Svifryk á Akureyri - Malbik er stærsta einstaka efnið í svifryki

Glerárgata á Akureyri  Sandur og jarðvegur mynda um 43% af svifryki á Akureyri
Glerárgata á Akureyri Sandur og jarðvegur mynda um 43% af svifryki á Akureyri

Svifryk hefur verið til vandræða á Akureyri undanfarin ár og reglulega mælist styrkur þess yfir þeim hámarksgildum sem tiltekin eru í reglugerð. Þessi hái styrkur svifrykstoppa hefur valdið áhyggjum og kallað eftir viðbrögðum til að bregðast við og draga út svifryksmengun.

Til að aðgerðir séu sem árangursríkastar er mikilvægt að vita hvaðan svifrykið er að koma svo hægt sé að grípa til aðgerða gegn uppsprettu þess. Í þeim tilgangi fékk verkfræðistofan EFLA rannsóknarstyrk frá Vegagerðinni til að safna sýnum af svifryki og greina innihaldsefni þess svo hægt væri að leggja mat á uppruna þess.

Frá því í nóvember 2020 fram í júní 2021 voru tekin svifrykssýni við Strandgötu á Akureyri til að meta samsetningu svifryksins.

Stærsta einstaka upprunaefnið var malbik, um 36% að því er fram kemur í skýrslunni. Hlutfall malbiks í sýnum sveiflaðist nokkuð en var almennt minnst í lok sýnatökutímabilsins í lok maí og byrjun júní þegar svo til öll ökutæki eru komin á sumardekk, en maí 2020 var kaldur framan af og nokkuð um næturfrost í mánuðinum sem gæti hafa lengt nagladekkjatímabilið á Akureyri. Það er því líklegt er að nagladekkjanotkun eigi merkjanlegan þátt í því malbikssliti sem að býr til hjólför í götur og framkallar um þriðjung svifryks á Akureyri. Full ástæða er til að leita leiða til að takmarka malbiksslit þar sem malbik inniheldur mörg heilsuspillandi efni.

Sandur og jarðvegur með 43% saman

Næst á eftir malbiki kom sandur en 22% upprunaefnis svifryks í mælingunum voru vegna hans, þá koma jarðvegur með 21%, Salt með 18% og annað er minna. Fram kemur í skýrslunni að sandur og jarðvegur samanlagt myndi um 43% af svifryki á Akureyri og ekki var hægt að greina mismunandi uppsprettur þar sem þær eru mjög líkar hvor annarri. Líklegt má þó telja að hálkuvarnarefni sem dreift er á göturnar sé stærsti hluti þessara efna þar sem hæstu svifrykstoppar eiga sér stað þegar götur þorna eftir blaut tímabil eða frostakafla


Athugasemdir

Nýjast