Fréttir

Er einmanaleiki vandamál meðal eldri borgara?

Tveir vinnuhópar eru nú að störfum sem tengjast málefnum eldri borgara á Akureyri, vinna við seinni hluta aðgerðaáætlunar í málefnum eldri borgara og endurskoðun á íbúabyggð aðalskipulags. Af þessu tilefni óskuðum við bæjarfulltrúar Framsóknar eftir umræðu um málefni eldri borgara á bæjarstjórnarfundi þann 7. mars síðastliðinn. Gunnar Már birti grein um áherslur okkar í skipulagsmálum eldri borgara https://www.akureyri.net/is/frettir/husnaedismal-eldri-borgara-a-akureyri-1 en hér ætla ég að reyna að stikla á stóru og taka saman helstu punkta úr  ræðu minni um einmanaleika og félagslega einangrun eldri borgara.

Lesa meira

Varúð, ísinn á Pollinum er stórhættulegur

Lögreglan á Akureyri biðlar til fólks að vera nú ekki að ganga út á lagnaðarísinn sem á Pollinum er.  Ísinn er stórhættulegur , svikull og fari svo illa að gangandi falli niður  þá eins og segir  í tilkynningu Lögreglunnar ,,það verður ekki aftur tekið” 

Lesa meira

Skautun í íslensku samfélagi

Guðmundur Ævar Oddson, dósent við HA og einn meðlima ráðstefnunefndarinnar,  segir afar mikilvægt að rýna til gagns í þetta viðfangsefni

Lesa meira

Margrét EA landaði fyrsta farminum á Eskifirði í gær

Margrét EA 710, nýtt uppsjávarskip í flota Samherja, landaði á Eskifirði í gær um tvö þúsund tonnum af loðnu. Skipið, sem smíðað var í Noregi árið 2008 var keypt í Skotlandi og hét áður Christina S.

Margrét kom til Reykjavíkur síðasta miðvikudag eftir siglingu frá Skotlandi og í kjölfarið var hafist handa við að uppfylla tilskilin leyfi samkvæmt íslenskum reglugerðum um fiskiskip. Margrét hélt á loðnumiðin út af Reykjanesi á föstudagsmorgun og nokkrum klukkustundum eftir að komið var á miðin var búið að dæla úr nótum fjögurra skipa um borð í Margréti, sem sigldi með hráefnið austur til vinnslu.

Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar á Svalbarðsströnd

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps hafa valið þá sem hljóta  Umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2022. Veitt var viðurkenning í tveimur flokkum, annars vegar í flokki heimila og hins vegar í flokki fyrirtækja.

Lesa meira

Frost er úti fuglinn minn

Það fer ekki fram hjá  nokkrum að á Norðurlandi er ansi kalt en sem betur fer er hægur vindur léttskýjað og margir kalla þetta fallegt verður en þeir finnast líka sem sjá enga fegurð í öllum þessum kulda.  Samkvæmt því sem lesa má á heimasíðu Veðurstofu íslands fór frostið í nótt niður í tæpar 19 gráður á Akureyri á meðan kvikasilfrið seig niður i tæpar 17 gráður á Húsavik um sjöleitið í morgun.

Lesa meira

KA Kjörísbikarmeistarar í blaki kvenna 2023

KA stelpur tryggðu sér rétt í þessu sigur í Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands þegar liðið sigraði lið HK örugglega 3-0 í hrinum en úrslit í hverri hrinu voru sem hér segir  25-15, 25-8 og 25 23.  Þetta er annað árið í röð sem lið KA hrósar sigri i bikarkeppninni

Vefurinn óskar KA innilega til hamingju.

Lesa meira

Kostnaður við framleiðsluna vex segir Halldóra Kristín Hauksdóttir nýkjörinn formaður Deildar eggjabænda

„Eggjabændur eru um þessar mundir á lokametrunum að uppfylla mjög kostnaðarsamar aðgerðir við bú sín, en miðað er við að búið verði að uppfylla allar reglur sem snúa að aðbúnaði og hollustuháttum eggjaframleiðslunnar fyrir mitt þetta ár,“ segir Halldóra Kristín Hauksdóttir nýkjörinn formaður deildar eggjabænda. Hún rekur ásamt fleirum eggjabúið Grænegg í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd.

