Náttúruboð á Hælinu í vetur

Fyrsta náttúruboð SUNN verður á Hælinu í kvöld. Eyþór Ingi Jónsson, Daníel Starrason og Sindri Swan …
Fyrsta náttúruboð SUNN verður á Hælinu í kvöld. Eyþór Ingi Jónsson, Daníel Starrason og Sindri Swan segja frá tengingu sinni við náttúruna í gegnum linsuna.

SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, býður til viðburðarraðar á Hælinu á Kristnesi í haust og vetur. Annan hvern miðvikudag kl. 20.00 bjóðum við áhugafólki um málstað náttúrunnar að koma saman. Njótum fræðslu, fyrirlestra, erinda, listar, umræðna eða annars sem tengist samspili manns og náttúru á einhvern hátt. Aðgangur er ókeypis á Náttúruboðin. Miðvikudagskvöldið 27. september er fyrsta Náttúruboðið, en þá mæta ljósmyndararnir og vinirnir Eyþór Ingi Jónsson, Daníel Starrason og Sindri Swan á Hælið og segja frá tengingu sinni við náttúruna í gegnum linsuna, í máli og myndum. Næsta Náttúruboð verður 11. október og þá verður kynning á sögu og starfi SUNN. „Hugmyndin með Náttúruboðunum er sú, að skapa vettvang fyrir fólk sem hefur áhuga á náttúru- og umhverfisvernd til þess að hittast. Þarna verður hægt að kynnast, fræðast og spjalla," segir Rakel Hinriksdóttir, formaður SUNN, en hún tók við formennskunni síðastliðið vor. „Ég hvet áhugasama til þess að fylgjast með á facebook síðu SUNN, þar auglýsum við alla viðburði vetrarins," bætir Rakel við. Hælið er á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit, en staðarhaldarinn María Pálsdóttir rekur þar kaffihús og setur um sögu berklanna á Íslandi.


Athugasemdir

Nýjast