Fréttir

Fyrsta frumsýning Eflingar í þrjú ár

Leikdeild Eflingar í Reykjadal frumsýnir í Breiðumýri í kvöld, föstudag, Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjórn er í vönum höndum Jennýjar Láru Arnórsdóttur

Lesa meira

Halldór Stefán tekur við þjálfun mfl karla KA í handbolta

Handknattleiksdeild KA og Halldór Stefán Haraldsson hafa gert með sér þriggja ára samning og mun Halldór því taka við stjórn á meistaraflokksliði KA eftir núverandi tímabil. Áður hafði Jónatan Magnússon núverandi þjálfari liðsins gefið út að hann myndi hætta með liðið í vor.

Halldór Stefán sem er aðeins 32 ára fór snemma út í þjálfun og kominn með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann stýrði meðal annars kvennaliði Fylkis árin 2011-2016 og á sama tíma stýrði hann yngri landsliði kvenna fædd 1998 og 1999 á árunum 2012-2015. Hann var í kjölfarið ráðinn aðalþjálfari liðs Volda í Noregi þar sem hann hefur þjálfað frá 2016 en hann lætur nú staðar numið þar og kemur norður í sumar.

Lesa meira

Heimgreiðslur til foreldra leikskólabarna hefjast næsta haust

Upphæð heimgreiðslu verður 105.000 kr. á mánuði og tekur breytingum í upphafi árs samhliða ákvörðun um gjaldskrárbreytingar

Lesa meira

Leikfélag VMA - Bót og betrun fékk frábærar viðtökur!

Leikgleðin var sannarlega við völd á frumsýningu Leikfélags VMA á farsanum Bót og betrun í leikstjórn Sögu Geirdal Jónsdóttur sl. föstudagskvöld. Og áhorfendur voru ekki síður með á nótunum og skemmtu sér konunglega. 

Lesa meira

Sýningin Helvítis krabbamein á Amtsbókasafninu á Akureyri

Helvítis krabbamein er yfirskrift sýningar sem stendur út febrúarmánuði á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar sýnir Anna María Hjálmarsdóttir ljósmyndir og málverk sem hún vann að mestu á liðnu hausti þegar hún fylgdi vinkonu sinni í beinmergsskipti sem fram fóru í Lundi í Svíþjóð. Vinkonan, Kristrún Pétursdóttir greindist með bráðahvítblæði í fyrra vor.

Anna María fór í lok september Kristrúnu og eiginmanni hennar Höskuldi Stefánssyni þegar henni bauðst að fara í beinmergsskipti. Höskuldur og Björgvin Kolbeinsson maður Önnu Maríu eru systrasynir og tókst vinátta með þeim stöllum þegar bæði pörin höfðu komið sér upp langtímastæði fyrir hjólhýsi í Vaglaskógi fyrir fáum árum.

Lesa meira

Nikótíneitrun hjá leikskólabarni sem fann nikótínpúðadós á leikskólalóð

Barn í einum af leikskólum Akureyrarbæjar fann nikótínpúðadós á leikskólalóðinni í liðinni viku og bauð vini sínum. Bæði börnin smökkuð á púða sem þau héldu að væri tyggjó. Annað barnið veiktist og greindist með nikótíneitrún.

Lesa meira

Aðalfundur Iðnaðar- og tækjadeildar Einingar-Iðju ályktar um Iðnaðarsafnið

Á aðalfundi Iðnaðar- og tækjadeildar Einingar-Iðju sem fram fór í gær urðu umræður um stöðu Iðnaðarsafnsins á Akureyri, en stjórn safnsins segist munu loka safninu í síðasta lagi 1. mars nk. komi ekki til fjárframlags frá Akureyrarbæ.

