Fréttir

Segja Akureyrarbæ ætla að taka 35 fm af lóð sinni og færa öðrum

Eigendur húsa við Oddeyrargötu 4 og Krákustígs 1

Lesa meira

„Algjör synd að það sé ekki hægt að bjóða upp á eitthvað svona“

-Segir Helga Björg Sigurðardóttir, heilsunuddari

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Fjölbreytt 30 ára afmælisár framundan

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri á dögunum var dagskrá ársins 2023, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Listasafnið fagnar í ár 30 ára afmæli sínu með alls 23 sýningum

Lesa meira

N4 óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Fjölmiðlafyrirtækið N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur.

Lesa meira

Engin slasaðist alvarlega þegar rúta fór útaf

Engin alvarleg slys urðu á fólki þegar rúta fór út af Ólafsfjaðrarvegi skammt frá Múlagöngum, Ólafsfjarðarmegin.

Lesa meira

N4 kveður

Þessi tilkynning birtist rétt í þessu á heimasíðu N4. ,,Fjölmiðlafyrirtækið N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur.”

Lesa meira

Leikfélag VMA frumsýnir Bót og betrun í kvöld

Leikfélag VMA frumsýnir  farsann Bót og betrun í Gryfjunni í VMA í leikstjórn Sögu Geirdal Jónsdóttur, í kvöld kl. 20.

 

Lesa meira

Allt var betra í gamla daga… eða ekki!

Miðaldra maður skrifar fortíðarraus

Lesa meira

Slippurinn eflir starfsemina

Slippurinn Akureyri hefur sett á laggirnar vöruþróunarsetur, þar sem sérhæfðir starfsmenn munu vinna að hönnun og þróun margvíslegra tæknilausna í matvælavinnslu.

Undirbúningur að stofnun vöruþróunarsetursins hefur staðið yfir í um eitt ár.

Páll Kristjánsson framkvæmdastjóri Slippsins segir nýsköpunar- og þróunarstarf lykilinn að framþróun félagsins á komandi árum. Verkefni vöruþróunarsetursins verði fjölbreytt, sem komi til með að skila afurðum á markað og opna nýjar dyr að frekari verkefnum

Mikilvægi þekkingar og samvinnu

Starfsemi Slippsins hefur tekið verulegum breytingum á undanförnum árum og mikil áhersla er lögð á nýsköpun.  „Starfsfólk Slippsins hefur sýnt og sannað að það er í fremstu röð á sínu sviði í þjónustu við alþjóðlegan sjávarútveg, enda hafa tekjur félagins vegna erlendra verkefna vaxið mjög. Auðvitað munum við áfram leggja ríka áherslu á heildarlausnir í hönnun, þróun og endurnýjun á skipum og búnaði þeirra, Slippurinn er fremsta þjónustustöð skipa á Íslandi og mun vera það áfram. Hérna starfa um 150 manns en einnig erum við í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki til þess að geta boðið upp á heildarlausnir í matvælavinnslu. Hraðinn í vöruþróun er mikill og við slíkar aðstæður sannast mikilvægi þekkingar og samvinnu. Vöruþróunarsetrinu er einmitt ætlað að vera öflugur hlekkur í þeirri mikilvægu keðju,“ segir Páll Kristjánsson.

Rökrétt skref

Slippurinn keypti í júlí sl. fasteignir, vélar, tæki og hluta hönnunar Martaks í Grindavík, sem hefur frá stofnun verið leiðandi á sviði tæknilausna fyrir rækjuiðnaðinn og á síðustu árum sinnt sambærilegum lausnum fyrir vinnslu á hvítfiski.

„Vöruþróunarsetrið er rökrétt skref í þá átt að sækja fram, enda hefur verkefnum í landvinnslu fjölgað mikið hjá okkur á undanförnum misserum. Ég nefni í þessu sambandi gríðarlega uppbyggingu í fiskeldi víðs vegar um land, sem við munum kappkosta að þjónusta og koma að nýsmíði, sem og í annarri matvælavinnslu. Þegar eru í gangi vöruþróunarverkefni sem lúta að vinnslu á bæði hvítfiski og eldisfiski og í vöruþróunarsetrinu verður meðal annars horft til þess að þróa tæknilausnir Martaks enn frekar sem og að samþættingu vörulína, svo sem hugbúnaðarstýringar og fleira. Við sjáum sömuleiðis fyrir okkur aukið samstarf við frumkvöðla og aðra aðila sem koma að vöruþróun með einum eða öðrum hætti.“

Góð uppskera

Allur vinnslubúnaður Slippsins er markaðssettur undir vörumerkinu „DNG by Slippurinn“ og svo er einnig um framleiðsluna og þjónustuna í Grindavík.

