Fréttir

Norðurþing og Völsungur hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning

Fyrri samningur rann út um síðastliðin áramót og núverandi samningur gildir út árið 2025

Lesa meira

Vikublaðið kemur út á morgun

Meðal efnis framhald á umfjöllun um Krákustígsmálið, Freyvangsleikhúsið frumsýnir Fókið í blokkinn og lofar fjöri. Nýr golfskáli er í bygginu á Húsvík og sá gamli brann. Krossgátan er á sínum stað. Mikill áhugi fyrir lyftingum. Tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu. Nettó opnar á nýjum stað á Glerártorgi. Grenvíkingar bæta götulýsingu. Hægeldaður lambaskanki gæti smellpassað í helgarmatinn. Verkefninu Glæðum Grímsey er lokið og nýr sveitarstjóri tekur til starfa í Þingeyjarsveit. Um þetta og meira til er fjallað í blaði morgundagsins.

Minnum á áskriftarsímann 8606751

Lesa meira

Hvetja til byggingar bílakjallara til að bæta landnýtingu

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær með 8 atkvæðum tillögu skipulagsráðs að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.  

Skipulagsráð lagði til við bæjarráð að breyting yrði gerð á gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að gjald fyrir fjölbýlishús verði það sama og fyrir önnur íbúðarhús eða 15% í stað 12,5%. Þá er einnig lagt til að á móti lækki gjald fyrir bílakjallara fjölbýlishúsa úr 5,0% í 3,75%. Forsendur þessara breytinga eru þær að uppbygging og rekstur gatnakerfis færist nær því að standa undir sér. Á sama tíma er gert ráð fyrir lækkun á gjaldi fyrir bílakjallara til að hvetja til byggingar þeirra og betri landnýtingar.

 

Lesa meira

Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari skrifar Öskudagur - Þjóðhátíðardagur Akureyringa

Í dag er „þjóðhátíðardagur“ okkar Akureyringa – Öskudagurinn. Börn á Akureyri hafa haldið þennan dag hátíðlegan hálfa aðra öld, upphaflega að danskri fyrirmynd, enda Akureyri upphaflega danskur bær þar sem töluð var danska á sunnudögum. Jón Hjaltason sagnfræðingur skrifar um öskudaginn og bolludaginn víða í Sögu Akureyrar og segir frá því, að elsta áreiðanlega dæmið um að slá köttinn úr tunnunni, sem að vísu oftast var dauður hrafn, sé frá árinu 1867, en framan af hafi sá siður verið bundinn mánudegi í byrjun föstu. Ekki má heldur gleyma hópum barna, sem klæddu sig í skringilegan fatnað og fórum um bæinn og sungu og fengu í staðinn sælgæti og jafnvel peninga. Lengi framan af var fátítt að halda öskudaginn hátíðlegan annars staðar á landinu, en nú hefur siðurinn verið tekinn upp víða um land. Með öskudegi hefst langafasta eða sjö vikna fasta í kaþólskum sið. Öskudagur er ávallt miðvikudag sjö vikum fyrir páska og heitir á dönsku og norsku askeonsdag, á ensku Ash Wednesday og á þýsku Aschermittwoch.

Lesa meira

Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann

Nemandi á unglingastigi í Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi af sér ógnandi hegðun gagnvart kennara.

Lesa meira

Birtingarmyndir loftslagsbreytinga

Samstarfsverkefni Náttúrustofu Vestfjarða (www.nave.is), Náttúrustofu Austurlands (www.na.is) og rannsókna og ráðgjafafyrirtækisins RORUM (www.rorum.is)  „Birtingarmyndir Loftlagsbreytinga“  hlaut styrk úr Loftlagssjóði.  Verkefnið hefur það að markmiði að gera vefsíðu sem sýnir samfélög hryggleysingja á hafsbotni á ákveðnum stað á mismunandi tíma.

Lesa meira

Ungt vísindafólk kannar heilann og heilastarfsemina í gegnum leik

Framtíðin byrjar í Háskólanum á Akureyri og það var svo sannarlega líf og fjör í Hátíðarsal háskólans þegar 45 nemendur í 4. bekk í Brekkuskóla mættu í lotu hjá stúdentum í námskeiðinu Hugræn taugavísindi sem kennt er við Sálfræðideild.

