Fréttir

„Maður hefur auðvitað gott af þessu, hreyfing stuðlar að vellíðan“

Kári Páll Jónasson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem stundað hefur almenningsíþróttir af miklu kappi, raunar mun lengur en þessi tvö hugtök; lýðheilsa og almenningsíþróttir rötuðu inn í almenna umræðu.

Lesa meira

Þvílík seigla, úthald og ástríða hjá einni konu

„Þetta verkefni hefur gengið dásamlega vel,“ segir María Pálsdóttir stjórnarmaður í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar, en verklokum á stóru og miklu verkefni, smíði á risakúnni Eddu var fagnað hjá Beate Stormo eldsmið og bónda í Kristnesi. Fjölmenni mætti heim á hlað í Kristnesi og skoðaði gripinn sem um ókomin ár verður eitt af kennileitum Eyjafjarðarsveitar.

 

Lesa meira

Stofa Jennýjar Karlsdóttur opnuð á Safnasafninu

Jennýjarstofa var opnuð á Safnasafninu á Svalbarðsströnd í dag  samhliða opnun á sumarsýningum safnsins.

Lesa meira

Wilson Skaw dregið til hafnar í Krossanesi

Laust fyrir kl 16 í dag laugardag kom dráttarbáturinn Grettir sterki með flutningaskipið Wilson Skaw í drætti til Akureyrar frá Steingrímsfirði og var skipinu lagt að syðri bryggju í Krossanesi með aðstoð Grettis og dráttarbátsins Seifs.  

Lesa meira

Fjölgun nemenda í iðjuþjálfun kallar á fleiri pláss á vettvangi

Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri og Iðjuþjálfafélag Íslands hafa tekið höndum saman í að hvetja starfandi iðjuþjálfa til að taka bæði á móti nemendum í stuttar vettangsheimsóknir og bjóða fram vettvangsnámspláss í iðjuþjálfun – starfsrétttindanámi.

Lesa meira

„Ég vona að Húsavíkingar fjölmenni í Samkomuhúsið því þetta verður einstakt“

„Hátíðin í ár verður tileinkuð listakonunni Huldu og undurfallega Skjálfandaflóa. Una Stef mun loka hátíðinni með nýju samstarfsverkefni sínu sem ber heitið Huldumál – Ný íslensk sönglög við ljóð Huldu,“ segir Harpa ánægð með að Skjálfandi sé að snúa aftur.

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra

Á heimasíðu SAK er sagt frá því að alþjóðlegur dagur ljósmæðra sé í dag 5. maí en markmið dagsins er að vekja athygli um heim allan á því mikilvæga starfi sem ljósmæður sinna.

Lesa meira

Samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Samtakanna ´78 var undirritaður í dag

Í dag var undirritaður sérstakur samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Samtakanna ´78 um þjónustu og fræðslu sem samtökin veita í sveitarfélaginu. Samninginn undirrituðu Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78.

Lesa meira

Flóttaleiðir

 Í ágætu viðtali við Andra Teitsson bæjarfulltrúa í síðasta Vikudegi var honum tíðrætt um nauðsyn þess að koma á flóttaleiðum í núverandi ráðhúsi bæjarins. Þetta er laukrétt hjá honum og ekki seinna vænna að uppfylla lágmarkskröfur í þeim efnum ekki síst ef ætlunin er að halda áfram núverandi starfsemi í húsinu.  Slíkt verkefni ætti ekki að vefjast fyrir bæjarfulltrúum okkar því mín reynsla síðustu áratugina sýnir að þeir hafa náð undragóðum árangri við að útbúa og nýta sér fjölbreyttar flóttaleiðir í málefnum bæjarins. Sá flótti snýst um að komast hjá að framkvæma það sem búið er að ákveða í bæjarstjórn og gildir þá einu hvort þær ákvarðanir voru samþykktar með naumum meirihluta eða að um þær hafi verið algjör samstaða. Aðalatriðið er að forðast framkvæmdir ef nokkur                        kostur er og hefur hugmyndaflugið oft verið óviðjafnanlegt.

