
Kufungar og skeljaskvísur
Marsibil G. Kristjánsdóttir listakona frá Þingeyri opnar listasýningu í Deiglunni á Akureyri á föstudag kl.20.20.
Marsibil G. Kristjánsdóttir listakona frá Þingeyri opnar listasýningu í Deiglunni á Akureyri á föstudag kl.20.20.
Leikfélag Hörgdæla er um þessar mundir að hefja æfingar á leikritinu Stelpuhelgi eftir Karen Schaeffer í þýðingu Harðar Sigurðarsonar. Um verður að ræða Íslandsfrumsýningu á verkinu.
Mikilvægt er að öllum umsóknum um leikskóla og umsóknum um flutning milli leikskóla verði skilað inn fyrir 1. febrúar n.k. Sótt er um á rafrænu formi í þjónustugátt Akureyrarbæjar.
-Segir Ragnheiður Jakobsdóttir fjármálastjóri VERDI en Ferðaskrifstofa Akureyrar og VITA Sport sameinast í öflugt félag
Kannski mætti frekar segja sitjum heima engan þvæling um Norðurland því gul viðvörun er samkvæmt Veðurstofu Íslands. Öxnadalsheiði er lokuð og eru næstu fréttir þaðan að hafa kl 17. Vegurinn yfir Þverárfjall er ófær. Greiðfært er þó frá Akureyri og austur yfir enn sem komið er. Einungis éljagangur og hálkublettir á vegum og full ástæða til þess að fara varlega.
„Ég á fastlega von á að það verði góð viðbrögð og marga fýsi að stunda þetta nám,“ segir Ólafur Jónsson verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri en frá og með næsta hausti, 2023 munu Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á nám í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi. Námið er fullgilt tæknifræðinám við Háskólann í Reykjavík og tekur það mið af þörfum atvinnulífsins á Norðurlandi. Það gerir fólki á svæðinu kleift að stunda námið í heimabyggð.
„Það er óhætt að segja að skemmtiferðaskipaiðnaðurinn sé nánast búinn að ná sér efir gríðarlega niðursveiflu árin 2020 til 2021á kórónuveirutímanum,“ segir Sigríður María Róbertsdóttir markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Alls eru bókaðar tæplega 220 skipakomur til Akureyrar í ár, en mest verður um að vera á tímabilinu frá maí og fram í september. Fyrsta skipið er væntanlegt 1. apríl næstkomandi og það seinasta fer 11 október.
Jón Forberg líka kallaður okkar maður fór auðvitað á leik okkar manna gegn ansi hreint öflugum Svíum og þó leikurinn hafi farið eins og hann fór er alltaf gaman að skoða vel teknar myndir af fagmanni svo gjörið þið svo vel.
Jóni þökkum við kærlega fyrir að hugsa til okkar
Þið smellið á slóðina sem hér fylgir til þess að skoða https:www.forberg.smugmug.com/Handball-1/2022-2023/Island-Sverge/
-segir Guðrún Jónsdóttir en Rauðakrossbúðin á Húsavík leitar nú að húsnæði enn og aftur
„Langþráður draumur minn að rætast, að setja upp Chicago, einn flottasta söngleik allra tíma,“ segir Marta Nordal leikstjóri sýningarinnar og leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
Útvarpsmaðurinn góðkunni segir frá því nú síðdegis á Facebooksíðu sinni að einn helsti draumur hans hafi ræst þegar honum var boðið að vera einn af þremur kynnum í Söngaveppni RUV sem hefst í lok janúar. Færslan er annars svona.
Búið er að bjarga öllum úr lyftunni og allir óslasaðir en sumir nokkuð kaldir. Björgunarstarf gekk mjög vel og þakkar lögregla öllum sem komu að aðgerðinni.Um 20 manns voru í Fjarkanum þegar bilun kom upp fyrr í dag, en vír fór út af sporinu.
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar hefur fallið frá fyrirhuguðu útgöngubanni katta að næturlagi samkvæmt því sem kemur fram á vef RUV. Bannið átti upphaflega að taka gildi um s.l. áramót en málinu var þá frestað og nú hefur verið hætt við þessa hugmynd.