Lesa meira

Íslenskur hálendingur rannsakar þjóðarétt

Vísindafólkið okkar – Rachael Lorna Johnstone

Lesa meira

Reynir B. Eiríksson ráðinn framkvæmdastjóri Vélfags

FRÉTTATILKYNNING: Reynir tekur við af Bjarma Sigurgarðarssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur sem verið hafa framkvæmdastjórar síðan þau stofnuðu fyrirtækið árið 1995

Lesa meira

Öll þessi augnablik Örnu

Arna G. Valsdóttir, kennari við listnáms- og hönnunarbraut VMA og myndlistarmaður, opnaði sl. fimmtudag sýningu á verkum sínum í bókasafni Háskólans á Akureyri. Sýninguna kallar Arna Öll þessi augnablik og sýnir hún kyrrmyndir eða augnablik úr myndbandsverkum sem hún hefur unnið og er að vinna að. Í sýningarskrá segir að kyrrur hafi oft verið hluti myndbandssýninga Örnu en séu nú settar í aðalhlutverk í fyrsta skipti.

Lesa meira

N4 - Skiptastjóri skipaður

Ólafur Rúnar Ólafsson Hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri yfir  N4 en fyrirtækið óskaði eftir gjaldþrotaskiptum s.l. föstudag eins og kunnugt er eftir að tilraunir til að tryggja framtíð þess báru ekki árangur. 

Lesa meira

Enginn sótti um lóðir við Miðholt

Enginn sótti um fimm fjölbýlishúsalóðir sem auglýstar voru við Miðholt í Holtahverfi á Akureyri, en frestur er runninn út.  Um er að ræða fimm lóðir þar sem heimilt er að byggja tveggja hæða fjölbýlishús ásamt kjallara. Gert er ráð fyrir að í hverju húsi verði 6 íbúðir.

Lesa meira

Frönsk kvikmyndahátíð á Akureyri

Akureyringum gefst kostur á að upplifa franska menningu

Lesa meira

Nýr slökkvibíll í Hrísey

Slökkvilið Akureyrar í Hrísey fékk í dag afhendan nýjan slökkvibíl af gerðinni Mercedes Benz Sprinter árgerð 2008. Nýi bíllinn leysir af hólmi eldri slökkvibíl eyjarinnar, MAN árgerð 1987 sem Hríseyjarhreppur keypti árið 2003

Lesa meira

Kjarasamningur undirritaður við PCC

Í gær  var undirritaður nýr kjarasamningur milli Framsýnar/Þingiðnar og PCC á Bakka. Samningurinn gildir frá 1. nóvember sl. til 31. janúar 2024. Kjarasamningurinn er sambærilegur kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands/Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem um 86% félagsmanna Framsýnar samþykktu í atkvæðagreiðslu.

Lesa meira

Hvað ætla ég nú að hafa í matinn í kvöld???

Þegar veður er með þeim hætti sem nú er og hugsunin hvað ætla ég nú að hafa í matinn í kvöld grípur mann er gott að fá hugmynd og þú færð hana hér á vefnum og alls ekki slæma.

Lesa meira

Tónatröð magnað tækifæri fyrir Akureyri

Þórhallur Jónsson skrifar

Lesa meira

SAk - Tölulegar staðreyndir í jan´23

Mánaðarlega eru gefnar út starfsemistölur fyrir  sjúkrahúsið og má sjá ítarlegri upplýsingar í meðfylgjandi skjali (PDF). 

Starfsemistölur fyrir janúar 2023

Helstu starfsemistölur eru þær að fjöldi dvalardaga í janúar árið 2023 eru 2689 og er meðalfjöldi legudaga 4,7. Flestir sjúklinganna eru lagðir inn í bráðainnlögn en þær eru tæplega 76% af heildarinnlögnum. Að meðaltali liggja 6,7 sjúklingar inni á hverjum tíma sem eru búnir í meðferð og bíða eftir endurhæfingu eða plássi á hjúkrunarheimili. Rúmanýting á lyflækninga- og skurðlækningadeild er rúmlega 93,1% í janúar.

