Enn mikið álag á legudeildum SAk

Mikið álag á legudeildum SAk
Mikið álag á legudeildum SAk

Enn er mikið álag legudeildum á Sjúkrahúsinu á Akureyri líkt og verið hefur allt þetta ár. Rúmanýting á lyflækningadeild það sem af er ársins er 99,6% og litlu lægri á skurðlækningadeild, 98,5%. Einnig hefur verið þungt á geðdeild á árinu en rúmanýting á þeirri deild er 88,8% samanborið við 70% fyrir sama tímabil í fyrra.

Í lok ágúst biðu um 14% inniliggjandi sjúklinga á bráðalegudeildum og á Kristnesspítala eftir föstu plássi á Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri. Aukið álag hefur verið á SAk eftir að rýmum fækkaði á Heilsuvernd og ekki hefur verið hægt að tryggja næga heimahjúkrun fyrir einstaklinga sem geta ekki farið heim.

Þá kemur fram í starfsemistölum fyrir Sjúkrahúsið að aukning á komum á bráðamóttöku og göngudeild bráðamóttöku sé tæplega 11% yfir tímabilið, janúar til loka ágúst. Alls leituðu 7.677 einstaklingar á bráðmóttöku samanborið við 6.933 á sama tíma árið 2022.

Mikil aukning hefur verið í komum ferðamanna á árinu og er aukning þar rúmlega 40% milli ára, þ.e. í komum ósjúkratryggðra á sjúkrahúsið. Að sama skapi segir í starfsemistölum fjölgar innlögðum einstaklingum í þessum hópi á tímabilinu en aukning um rúmlega 20% er í innlögnum á milli ára.

 


Athugasemdir

Nýjast