Þó að í dag sé sjálfur Bóndadagurinn og margir þvi með hugann við súra hrútspunga, bringukolla og sviðakjamma þá eru ekki allir dagar Bóndadagar. Við gátum ekki sleppt þvi tækifæri að setja hér inn skemmtilega frásögn af heimasíðu Samherja sem m.a. býður upp á spennandi uppskrift fiskrétt sem slegið hefur rækilega í gegn í mötuneyti Samherja á Dalvik.
„Það virðist heldur hafa sigið á ógæfuhliðina,” segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju en heldur fleiri félagsmenn hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni. Félagið í samstarfi við AFL starfsgreinafélag fékk Gallup til að framkvæmda könnun um ýmis atriði er snerta kaup, kjör og aðstæður félagsmanna sinna.
Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í gær var tekin fyrir beiðni Jóns Hróa Finnssonar sveitarstjóra um að vera leystur frá störfum
Í gær, miðvikudaginn 18. janúar klukkan 16:50, kom tilkynning frá Cert-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, að mögulega væru óprúttnir aðilar komnir með fótfestu á netþjóni hjá Háskólanum á Akureyri.
Markmið frístundastyrkja er að öll börn og unglingar í Norðurþingi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum
Starfsemi Slökkvilið Akureyrar hefur aukist undanfarin ár og segir Gestur Þór Guðmundsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður að það megi m.a. rekja til aukins íbúafjölda og einnig hafi fleiri ferðamenn viðkomu á Akureyri sem og sinni liðið fleiri verkefnum utan bæjarins.
Hestamannafélagið Léttir hélt á dögunum velheppnaða fjölmenna uppskeruhátíð barna og unglinga en félagið státar af flottum duglegum krökkum sem standa sig mjög vel.
Lögreglan hefur áhyggjur af komandi hlýindakafla og sendi frá sér þessa punkta sem hér fylgja.
Á morgun, föstudaginn 20. janúar, má vænta talsverðra breytinga í veðrinu hjá okkur. Það frost sem verið hefur frá því fyrir áramót gefur eftir og hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun á okkar svæði vegna asahláku.
Auðvitað eigum við sem eigum heima á höfuðborgarsvæðinu að hafa miklu hærri laun en fólk annars staðar á landinu. Við erum framvarðarsveitin sem heimurinn horfir til. Bara svona til að nefna örfá dæmi:
Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum fékk á dögunum birta greinina In the Jaws of Death: Surviving Women’s Experience of Male Intimate Terrorism í tímaritinu Journal of Advanced Nursing. Tímaritið hefur ákveðið að birta greinina í opnum aðgangi í óákveðinn tíma.
Við þekkjum það líklega flest að alvarleg staða hefur verið á íslenskum húsnæðismarkaði. Hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, bera mikla ábyrgð þegar kemur að þeirri stöðu. Skort hefur samstöðu, metnað og sameiginlega framtíðarsýn hins opinbera til að bregðast við vandanum af krafti og festu. Þá ekki síst með því að styðja við tekjulága og auka framboð félagslegs húsnæðis.
Það voru því í mínum huga stórtíðindi þegar ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) náðu saman slíkri sýn í sumar í því sem kallast „Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum“. Í þessum samningi kemur fram samstaða um að nauðsynlegt sé að stjórnvöld tryggi uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf, þar á meðal fyrir tekju- og eignarlága.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fékk í morgun til umráða tvo glænýja og öfluga snjótroðara sem verða komnir á beltin og byrjaðir að troða strax á morgun. Talsvert hefur snjóað síðustu daga og voru snjóhengjur á efstu fjallabrúnum ekki álitlegar.
Snemma í morgun var því gripið til þess ráðs að nota litlar sprengjur til að setja af stað snjóflóð. Fjögur snjóflóð hlupu af stað og var eitt þeirra sýnu stærst eða á að giska 200 metrar á breidd. Vonast er til að þessar aðgerðir dragi mjög úr snjóflóðahættu og auki öryggi skíðafólks til mikilla muna.
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri hafa gefið alls 23 ný fullkomin rúm sem afhent verða Kristnesspítala á næstunni. Jóhannes Bjarnason formaður Hollvinasamtakanna segir að þau hafi kostað um 14 milljónir króna en mikil og brýn þörf hafi verið á að skipta út eldri rúmum á spítalanum og taka í notkun ný og betri í þeirra stað.