Lesa meira

Dominique Randle landsliðskona frá Filippseyjum til Þór/KA

Þór/KA hefur samið við miðvörðinn Dominique Randle um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.

Lesa meira

Ragnheiður Jóna nýr sveitarstjóri í Þingeyjarsveit

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur um að taka að sér starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar út kjörtímabilið. 

Lesa meira

Saltkjöt og baunir, kannski ekki á túkall en alltaf vel þess virði.

Í dag er Sprengidagur sem er seinasti dagur fyrir lönguföstu sem hefst á morgun Öskudag. Á heimasíðu sem heitir  www.islensktalmanak.is  eru þessar upplýsingar að finna um þennan merka dag.

 ,,Sprengidagur er þriðjudagurinn á milli Bolludags á mánudegi og Öskudags á miðvikudegi. Ásamt sunnudeginum og Bolludeginum kallast þeir þrír Föstuinngangur fyrir Lönguföstu sem hefst á Öskudag í 7. viku fyrir Páska.

Lesa meira

Finnskur varnarmaður til liðs við Þór í fótboltanum

Heimasíða Þórs greinir frá þvi að finnski leikmaðurinn Akseli Kalermo hafi skrifa undir samnig við knattspyrnudeild félagsins  og leiki með liðinu  á komandi  keppnistímabili.  Kalermo sem er  26 ára gamall leikur i stöðu miðvarðar og kemur til Þórsara frá Litháenska félaginu FK Riteriai sem er frá Vilinius. 

Lesa meira

Áhersla á vetrarflug til að jafna árstíðasveiflur

„Farþegarnir sem koma hingað að vetri eru að leita að ævintýrum og náttúru yfir vetrartímann. Þeir sækja hingað til að sjá norðurljósin, prófa böðin okkar og fara í jeppaferðir, sleðaferðir, hundasleða, heimsækja söfn og sýningar og gönguferðir svo eitthvað sé nefnt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. . „Við leggjum mesta áherslu á vetrarflugin, en þannig getum við lagfært árstíðarsveiflu sem við búum enn þá við hér á svæðinu.“

Lesa meira

Notaður tölvubúnaður úr VMA fær framhaldslíf í skóla í Bobo-Dioulasso í Búrkína Fasó

Á síðasta ári var tölvubúnaður í VMA endurnýjaður, fartölvur leystu af hólmi stofutölvur og skjái. Um eitthundrað tölvur, sem var skipt út í VMA, munu síðar á þessu ári fá nýtt hlutverk í skólanum Ecole ABC de Bobo í Bobo-Dioulasso, næststærstu borg Búrkína Fasó í vesturhluta Afríku, þar sem búa um 540 þúsund manns.  

Yfirgripsmikið starf ABC barnahjálpar í Bobo-Dioulasso

Á annan áratug hefur ABC barnahjálp á Íslandi lagt sitt af mörkum við skólastarfið í þessum leik-, grunn- og framhaldsskóla í Bobo-Dioulasso og eru forstöðumenn hans íslenskir, Hinrik Þorsteinsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Þau stýra skólanum og uppbyggingarstarfinu þar í samstarfi við heimafólk. ABC barnahjálp á Íslandi og í Bretlandi er fjárhagslegur bakhjarl þessa skólastarfs og er það eitt af þeim verkefnum sem ABC barnahjálp á Íslandi styður. Markmiðið með starfi ABC barnahjálpar er að gefa fátækum börnum tækifæri til þess að mennta sig og efla þau og styrkja í lífinu.

Lesa meira

Fjórðungur úr aðalúthlutun Safnasjóðs fer til Norðurlands

Á árinu 2023 hefur menningarráðherra að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað alls 209.510.000 krónum úr safnasjóði

Lesa meira

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar rekur Smámunasafnið ekki áfram í núverandi mynd

„Ekkert stefnuleysi ríkir hjá sveitarstjórn þegar kemur að safninu og framtíð þess,“ segir í svari sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveit til Félags íslenskra safna og safnamanna, en félagið spurðist fyrir um áform sveitarstjórnar varðandi Smámunasafn Sverris Hermannssonar sem verið hefur í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit um árabil. 

