Um 20% aukning umsókna við Háskólann á Akureyri á tveimur árum
Alls bárust 2024 umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri en umsóknarfrestur rann út í vikunni. Þetta er 7% fjölgun frá því í fyrra og ef litið er til ársins 2022 er um að ræða tæplega 20% aukningu umsókna. Aukin aðsókn er í flestar námsleiðir á öllum námsstigum.