Lesa meira

19 milljónir í rannsóknarstyrk frá Rannís Góðar og sanngjarnar staðsetningar fyrir þyrlur til sjúkraflutninga

Björn Gunnarsson, dósent við Heilbrigðisvísindastofnun HA og yfirlæknir sjúkraflugs við Sjúkrahúsið á Akureyri, fékk nýverið úthlutað 19 milljón króna í rannsóknarstyrk frá Rannís fyrir rannsóknaverkefni sitt. Tilgangur rannsóknarinnar er að finna góðar og sanngjarnar staðsetningar fyrir þyrlur til sjúkraflutninga á Íslandi.

Lesa meira

Húsavík - Ráðstefna um aðgerðamál

Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra er sagt frá ráðstefnu sem haldin var  á Húsavík um nýliðna helgi  með þátttöku fulltrúa frá öllum viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra hvað almannavarnir snertir.

Lesa meira

Grímuskyldu aflétt á SAk.

Í frétt á heimasíðu SAk kemur eftirfarandi fram:

Samkvæmt örverueftirliti SAk hefur dregið úr öndunarfærasýkingum undanfarið en þó eru enn innlagnir vegna öndunarfærasýkinga. Viðbragðstjórn leggur til að grímuskylda gesta og starfsmanna við klíníska vinnu verði aflögð.  Rétt er þó að árétta að við öll einkenni öndunarfærasýkinga skulu starfsmenn og gestir bera grímu. 

Heimsóknatímar fara einnig í fyrra horf, þ.e. tveir gestir leyfðir á hverjum tíma.

Lesa meira

Hermannsgangan 2023

Skíðagöngufólk á öllum aldri tók þátt og skemmti sér konunglega í Hermannsgöngunni sem fram fór í gær.  Hátt í 100 keppendur tóku þátt í göngunni og gátu þeir valið um þrjár vegalengdir 4-12 eða 24 km.  Upphaflega var ætlunin að gangan færi fram í Hlíðarfjalli en frá því var fallið vegna veðurs og þess í stað var gengið í Kjarnaskógi og að Hömrum. 

Lesa meira

Hið stórfurðulega Tónatraðarmál

Á næsta bæjarstjórnarfundi hjá Akureyrarbæ virðist sem núverandi meirihluti ætli að halda áfram á grundvelli þeirra ófaglegu vinnubragða sem meirihluti bæjarfulltrúa á síðasta kjörtímabili kom af stað. Hér er á ferðinni Tónatraðarmálið þar sem enn virðist stefnt að því að úthluta fjölbýlishúsalóð til eins verktakafyrirtækis án auglýsingar, án þess að nokkur málefnaleg rök liggi fyrir

Lesa meira

Hanna smáforrit og gagnagrunn fyrir foreldra og lækna barna er kljást við regluleg hitaköst

Verkefnið tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Lesa meira

Akureyri- Bæjarráð vill fjölga rýmum í hjúkrunarheimili sem byggja á við Lögmannshlíð

Bæjaráð Akureyrar hefur samþykkt að nýtt hjúkrunarheimili sem rísa á við Lögmannshlíð verði stækkað úr 60 rýmum í 80 rými og er það í samræmi við breytingar á skipulagi svæðisins. Bæjarráð hefur óskað eftir því við heilbrigðisráðuneytið að gerður verði viðauki við fyrri samning vegna hjúkrunarheimilisins til samræmis við stækkunina.

Lesa meira

Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar og Hafnasamlag Norðurlands - Hagkvæmni sameiningar til skoðunar

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur óskað eftir viðræðum við stjórn Hafnasamlags Norðurlands um inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í samlagið. Bæjarráð Akureyri hefur fjallað um málið og tekur jákvætt í erindi. Leggur bæjarráð til að stjórn Hafnasamlags Norðurlands láti meta hagkvæmni sameiningar þessarar tveggja samlaga.

Lesa meira

Óvissustigi almannavarna lýst yfir

Í samráði við lögreglustjóra á Norðurlandi eystra hefur ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi almannavarna í umdæminu, vegna veðurs.

Lesa meira