Landtengingar við rafmagn mjakast áfram

Landtengingar fyrir minni skemmtiferðaskip mjakast áfram
Landtengingar fyrir minni skemmtiferðaskip mjakast áfram

Mjög líklegt er að hægt verði að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn á Akureyri sumarið 2024 .Þetta kemur fram í minnispunktum Péturs Ólafssonar hafnastjóra Hafnasamlags Norðurlands sem voru til umfjöllunar í bæjarráði á dögunum.

Fram kemur að vinna við landtengingar fyrir minni skemmtiferðaskip mjakist áfram. Ljóst sé að skipafélögin vilji þetta öll, en það sé flókið og dýrt að koma upp landtengingum.

Staðan er sú að alltof fáar hafnir bjóða upp á landtengingu á meðan fjöldi skipa getur tekið við slíkri tengingu. Vandinn er að hluta bundinn við að um mismunandi kerfi er að ræða. Hafnasamlag Norðurlands hefur síðustu fjögur ár unnið mikið í undirbúningi og uppsetningu slíks búnaðar og er líklegt að hægt verði að tengja minni skipin við rafmagn næsta sumar.


Athugasemdir

Nýjast