Nefna má nokkur dæmi um þennan sífellda flótta.

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Maí er mættur með fyrstu þrastarungana, grænkandi gras og frostlausar nætur.

Það hefur verið töluvert um gesti í eyjunni í dagsferðum og veðrið hefur hjálpað okkur að taka vel á móti þeim. Það voru ekki margir eyjaskeggjar sem tóku þátt í plokkdeginum mikla, en það er nú bara vegna þess að við höfum okkar eiginn hreinsunardag hér í Hrísey og nú fer að styttast í hann. Það er þó alltaf góður siður að taka upp rusl ef maður getur á gönguferðum sínum og setja í næstu tunnu eða gám. Sést hefur til fólks prófa frisbígolfvöllinn og er hann að koma góður undan vetri.

Lesa meira

Varaflugvallagjaldið og uppbygging flugvallakerfisins

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Lesa meira

Ópíóðafaraldur - Faraldur sársaukans? Hvað kom fyrir þig?

Hvers vegna tekur fólk lyf? 

Oftast vegna þess að það er eitthvað að, því líður ekki vel. 

Hvers vegna tekur fólk verkjalyf?

Oftast vegna þess að það er með verki, eða að glíma við sársauka

 

Lyf geta verið lífsnauðsynleg

Ég mun aldrei ráðleggja einstaklingi að hætta að taka lyf án samráðs við lækni

Ég hef ekkert á móti lyfjum, en lyf lækna ekki áföll og streitu   

Lesa meira

Verið að rampa bæinn upp

Nú standa yfir i miðbænum á Akureyri framkvæmdir við að setja upp rampa  en eins og kunnugt er þá tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi  Haraldur Þorleifsson  er hvatamaður verkefnisins. 

Lesa meira

Akureyrarveikin og Covid-19

Nú eru rétt 75 ár frá því að sjúkdómur sem fékk nafnið Akureyrarveikin geisaði hér á landi.

Lesa meira

Vinabæjarheimsókn til Álasunds í Noregi

Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, og Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs, tóku í síðustu viku þátt í norrænu vinabæjarmóti sem fram fór í Álasundi í Noregi. Þar hittust kjörnir fulltrúar og bæjar- og borgarstjórar vinabæjanna fimm, sem eru auk Akureyrar og Álasunds; Randers í Danmörku, Västerås í Svíþjóð og Lahti í Finnlandi

Lesa meira

Vantar húsnæði fyrir fatlaða, en lítið að gerast annað en að biðlistar lengjast

„Við höfum velt því upp hvort það sé eðlilegt að einstaklingur með stuðningsþarfir sé þvingaður til að búa í foreldrahúsum fram yfir þrítugt en á meðan málum er þannig háttað eru foreldrar í ólaunaðri vinnu hjá hinu opinbera við að sinna fullorðnum börnum sínum sem búa heima. Miðað við hvernig hefur gengið undanfarin ár ættu foreldrar kannski að panta sér aukaherbergi á elliheimilinu fyrir fötluðu börnin sín,“ segja þær Sif Sigurðardóttir formaður Þroskahjálpar og Elín Lýðsdóttir gjaldkeri og fyrrverandi formaður. Þær segja Akureyrarbæ ekki standa sig þegar kemur að húsnæðismálum fatlaðra.

Lesa meira

Flug­völlurinn fer hvergi

Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt.

Lesa meira

Nemendasýningar opnaðar um helgina

Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2023, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA í Listasafninu á Akureyri

Lesa meira

Að verða gamall og komast upp með það

Egill P. Egilsson skrifar um sína nýjustu uppgötvun;  eigin miðöldrun

Lesa meira

Nagladekkin undan

Lögreglan á Norðurlandi eystra minnir okkur á að nú þegar 3 maí sé upp runninn og tíðin loksins góð  og útlitið eftir því  sé rík ástæða til þess að taka nagladekkin undan og njóta þess að aka um án þess að heyra klórið í nöglunum. 

