Hörður Kristinsson grasafræðingur – Minningarorð
Ef litið er til síðustu aldar eru það einkum þrír menn sem skarað hafa framúr í þeim fræðum sem sem fjalla um svonefndar háplöntur. Svo einkennilega vill til, að þeir hafa allir lifað og starfað á Akureyri. Stefán Stefánsson kennari við Möðruvalla- og síðar Gagnfræðaskóla á Akureyri ruddi brautina, með bók sinni Flóru Íslands (1901). Steindór Steindórsson kennari við Menntaskólann, tók við starfi hans og ávaxtaði það dyggilega á langri ævi.