„Opnun vöruþróunarsetursins er risastórt framfaraskref og ég bind miklar vonir við starfsemina, enda hefur öflugur hópur starfsfólks Slippsins lagt mikinn metnað í allan undirbúning. Þetta er lausnamiðaður hópur með fjölbreyttan bakgrunn og ég er ekki í vafa um að uppskeran verður ríkuleg, enda jarðvegurinn frjór,“ segir Páll Kristjánsson framkvæmdastjóri Slippsins.

Lesa meira

Norðurþing hættir samstarfi við Qair Iceland

Þann 24. mars 2021 gerði sveitarfélagið Norðurþing samkomulag við Qair Iceland ehf. sem heimilaði Qair að hefja rannsóknir á vindafari á landsvæði NA við Húsvíkurfjall, en landsvæðið er í eigu Norðurþings. 

Lesa meira

Akureyri - Álagning fasteignagjalda 2023

Álagningu fasteignagjalda er lokið hjá Akureyrarbæ og eru álagningarseðlar aðgengilegir fasteignaeigendum í þjónustugátt sveitarfélagsins og á island.is.

Lesa meira

Tónleikar á Græna hattinum í kvöld

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur stenda nú fyrir árvekni- og fjáröflunarátaki. Liður í átakinu er að fara hringinn í kringum landið og vera með Lífið er núna tónleika.

Lesa meira

Gamla fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík í nýju hlutverki

Tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective standa nú yfir á Dalvík og hefur miðbærinn heldur betur tekið breytingum, hluti bæjarins hefur verið klæddur í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki í Bandaríkjunum. Í gamla fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík eru skrifstofur framleiðenda þáttanna og þar er leikmunadeildin sömuleiðis til húsa. Nokkrir starfsmenn Samherja á Dalvík hafa ráðið sig í aukahlutverk.

 Gamla fiskvinnsluhúsið „algjörlega sniðið að okkar þörfum“

„Það er hreint út sagt frábært að vera hérna á Dalvík, allir íbúarnir taka vel á móti okkur og leggja sig fram um að gera alla vinnu sem þægilegasta. Sömu sögu er að segja um sveitarfélagið og öll fyrirtæki, sem eru boðin og búin til að greiða götu okkar á allan hátt. Við segjum stundum að gamni að smábærinn sé í Dalaska en ekki í Alaska, sem undirstrikar hversu heppin við erum með alla aðstöðu hérna á Dalvík,“ segir verkefnastjóri framleiðandans.

Lesa meira

Tvær opnanir í Listasafninu á Akureyri: Ragnar Kjartansson – The Visitors og safnsýningin Ný og splunkuný

Laugardaginn 4. febrúar kl. 15 verður opnuð sýning á verki Ragnars Kjartanssonar, Gestirnir / The Visitors í Listasafninu á Akureyri. Jafnframt verður opnuð safnsýningin Ný og splunkuný, en þar má sjá nýleg verk úr safneign Listasafnsins.


Lesa meira

Mæðra- og ungbarnavernd fær góða gjöf

Ladies Circle 5 er klúbbur á Húsavík þar sem konur á aldrinum 18-45 ára funda mánaðarlega yfir vetrartímann, og eiga notalega stund saman. Við erum hluti af alþjóðlegu félagasamtökunum Ladies Circle og því erum við með gott tengslanet innanlands og erlendis. Við sækjum sameiginlega fundi út um allt land tvisvar sinnum á ári og okkur stendur einnig til boða að sækja fundi erlendis. Í klúbbnum okkar hér á Húsavík er fjölbreyttur hópur af konum, en við erum 17 talsins

Lesa meira

Bakslagið í hinsegin baráttunni í fókus á jafnréttisdögum í HA

Dagana 6.-9. febrúar eru jafnréttisdagar haldnir í öllum háskólum landsins, þar á meðal Háskólanum á Akureyri þar sem fjölbreytt úrval viðburða verður í boði út vikuna. Ókeypis er inn á alla viðburðina og öll hvött til að mæta sér til skemmtunar og fróðleiks

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga sátt við hótelbyggingu

Stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur fengið nánari kynningu á hugmyndum um hótelbyggingu í Vaðlaskógi og ályktar:

Félagið hefur haft umráðarétt yfir landi Vaðlaskógar allt frá árinu 1936 og ræktað þar skóg í 86 ár. Frá upphafi hefur markmiðið með ræktun skógarins verið að skapa yndisreit fyrir almenning til að njóta útivistar í skjóli trjánna.