Lesa meira

Álkulegur fugl og JaJa Ding Dong

Nú er komið að Spurningaþraut #6

Lesa meira

Akureyri - Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Brekkuskóla fyrr í dag þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf, skólaárið 2022-2023.

Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.

Óskað var eftir tilnefningum um nemendur, starfsfólk/kennara eða verkefni/skóli sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi á síðasta skólaári. Heimtur voru með besta móti en um 74 tilnefningar bárust. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðslu- og lýðheilsuráði, fræðslu- og lýðheilsusviði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og úr varð að 28 viðurkenningar voru valdar.

Athöfnin hófst á tónlistaratriði en það var Valur Darri Ásgrímsson, nemandi í Brekkuskóla og Tónlistarskólanum á Akureyri sem flutti Distant Bells eftir Streabbog. Kristín Jóhannesdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs, afhenti síðan viðurkenningarnar til nemenda og starfsfólks.

Viðurkenningar hlutu:

  • Amelia Anna Söndrudóttir Dudziak, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir að vera jákvæð, metnaðarfull, sýnir seiglu og þrautseigju
  • Anna Kristín Þóroddsdóttir, nemandi í Brekkuskóla, fyrir vandaða framkomu, hjálpsemi og metnað í námi
  • Bergrós Níelsdóttir og Kolfinna Stefánsdóttir, nemendur í Giljaskóla, fyrir að sýna frumkvæði og leiðtogahæfileika í skólastarfi
  • Birkir Orri Jónsson, nemandi í Glerárskóla, fyrir framúrskarandi störf á sviði félagsmála
  • Elvar Máni Gottskálksson, nemandi í Giljaskóla, fyrir jákvætt viðmót
  • Eyþór Ingi Ólafsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera jákvæð fyrirmynd fyrir bekkjarsystkini sín 
  • Helena Lind Logadóttir, nemandi í Síðuskóla, fyrir dugnað, þrautseigju, vinnusemi og hjálpsemi
  • Ingólfur Árni Benediktsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera frábær fyrirmynd sem fær hópinn með sér
  • Ísold Vera Viðarsdóttir, nemandi í Glerárskóla, fyrir samskipti og viðleitni gagnvart samnemendum sínum og starfsfólki
  • Kevin Prince Eshun, nemandi í Síðuskóla, fyrir framúrskarandi námsárangur í ÍSAT (Íslenska sem annað tungumál) 
  • Vilté Petkuté, nemandi í Lundarskóla, fyrir dugnað og metnað í námi, jákvæðni og hlýju
  • Anna Lilja Hauksdóttir, Síðuskóla, fyrir fagmennsku í starfi sem þroskaþjálfi 
  • Astrid Hafsteinsdóttir, Giljaskóla, fyrir kennslu í textílmennt 
  • Bergmann Guðmundsson, Giljaskóla, fyrir jákvæðni, greiðvirkni og þjónustulund 
  • Bryndís Björnsdóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi gott viðmót, þolinmæði og lausnaleit – foreldrasamstarf
  • Brynhildur Kristinsdóttir, Joris Rademaker og Rúnar Már Þráinsson, Brekkuskóla, fyrir fjölbreytta og skapandi starfshætti og umhyggju fyrir nemendum
  • Elfa Rán Rúnarsdóttir, Lundarskóla, fyrir vellíðan í námi, leik og starfi
  • Helga Halldórsdóttir, Glerárskóla, fyrir fagmennsku og stuðning við kennara
  • Kolbrún Sigurðardóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi starf sem stuðningsfulltrúi
  • Marzena Maria Kempisty, Naustatjörn, fyrir að vera framúrskarandi kennari/deildarstjóri
  • Ólafur Sveinsson, Hlíðarskóla, fyrir framúrskarandi starfshætti 
  • Ragnheiður Ólafsdóttir, Brekkuskóla, fyrir framúrskarandi ævistarf
  • Salbjörg J. Thorarensen, Glerárskóla, fyrir helgun í starfi
  • Sveinbjörg Eyfjörð Torfadóttir, Tröllaborgum, fyrir áralangt yfirburðastarf sem kennari og deildarstjóri
  • Veronika Guseva, Síðuskóla, fyrir að vera framúrskarandi starfsmaður 
  • Vordís Guðmundsdóttir, Lundarskóla, fyrir fagmennsku í starfi á unglingastigi og að vera einstakur kennari
  • Ágústa Kort Gísladóttir, Kjartan Valur Birgisson, Leó Már Pétursson og Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, nemendur í Brekkuskóla, fyrir verkefnið Skólablaðið Skugginn: Frumkvæði, dugnað, sköpunarkraft og sjálfstæði
  • Kiðagil – Heimur og haf, fyrir frábært verkefni unnið í samvinnu við barnamenningu á Akureyri

