Akureyrarflugvöllur - Nýja flughlaðið notað í fyrsta sinn

Fyrsta vélin var farþegaþota á vegum Heimsferða (NEOS) sem var að koma í beinu flugi frá Tenerife.
Fyrsta vélin var farþegaþota á vegum Heimsferða (NEOS) sem var að koma í beinu flugi frá Tenerife.

,,Það var býsna sérstök stund að vera á vaktinni (var að viðhalda skírteininu). Eftir áratuga baráttu,, sagði Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli í 30 ár sem var á vakt í flugturninum á þegar nýja flughlaðið var notaðí fyrsta sinn.   

Fyrsta vélin sem afgreidd var á nýja flughlaðinu  í gærkvöldi (sunnudagskvöldi) var farþegaþota á vegum Heimsferða (NEOS) sem var að koma í beinu flugi frá Tenerife. Á gamla flughlaðinu var verið að afgreiða aðra vél sem einnig var að sinna millilandaflugi, Prag-Akureyri-Prag.

,,Einstakt að upplifa þetta eftir áratuga baráttu fyrir þessari uppbyggingu. Eftirminnanleg kvöldvakt” sagði Njáll Trausti afar kátur að endingu. 


Athugasemdir

Nýjast