 

 

 
 
Lesa meira

Á­sýnd Ís­lands og sér­staða

Milljónir manna um allan heim dreymir um að ferðast til Íslands. Orðspor landsins hefur dreifst um allar heimsálfur og er náttúra landsins og menningarminjar eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustunnar. Ferðamönnum hefur fjölgað hratt síðustu árin og ferðaþjónustan hefur náð þeim stað að verða ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Þá er Ísland í þeirri stöðu umfram margar aðrar þjóðir að ferðaþjónustan er aftur komin á fullt skrið eftir heimsfaraldur. Því má meðal annars þakka aðgerðum stjórnvalda við heimsfaraldri Covid-19 en einnig seiglu og dugnaði þeirra fyrirtækja og starfsmanna sem hér starfa. Ferðaþjónusta á Íslandi hefur öll tækifæri til þess að halda áfram að vaxa og dafna en aðeins ef rétt er staðið að málum.

Lesa meira

Fékk 21 milljón úthlutað í rannsóknarstyrk

Rannsóknarverkefni undir stjórn Finns Friðrikssonar, dósents við Kennaradeild Háskólans á Akureyri, og Ásgríms Angantýssonar, prófessors við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, fékk fyrir helgi úthlutað 21 milljón króna í rannsóknarstyrk frá Rannís. Alls nemur styrkurinn 65 milljónum til þriggja ára

Lesa meira

Fjölmenni á kynningu um „Virk efri ár“

Verkefninu er ætlað að styðja við heilsueflingu eldri íbúa sveitarfélagsins en rannsóknir hafa sýnt að regluleg hreyfing skiptir afar miklu máli þegar kemur að því að bæta eigin heilsu og auka lífsgæð

Lesa meira

Styttist í að Nettó opni á nýjum stað á Glerartorgi

Nettó opnar  í næsta mánuði á nýjum stað á Glerártorgi eða þar sem áður var verslun Rúmfatalagersins.

 

Lesa meira

Sjálfvirk veðurathugunarstöð sett upp á skíðasvæði Húsvíkinga

Skíðasvæðið stendur í um 370 m. yfir sjávarmáli og því geta veðuraðstæður verið ólíkar því sem er í bænum.

Lesa meira

Yfirlýsing frá meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar

Hinn 1 júlí 2021 varð hörmulegt slys í hoppukastala á Akureyri sem kostað hefur ómældar þrautir  og þjáningar.  Nú hefur verið lögð fram ákæra á hendur fimm einstaklingum vegna slyssins og þeirra á meðal er forseti bæjarstjórnar Akureyrar Heimir Örn Árnason.  Heimir Örn var á þeim tíma formaður unglingaráðs handknattleiksdeildar KA sem var í samstarfi við eigendur hoppukastalans og er ákærður sem slíkur.

Lesa meira

Dvergaholt 2 í Sandgerðisbót, tvö hús til viðbótar tilbúin að ári

„Reynslan af húsunum er góð og því var tekin ákvörðun um að bæta tveimur húsum við,“ segir Andri Teitsson formaður Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Frá aðalstjórn KA

KA harmar það slys sem varð sumarið 2021 þegar hoppukastali tókst á loft með þeim hörmulegu afleiðingum sem af því hlaust. Hugur okkar í KA hefur fyrst og fremst verið hjá þeim sem fyrir þessu skelfilega slysi urðu. Svo verður áfram.

Lesa meira

„Viljum að sjálfsögðu ekki lenda í störukeppni við ríkið“

-Segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings

Lesa meira

Kostnaður við að reisa líforkuver er um 5 milljarðar króna

„Þetta eru að mörgu leyti jákvæðari niðurstöður en við þorðum að vona, þó enn séu auðvitað fjölmargar spurningar sem eftir á að svara. En við erum glöð með að hafa fengið þessa góðu skýrslu til að byggja á,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, en samtökin létu gera frumhagkvæmnismat á hugsanlegu líforkuveri á Norðurlandi eystra og fyrir liggur skýrsla um málið.

Lesa meira