Öllum verðlaunahöfum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur og vel unnin störf við leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Anna Júlíusdóttir nýr formaður Einingar-Iðju Tekst full af eldmóði á við stór, krefjandi verkefni sem framundan eru

„Það eru mörg,  stór og krefjandi verkefni framundan sem takast þarf á við, en ég er full af eldmóði og hef mikinn áhuga fyrir verkalýðsmálum. Ég brenn fyrir því að vinna að bættum hag verkafólks og að staða þess verði sem allra best,“ segir Anna Júlíusdóttir nýkjörinn formaður Einingar Iðju sem starfar á Eyjafjarðarsvæðinu, frá Siglufirði og að Grenivík. Félagsmenn eru um 8 þúsund talsins og er félagið stærsta verkalýðsfélagið á landsbyggðinni.

Lesa meira

Ódýrara að trukka öllu suður en það er ekki umhverfisvænt

„Það er dýrt að taka við gleri og því reynum við af öllum mætti að taka ekki inn annað gler en það sem er í skilakerfinu,“ segir Helgi Lárusson framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar. Fyrir utan umstang við að taka við óskilagjaldskyldu gleri, flytja það og brjóta tók ný gjaldskrá gildi hjá Akureyrarbæ í febrúar. Nýja gjaldskráin er mun hærri en sú sem áður var í gildi, hækkaði úr rúmum 6 krónur á kíló upp í 75 krónur.

Lesa meira

Mjög góð þátttaka í 1 maí hátíðarhöldum á Akureyri

Mjög góð þátttaka var i hátíðarhöldum dagsins á Akureyri . Á heimasíðu Einingar Iðju segir:. ,,Fjölmenni safnaðist saman  á Akureyri í dag til að taka þátt í kröfugöngu sem stéttarfélögin á Akureyri stóðu fyrir í tilefni af 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Einnig var góð mæting í kaffiveislu á skrifstofu stéttarfélaganna í Fjallabyggð. 

Lesa meira

Risakýrin Edda í Eyjafjarðarsveit

Verklokum við smíði  Eddu var fagnað innilega í dag.  Óhætt er að segja að Beate Stormo og aðstoðarfólk hennar hafa náð að skapa glæsilegt listaverk sem mun verða til prýði um komandi framtíð. Kýrin verður kennileiti í sveitarfélaginu enda mjólkurframleiðsla þar óvíða meiri á Íslandi.  Það er Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar sem stóð að þessari smíði, verkið hófst snemmsumars árið 2021.

Nánar verður fjallað um verkefnið í næsta tbl Vikublaðsins.

Lesa meira

„Við skulum heldur aldrei gleyma því fornkveðna að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér"

Mikið fjölmenni er samankomið á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum sem að þessu sinni fara fram á Fosshótel Húsavík. Hátíðarhöldin hófust kl. 14:00 með því að Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti barátturæðu dagsins sem lesa má hér að neðan.

Ágætu gestir.

Mig langar að byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin á 1. maí hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá ykkur hér í dag. Kjörorð dagsins er að þessu sinni réttlæti, jöfnuður og velferð, sem er í raun leiðarstefið í allri verkalýðsbaráttu. Dagurinn er ekki bara minningarhátíð um horfna daga, hann er einnig baráttudagur og alþýða manna um heim allan kemur saman til að minna á nauðsyn samstöðu. 

Lesa meira