Lesa meira

Skrá sögu Völsungs á rafrænu formi

Sögunefnd Völsungs sett á laggirnar í tilefni 100 ára afmælis

Lesa meira

Sjómenn feldu nýgerðan kjarasamning

Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands feldu nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi með afgerandi hætti en tilkynnt var um niðurstöður atkvæðagreiðslu um samningin nú síðdegis.  Trausti Jörundarson er formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, vefurinn innti hann eftir viðbrögðum hans við fréttum  dagsins.  

Lesa meira

Stellurnar

Í haust verða 50 ár liðin frá því að Útgerðarfélag Akureyringa  festi kaup á systurskipum frá Færeyjum Stellu Kristinu og Stellu Karínu en Stellurnar  eins og þær voru kallaðar reyndust mikil happaskip og í augum þeirra sem þannig augu hafa einhver fallegustu fiskiskip sem sést hafa við Íslandsstrendur.   Sigfús Ólafur Helgason hugmyndasmiður á Akureyri fékk þá flugu í höfuðið á dögunum að kanna með smíði á líkani af þeim ,,systrum".  Sigfús sem lætur sér yfirleitt ekki nægja að fá hugmynd heldur kemur hann henni á koppinn fór í málið. 

Lesa meira

„Þyrnum stráð ganga á sviði dægrastyttingar“

Þankar gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Viðbygging við Hrafnagilsskóla - Öll tilboð yfir áætlun og var hafnað

Þrjú tilboð bárust í framkvæmdir við viðbyggingu í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit – útboð á byggingu leikskóla. Lægsta tilboðið var upp á 126% af kostnaðaráætlun.

Framkvæmdaráð Eyjafjarðarsveitar lagði til að öllum tilboðum yrði hafnað og hefur sveitarstjórn tekið undir þá tillögu. Lagði ráðið jafnframt til við sveitarstjórn að hafin yrði undirbúningur að samningskaupsferli við þá verktaka sem skiluðu inn tilboðum í verkið þegar öll gögn liggja fyrir. Um er að ræða annan áfanga verkefnisins við Hrafnagilsskóla.

Sveitarstjóra hefur verið falið að undirbúa nýtt innkaupaferli og afla fullnægjandi útboðsgagna

Lesa meira

Ný skemma í byggingu til að auka framleiðslu skógarplantna

-Ný vélasamstæða sett upp á næstunni sem eykur framleiðslu upp í 7 til 8 milljónir plantna á ári

Lesa meira

Um 750 grunnskólanemendur kynntu sér ólík störf

Þann 3. mars sl. stóðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum Akureyrarbæjar fyrir Starfamessu í fimmta sinn

Lesa meira

Enn af málum Strandgötu 3 eða BSO

Bæjarráð Akureyrar tók á fundi sínum í morgun fyrir bréf frá stjórnendum BSO þar sem þeir fara fram á framlengingu á stöðuleyfi stöðvar þeirra við Strandgötu.

Lesa meira

Nýtt gjaldkerfi á bílastæðum á Akureyri hefur virkað

Bílastæði í miðbæ Akureyrar eru allt of mörg, fjöldinn er um 1.100 í allt og gróflega áætlað er nýting á aðalbílastæðum þar of lág, rétt um 50%, en ætti að vera á bilinu frá 60 til 85%. Til samanburðar er nefnt að fjöldi bílastæða í miðborg Kaupmannahafnar er 1050 og stendur til að fækka þeim um helming í ár. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð hefur verið fram í skipulagsráði um stýringu bílastæða á Akureyri og innleiðingu gjaldskyldu.

Lesa meira

Hringferð Volaða Lands

Volaða Land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd hér á landi 10. mars næstkomandi. Í framhaldinu hyggst leikstjórinn ásamt aðalleikurunum þeim Ingvari E. Sigurðssyni og Elliott Crosset Hove halda í hringferð um landið með myndina. Þannig er ætlunin að hafa sérstakar sýningar þar sem áhorfendum gefst tækfiæri til að spjalla við leikstjórann og leikarana að sýningu lokinni. Þessar sýningar munu fara fram þann 10. mars á Ísafirði, 11. mars á Patreksfirði og á Akureyri og 12.mars á Seyðisfirði.  

Lesa meira

Nýtt skip í flota Samherja – Margrét EA 710

Samherji hefur bætt skipi við flota sinn með kaupum á  Christina S sem var skoskt uppsjávarskip og er það komið til Reykjavikur.   Skipið hefur verið skráð hér á landi og ber nafnið Margrét EA 710 en áður hefur Samherji átt þrjár Margrétar.

