Fræðslustund um álegg á Amtinu

Kristín Aðalsteinsdóttir fjallaði um álegg á fræðslustund sem efnt var til á Amtsbókasafninu       
…
Kristín Aðalsteinsdóttir fjallaði um álegg á fræðslustund sem efnt var til á Amtsbókasafninu Myndir Dagný Davíðsdóttir

Kristín Aðalsteinsdóttir fjallaði um álegg á fræðslustund sem efnt var til á Amtsbókasafninu. Hún er iðin við brauðbakstur og býður gestum sínum ævinlega upp á þrjú ólík en ljúffeng heimagerð álegg með brauði sínu. Það er að hennar sögn sívinsælt.

„Mér finnst ég vera að gefa ykkur hjartað í mér,“ sagði hún við gesti sem hlýddu á hana ræða áleggjagerð. Gaf hún viðstöddum nokkrar af sínum uppáhaldsuppskriftum.  Stundin var vel lukkuð og áhugaverð og stefnt er að því að halda áfram að bjóða upp á alls kyns jafningjafræðslur í salarkynnum Amtsbókasafnsins um ólík málefni á næstunni.

Eftir fræðsluna litu gestir við í samfélagsgarði bak við safnið og einhverjir tóku með sér timjan, sellerí eða annað sem þar vext í góðu skjóli til að nota ýmist í áleggjagerð eða kvöldmatinn.

Gestir litu að loknu fræðsluerindi á samfélagsgarðinni við Amtsbókasafnið og höfuð margir með sér eitthvað heim.


Athugasemdir

Nýjast