aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sem sér um að selja afurðir Samherja og fleiri fyrirtækja, segir sýninguna mikilvæga í markaðs- og sölumálum.
Fyrsta verk nýkjörins formanns félagsins, Önnu Júlíusdóttur, var að sæma Björn Snæbjörnsson gullmerki Einingar-Iðju á aðalfundi sem fram fór fyrr í kvöld. Að því loknu tilkynnti Anna jafnframt að stjórn félagsins hefði ákveðið að gera Björn að heiðursfélaga Einingar-Iðju. Fundargestir risu úr sætum og hylltu Björn vel og lengi.
Eins og fram hefur komið var aðalfundur Einingar-Iðju haldinn í gærkvöldi og þar var m.a kjörinn nýr formaður og varaformaður. Eftirfarandi er fengið af heimasíðu félagsins.
,,Eins og fram hefur komið fór aðalfundur félagsins fram í gær þar sem Björn Snæbjörnsson lét af formennsku eftir 31 ár í formannsstólnum. Anna Júlíusdóttir, sem hefur verið varaformaður, er nýr formaður félagsins og Tryggvi Jóhannson, formaður Matvæla- og þjónustudeildar verður starfandi varaformaður út starfsárið. Tryggvi mun hefja störf á skrifstofu félagsins þann 15. maí nk.
Í lok fundar sagði Anna nýkjörinn formaður félagsins eftirfarandi orð. „Kæru félagar, nú er komið að lokum þessa fundar og langar mig að segja nokkur orð. Að taka við sem formaður í stærsta stéttarfélagi á landsbygginni er stórt verkefni og mikil áskorun. Því vil þakka ykkur traustið.
Þið félagsmenn eruð félagið, ekki formaðurinn og því er mikilvægt að þið séuð í samskiptum við félagið, takið þátt og mætið á fundi. Mín helsta von er að verkalýðshreyfingin sameinist um að standa saman, en með því náum við bestum árangri.
Ég vil þakka frábærri stjórn, starfsfólki og trúnaðarmönnum fyrir mikilvæg störf, síðast en ekki síst vil ég þakka mentornum mínum honum Birni Snæbjörnsyni fyrir farsælt samstarf sem mun halda áfram fram á haust, en ég er afar heppin með það. Einnig vil ég bjóða Tryggva Jóhannsson velkominn til starfa sem varaformaður félagsins.
Ég minni á að skrifstofan mín er ávallt opin og öllum velkomið að koma og ráða málin.
Fundi er slitið og ég þakka ykkur fyrir komuna.“
.
Kostnaður Akureyrarbæjar við snjómokstur er mikill. Mikið er lagt upp úr því að ryðja snjó af götum bæjarins, ekki síst strætisvagnaleiðum, tengibrautum og gönguleiðum til og frá skóla enda brýn nauðsyn á.
Akureyrarbær og Vistorka taka þátt í evrópsku verkefni á vegum EIT Urban Mobility sem felst í eins konar samkeppni um lausnir sem miða að minnkun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum Verkefnið gengur út á að borgir og bæir í Evrópu setja fram áskorun sem staðið er frammi fyrir þegar kemur að vistvænum samgöngum. Akureyri lagði fram áskorun sem tengist hagræðingu og samþættingu almenningssamganga og örflæðis, en með örflæði er átt við létt farartæki undir 500 kg sem eru ætluð fyrir stuttar ferðir í þéttbýli og fara ekki hraðar en 25 km/klst
„Það vorar snemma og við hlökkum til sumarsins, hjá okkur er fjölmörg verkefni á döfinni sem gaman verður að fást við,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Á liðnum vetri var gangsett ný og afkastamikil flettisög með öllum þeim besta búnaði sem völ er á. „Þetta tæki mun gjörbylta möguleikum okkar til viðarvinnslu, en við höfum nýtt vetrartímann til að ná tökum á henni, verið að læra inn á hana og sagað mikið magn timburs sem m.a. verður nýtt á leiksvæðum, í brúnargerð, á hjólastígum og eins á útivistarstíginn í Vaðlaskógi.“
Spurt er um bein Jónasar Hallgrímssonar og margt fleira í spurningaþraut Vikublaðsins #5
Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Akureyrarbæ voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Meirihlutinn lagði fram breytingartillögu við reglur um fjárhagsaðstoð á fundinum en þær miða að því að aðstoða þá sem höllustum fæti standa.
Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka
Í mínu ungdæmi á Eyrinni fór oft drjúgur tími í að smíða eigin leikföng, vopn og verjur. Á þeim tíma var ekki mikið úrval slíkra hluta í búðum og enn síður peningar til að fjárfesta í þeim þá sjaldan þeir voru á boðstólum.
„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu daga, stöðugur straumur og sem dæmi tókum við á tókum við á móti 100 þúsund einingum á föstudag. Það er næstmesta magn sem við höfum fengið á einum degi,“ segir Indriði Helgason verkstjóri hjá Endurvinnslunni á Akureyri. Endurvinnslan sér um móttökum allra einnota drykkjarvöruumbúða hér á landi, greiðir út skilagjald, undirbýr til útflutnings og selur til endurvinnslu. Ísland var fyrsta land í heiminum til að koma á skilagjaldskerfi á landsvísu fyrir allar einnota drykkjarvöru umbúðir. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi árið 1989 hefur náðst góður árangur í söfnuninni, skilin nálagast það að vera um 90% á ársgrundvelli.
Framkvæmdir komnar vel af stað við sameiginlega lóð kirkju og Bjarnahúss
Nú er sumarið komið og senn líður að þinglokum, tíminn líður hratt og kjörtímabilið er áður en við vitum af hálfnað. Ég hef fengið þann heiður að fá að vera þingmaður Framsóknar síðustu tvö ár eftir að hafa verið varaþingmaður árin á undan. Í grunninn er ég þó bóndi og baráttan fyrir bættum kjörum bænda var það sem dreif mig áfram til þess að bjóða mig fram til þings
Gott samstarf hefur verið á milli HSN á Húsavík og atvinnutengingar VIRK undanfarin ár og fær stofnunin hrós fyrir gott viðmót og viðhorf gagnvart þjónustuþegum
Íbúar í Hörgársveit eru nú samkvæmt samantekt Þjóðskrár orðnir 801 og hefur fjölgað um 97 frá 1. desember 2021 og um 32 frá 1. desember 2022.
Það er ekki alvöru föstudagur ef ekki koma fréttir frá Hrísey, gjörið þið svo vel hér. Sumardagurinn fyrsti var í gær og hér í Hrísey var bæði sólskin og hiti. Margt fólk heimsótti eyjuna, bæði í dagsferðum og til dvalar yfir langa helgi. Það því líf og fjör á hátíðarsvæðinu og dásamlegt að heyra hlátrasköllin í bland við fuglasönginn. Fuglarnir eru að snúa heim eftir vetrardvöl á hlýrri slóðum og flögra nú um eyjuna í leit að maka með tilheyrandi söngvaflóði.
Andrésar andar leikarnir standa nú sem hæst í Hlíðarfjalli og er talið að allt að 3.000 gestir séu í bænum af því tilefni.
,,Ruslahaugur verður aldrei neitt annað en ruslahaugur, hvort sem hann er staðsettur í Hörgársveit eða á Akureyri,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Heilbrigðisnefnd hefur bent á að talsvert af lausamunum hafi verið safnað saman á lóð á Moldhaugnahálsi í Hörgársveit. Sama fyrirtæki, Skútabergi hefur verið gert að bæta úr umgengni á lóð við Sjafnarnes á Akureyri.
Vinna stendur yfir við gerð aðal- og deiliskipulags á Moldhaugnahálsi í Hörgársveit. Tillögur sem liggja fyrir gera ráð fyrir margháttaðri starfsemi á hálsinum. Meðal annars verður þar geymslusvæði, ferðaþjónusta, starfsmannabúðir og steypustö
Sýningaropnun Päivi Vaarula í Deiglunni
Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum?