Enn um skipulagsmál

Hjörleifur Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms

Mér hefur orðið tíðrætt um skipulagsmál hér á Akureyri og hefur áhugi minn beinst helst að því að ég er ekki sáttur við mikla háhýsabyggð, sem mér hefur fundist stundum óþörf og illa ígrunduð hvað staðsetningu varðar t.d. þegar um er að ræða 7-8 hæða blokkir.

Í mínum huga eru það 3ja hæða blokkir eða raðhús, sem mér finnast æskileg og jafnvel upp í 5 hæðir þar sem það á við. Svo ég taki nýtt dæmi með háhýsi vil ég nefna nýsamþykkta blokk við Viðjulund, sem þó hefur annað húsið verið lækkað um eina hæð og bara í því tilfelli verður mér hugsað til næstu nágranna í lágreistari húsum hvað blessað sólarljósið varðar þegar því nýtur við svo ég tali nú ekki um verulega skert útsýni líka. Það gladdi mig mjög er ég sá nýja teikningu af húsi, sem til stendur að byggja við Norðurgötu nr. 3,5, 7 og sýnir tveggja hæða hús með risi, rosalega flott teikning.

Áhugi minn á lágreistari byggð er líklega tilkominn vegna þess að ég er uppalinn Innbæingur til tvítugs aldurs en  þar eru byggingar frekar lágreistar, jafnvel hús á einni hæð og mest upp í tveggja hæða byggingar með risi. Innbærinn er líka elsti bæjarhlutinn og þar er upphafið að Akureyrarkaupstað    og nafnið  AKUREYRI varð til. Að lokum til gamans má má geta þess að við uppbyggingu Innbæjarins áttum við Innbæingar bæði skautadrottningu og skautakóng einnig skíðakónga fleiri en einn í svigi, stórsvigi, göngu og stökki og að lokum er íþróttafélagið mitt KA  sem ég gekk  til liðs við 8-9 ára gamall stofnað í INNBÆNUM.


Athugasemdir

Nýjast