Maðurinn sem fannst látinn innarlega í Eyjafirði á laugardagskvöld hét Jónas Vigfússon. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvær uppkomnar dætur og sjö barnabörn. Jónas var fæddur árið 1951, bóndi á Litla-Dal í Eyjafjarðarsveit. Hann var fyrrverandi sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit og áður í bæði Hrísey og á Kjalarnesi.