„Sveitarstjórn hefur ákveðið að reka safnið ekki áfram í núverandi mynd. Í því felst að sveitarfélagið mun láta af því að skrá safnmuni og ekki ráða starfsmann til að halda úti almennri opnun safnsins,“ segir í svari Eyjafjarðarsveitar þar sem spurt er um stefnu varðandi framtíð safnsins.

Lesa meira

Nýr þriggja deilda leikskóli í burðarliðnum

„Það hefur verið tekin ákvörðun um að reisa þriggja deilda leikskóla og þar verður pláss fyrir 48 börn, 16 á hverri deild,“ segir Heimir Örn Árnason formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri. Útlit er fyrir að vanti um 40 leikskólapláss í bænum næsta haust.

Lesa meira

„Það var mikið þarna sem ekki er búið að endurnýja mjög lengi“

-Segir Heiðar Hrafn Halldórsson, verkefnastjóri Hvalasafnsins á Húsavík en þar eru umfangsmiklar framkvæmdir í gangi

Lesa meira

Gamli golfskálinn á Húsavík brennur

Í  morgun klukkan 10 hófst æfing hjá slökkviliði Norðurþings við gamla golfskálann á Húsavík

Lesa meira

Jákvætt að fjölga möguleikum til afþreyingar í Hlíðarfjalli

Bæjarráð Akureyrar telur mjög jákvætt að afþreyingarmöguleikum verði fjölgað í Hlíðarfjalli á heilsársgrunni. Nýverið hafa tveir aðilar lýst yfir áhuga á að setja upp nýja afþreyingu á svæðinu og hefur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og forstöðumanni Hlíðarfjalls verið falið að útbúa drög að auglýsingu þar að lútandi.

Lesa meira

Tekist á við viðkvæm en mikilvæg málefni

Leikfélag Húsavíkur setur upp Ávaxtakörfuna í Samkomuhúsinu

Lesa meira

„Létum ekki á okkur fá þó bylturnar yrðu all svakalegar“

Ingólfur Sverrisson færir okkur hina vinælu Þanka gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Fjórtán verkefni valin á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en þrjátíu verkefni af öllu landinu sóttu um þátttöku í ár

Lesa meira

Viðhald á kirkjutröppum í sumar

Fyrirhugað er að hefjast handa við viðhald á kirkjutröppunum á Akureyri á komandi sumri, stígum, lýsingu og fallvörnum í og við þær.  

„Kirkjutröppurnar eru hluti af einu mikilvægasta kennileiti Akureyrar og ferðamenn sækja þangað mikið, til að taka ljósmyndir af kirkjunni og á leið sinni að Lystigarðinum. Þess vegna viljum við mjög gjarna að tröppurnar líti vel út og séu í góðu lagi, séu öruggar fyrir fólk sem á þar leið um,“ segir Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.

 

Lesa meira

„Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest"

Steinsmiðja Akureyrar hefur gefið Akureyrarbæ og Akureyringum fjóra veglega granítbekki sem komið hefur verið fyrir á miðbæjarsvæðinu og í Innbænum á Akureyri

Lesa meira

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra

Í byrjun febrúar fór fram rafræn úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra þar sem 72 verkefni voru styrkt, en samtals var úthlutað 73,3 m.kr.

Lesa meira

Málefni Iðnaðarsafnsins á Akureyri -Þetta lið grenjaði hér fyrir kosningar segir safnstjórinn

Málefni Iðnaðarsafnsins á Akureyri  voru til umræðu í bæjarráði Akureyrar i morgun og eftir þá umræðu og samþykkt ráðsins má búast við breytingum á rekstri safnsins.

Í fundargerð  bæjarráðs má lesa.

 

 

Lesa meira

Nú er komið að okkur

Nýlega birtust fréttir þess efnis að matvælaráðherra hafi ákveðið að sleppa framlagningu frumvarps um sameiningu afurðastöðva í kjötiðnaði og tekið það úr málaskrá ráðuneytisins. Þetta eru vissulega vonbrigði þar sem hagræðing af slíkri sameiningu í þágu matvælaframleiðenda og neytenda hefur fengið mikla umfjöllun, bæði á Alþingi og á vettvangi bænda. Þegar við tölum um þessa hagræðingu þá erum við að tala um milljarða. Upphæðir sem geta skipt sköpum fyrir bændur og framtíð íslensks kjötiðnaðar.

Lesa meira