Lesa meira

Lundarskóli sigraði upplestrarkeppni grunnskólanna

Í aðdraganda hátíðarinnar var einnig blásið til keppni meðal 7. bekkja um besta veggspjaldið. Teikning eftir Unu Björk Viðarsdóttur nemanda í 7. bekk Glerárskóla sigraði og prýddi veggspjald Upphátt 2023, viðurkenningarskjöl og boðskort keppninnar

Lesa meira

Ánægja með Loftbrú og nýtingin góð

Mikill meirihluti þeirra sem nýtt hefur Loftbrú frá því að henni var komið á fót er ánægður með úrræðið en telur ástæðu til að hækka afsláttinn og fjölga ferðum sem séu innifaldar

Lesa meira

Saga Menntaskólans á Akureyri í hnotskurn

Menntaskólinn á Akureyri rekur sögu sína til stólskólans á Hólum í Hjaltadal sem stofnaður var í upphafi biskupstíðar Jóns Helga Ögmundarsonar árið 1106. Hólaskóli var dómstóli eða katedralskóli eins og þeir sem stofnaðir voru við flestar höfuðkirkjur í Evrópu á síðmiðöldum. Hólaskóli hinn forni er næstelsti dómskóli á Norðurlöndum á eftir dómskólanum í Lundi, sem stofnaður var 1085, en í Lundi hlaut Jón Ögmundarson, fyrsti biksup á Hólum og stofnandi skólans, vígslu en fyrsti skólameistari á Hólum var Gísli Finnsson af Gautalandi.

Lesa meira

Uggur í stjórnendum SAk vegna álags sem skapast við komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum

Á seinasta fundi bæjarráðs Akureyrar fór fram umræða um komur skemmtiferðaskipa til bæjarins  og áhrif  komu þeirra á starfsemi Sjúkrahúsins á Akureyri en frá þessu segir i fundargerð ráðsins 

Lesa meira

Kvennalið SA Íslandsmeistarar í íshokky

Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar varð Íslands­meist­ari í ís­hokkí kvenna í gærkvöldi. SA tók á móti Fjölni í 3. leik úr­slita­keppn­inn­ar í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri en SA hafði unnið tvo fyrstu leikina en til að hampa titlinum þarf þrjá sigr

Lesa meira

Til Kaupmannahafnar og heim aftur fyrir 25.000 um helgina!

Stundum er sagt að ef eitthvað hljómi of vel til að vera satt sé það nú liklega einmitt það sem er.  Þessi fullyrðing á þó alls ekki við um kostaboð sem fólki býðst á ferð til Kaupmannahafnar um helgina með Niceair
Súlur flugvél félagsins er i reglubundinni skoðun í Portúgal  og mun stærri flugvél leysir Súlur af.  Það þótti því kjörið að bjóða ,,næs" tilboð eða eins  og segir i tilkynningu frá félaginu í morgun:
Lesa meira

Húsavík-Stétttarfélögin semja við Flugfélagið Erni um framhald á flugi fyrir félagsfólk

Stéttarfélögin hafa undanfarið átt í viðræðum við Flugfélagið Erni um áframhaldandi samstarf um sérkjör á flugmiðum fyrir félagsmenn milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í gær var gengið frá samningi milli aðila sem gildir út árið 2023 og tryggir félagsmönnum sama verð á flugmiðum/kóðum og verið hefur síðustu mánuði eða kr. 15.000,- per flugferð.

Samkomulagið byggir á því að Framsýn greiðir fyrirfram ákveðinn fjölda flugmiða sem ætlað er að endast út árið en tæplega 200 miðar/kóðar eru að meðaltali seldir til félagsmanna á mánuði. Að sjálfsögðu ber að fagna þessum samningi enda um mikla kjarabót að ræða fyrir félagsmenn.   

Lesa meira

Fimmti og síðasti áfangi nýrrar Hjalteyrarlagnar

Undanfarin ár hefur verið stöðugur vöxtur í heitavatnsnotkun Akureyringa og á árunum 2000-2020 tvöfaldaðist orkuþörf hitaveitunnar. Á síðustu árum hefur hitaveitan þurft að vera á fullum afköstum yfir köldustu vetrardagana og því hefur lítið mátt útaf bregða í rekstrinum. Hvað nýja Hjalteyrarlögn varðar, er um að ræða gríðarlega stórt verkefni og mikla fjárfestingu eða rúma tvo milljarða í heild með borunum og dælubúnaði. Verkefninu er áfangaskipt og er nú komið að loka áfanganum. 

Lesa meira