
Maðurinn og náttúran
Ég hef alið manninn og stofnað til fjölskyldu síðastliðin ár á Seyðisfirði, en þangað fluttum við eftir að hafa verið þar eitt stórskemmtilegt sumar. Það er eitthvað töfrandi við Seyðisfjörð sem laðar að - oft eins og þar sé að verki einhver x-factor, sem er blanda skynjunar og svo auðvitað þeirrar uppbyggingar og krafts sem ríkir þar í samfélaginu. Hvað skynjunina varðar þá hefur bæjarfjallið Bjólfurinn ef til vill sitt að segja. Mig langar að vitna til dulsýnar Ingibjargar á Ísafirði úr bókinni Íslensk fjöll séð með augum andans. Þar segir meðal annars um Bjólfinn: