Fréttir

Frábær skemmtun fyrir alla

Hin sívinsæla Buch Orkuganga fer fram á skíðasvæði Húsavíkur á Reykjaheiði 8. apríl nk. Gangan er hluti af mótaröðinni Íslandsgöngur sem eru sjö talsins en um er að ræða viðburði sem ætlað er að auka þátttöku almennings á skíðagönguíþróttinni.

Lesa meira

„Bannað að hanga í sturtunum”

Ingólfur Sverrisson   skrifar Þanka gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Viljayfirlýsing um könnun á nýtingu glatvarma frá TDK

Í gær var undirrituð viljayfirlýsing milli Norðurorku og álþynnuverksmiðjunnar TDK á Krossanesi um fýsileikakönnun á nýtingu glatvarma frá TDK. Viljayfirlýsingin felur í sér samkomulag um könnun á nýtingu glatvarma með upphitun á bakrásarvatni úr kerfum Norðurorku. Ráðgjafar á vegum Norðurorku munu því á næstunni búa til skýrslu sem inniheldur frumhönnun, áætlaðan kostnað og mögulega tímalínu verkefnis auk áfangaskiptingar. 

Lesa meira

Trésmiðjan Börkur hættir starfssemi á Akureyri

Öllu starfsfólki Trésmiðjunnar Barkar á Akureyri var sagt upp störfum í gær  og mun verða skellt i lás í seinasta lagi um mánaðarmótin maí-júni nk.   Starfsmenn Barkar á Akureyri eru 19 talsins.

Trésmiðjan Börkur var stofnuð á Akureyri árið 1970 og hefur alla tíð lagt áherslu á smíði glugga og hurða.  Það var i apríl 2018 að Lyf og heilsa kaupir fyrirtækið en nú er saga Barkar á Akureyri að líða undir lok.

Lesa meira

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Á heimasíðu Hríseyjar www.hrisey.is  er að finna skemmtilegan  og líflegan póst, svona nokkurs konar uppgjör við vikuna  sem er að klárast.  Að þessu sinni er þo tvöfaldur skammtur i boði þvi eins og segirhér að neðan  ,, fréttaritari lenti í óhappi og átti erfitt með að pikka á tölvu í nokkra daga"

Upp er runninn föstudagur og er hann ekki jafn hvítur og hefur verið undanfarið.

Það kyngdi niður snjó í Hrísey síðustu viku og fátt sem minnti á vorkomu. Núna er farið að hlýna, er á meðan er, og farið að sjást í jarðveginn.  

Þið tókuð líklegast eftir því að engar föstudagsfréttir birtust fyrir viku síðan, en fréttaritari lenti í óhappi og átti erfitt með að pikka á tölvu í nokkra daga. Það kemur því tvöfaldur skammtur í dag!

Frá síðustu fréttum hefur ýmislegt gerst í Hrísey. Vegagerðin samndi við Andey um rekstur á Hríseyjarferjunni út árið 2023 og lýsti yfir sérstakri ánægju með hve vel starfsfólk Andeyjar brást við beiðni þeirra. Hægt er að lesa frétt Vegagerðarinnar hér. Vakti lausnin athygli og fjölluðu fréttamiðlar Norðurlands um málið ásamt því að Rúv tók bæði fréttir af Hríseyjarferju og páska fyrir í síðdegisútvarpinu sem heyra má hér á mínútu 35. 

Lesa meira

Frábært framtak MA-inga

Nemendur í MA söfnuðu rúmlega einni milljón í góðgerðavikunni í síðustu viku sem rennur óskipt til Kvennaathvarfsins á Akureyri. Sandra Valsdóttir veitti styrknum viðtöku í dag og hann á eflaust eftir að nýtast til góðra verka.

Lesa meira

Íslandsbanki styður áfram við bakið á Völsungi

Líkt og undanfarin ár hafa íþróttafélagið Völsungur og Íslandsbanki gert með sér samstarfssamning sem hefur það að markmiði að styðja Íþróttafélagið Völsung í íþrótta- og uppeldislegu hlutverki sínu á Húsavík

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskipið kemur á morgun 1 apríl

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem heimsækir  Akureyri þetta ferðatímabil leggst  við Oddeyrarbryggju á morgun en það er Ms Bolette sem áður hét  Amsterdam og kom nokkuð reglulega hingað undir því nafni. 

Lesa meira

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í Mýsköpun

Líftæknifyrirtækið Mýsköpun ehf. hefur lokið um 100 milljóna króna hlutafjáraukningu, sem leidd er af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Aðrir stórir fjárfestar í þessari hlutafjáraukningu eru Upphaf - fjárfestingasjóður KEA, Jón Ingi Hinriksson ehf. í Mývatnssveit, Jarðböðin og Fjárfestingafélag Þingeyinga.

Lesa meira

Tvær nýjar leikskóladeildir til að mæta aukinni þörf

Talsverð fjölgun hefur orðið á umsóknum um leikskólapláss á Akureyri undanfarin misseri og stór árgangur barna er að komast á leikskólaaldur haustið 2023. Þar af leiðandi stóð sveitarfélagið frammi fyrir því verkefni að fjölga leikskólarýmum í bænum

Lesa meira

Til hvers?

Ragnar Sverrisson kaupmaður skrifar: Nú þykir mér moldin vera farin að fjúka í logninu. Þau tíðindi berast frá bæjarstjórn  Akureyrar að til standi að halda almennan kynningarfund í vor þar sem íbúum bæjarins gefst kostur á að kynna hugmyndir sínar að skilmálum fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag Akureyrarvallar...

Lesa meira

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir Krabbameinsfélag Akureyrar

Sl. laugardagskvöld fór fram úrslitaleikur í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu sem  KDN stóð fyrir þegar Þór  og KA mættust i úrslitaleik i Boganum.  Leiknum lauk með sigri KA 3-0.

Lesa meira

Nýr stígur frá Wilhelmínugötu að Hamraafleggjara

Hafist verður handa við að leggja stíg með fram Kjarnavegi  komandi sumar. Hann verður um 600 metra langur og liggur frá Wilhelmínugötu og suður að afleggjaranum við Hamra. Stígurinn liggur vestan við Kjarnagötuna.

Lesa meira

Það er eitt og annað áhugavert í blaði dagsins.

Stígur úr Hagahverfi að afleggjara að Hömrum verður lagður á komandi sumri, leitað að hentugra húsnæði fyrir Lautina, og  Matargjafir á Akureyri og nágrenni fær fyrirspurnir um páskaegg.  Afkoma Kjarnafæðis  Norðlenska á sl. ári var jákvæð og Búnaðarsamband Eyjafjarðar  vill að fólk viti hvaðan matur fólks  kemur.

Lesa meira

Anna María efst á heimslista U21

Anna María Alfreðsdóttir átti frábært innandyra tímabil í opnu heimsmótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery.

Lesa meira

Samið á ný við Tónræktina

Í dag var undirritaður nýr samingur Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar um styrk vegna tónlistarfræðslu ungs fólks

Lesa meira

Sjómenn fá mottumarssokka

Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa sendu öllum sjómönnum sem starfa hjá félögunum sokka sem Krabbameinsfélagið selur í tengslum við Mottumars.

Lesa meira

Það þarf að ganga í verkin

Það eru mörg verkefnin á hverjum tíma sem við sem þjóð þurfum að leysa, en okkur gengur misvel að leysa þau hratt og örugglega. Það á einna helst við innan þess opinbera og þörf er á því að breyta áherslum með það að markmiði að auka skilvirkni í kerfinu og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í stað þess að vera sífellt að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru á hverjum tíma

Lesa meira

Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag

Daðey Albertsdóttir,  Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa

Lesa meira

Afkoma Kjarnafæðis Norðlenska jákvæð á liðnu ári

Tekjur af rekstri sameinaðs félag Kjarnafæðis Norðlenska jukust um 15% á milli áranna 2021 og 2022 og batnaði afkoma samstæðunnar sem auk móðurfélagsins inniheldur dótturfélögin Norðlenska matborðið og SAH Afurðir.

 Hagnaður af rekstri var 178 milljónir króna eftir skatta samanborið við 152 milljóna króna tap árið 2021. Aðalfundur Kjarnafæðis Norðlenska var haldinn nýverið þar sem þetta kom fram. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 699 milljónir króna samanborið við 123 milljónir króna árið 2021.  Ársverk 2022 voru 302.

Lesa meira

Narfi í Hrísey er fyrirmyndarfélag

Ungmennafélagið Narfi í Hrísey, sem er eitt af 21 aðildarfélagi innan ÍBA, hlaut viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Lesa meira

Skátar í heimsókn á Húsavík

Í síðustu viku komu fulltrúar Bandalags íslenskra skáta í heimsókn í Norðurþing

Lesa meira

Artic cat Snocross Tindastóll fór fram s.l laugardag

Á laugardag fór fram Artic cat snocross Tindastól, keppnin var sú fjórða af fimm og því margt í húfi fyrir þá sem keppa til íslandsmeistaratitils. Mjóu mátti muna í öllum flokkum og því mikið í húfi fyrir keppendur. Veðrið var ekki eins og á var kosið fram eftir degi en svo rættist úr því eins og leið á keppnina. Krakkakeppni fór fram þar sem keppendur sýndu sínar bestu hliðar og nutu þess að taka þátt í snocrosskeppni

Lesa meira

Samið við Trésmiðju Ásgríms Magnússonar um lóð við Norðurgötu 3 til 7

Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við Trésmiðju Ásgríms Magnússonar ehf um uppbyggingu á lóðinni númer 3 til 7 við Norðurgötu.  Þrjár tillögur bárust, allar frá Trésmiðju Ásgríms sem er lóðarhafi á umræddri lóð.

Lesa meira

Vel heppnað kótilettukvöld KAON

Fimmtudaginn 23. mars hélt Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis Kótilettukvöld í tilefni Mottumars, til styrktar félaginu.Viðburðurinn var haldinn á Vitanum mathús og heppnaðist mjög vel, takk kærlega fyrir komuna öll sem eitt!   

Boðið var upp á kótilettuveislu með kótilettum frá Kjarnafæði Norðlenska, meðlæti frá Innes og hægt var að kaupa sér drykki á barnum.

Lesa meira

Sögufrægt skip í viðgerð

Varðskipið Þór kom til Akureyrar  í morgun með hið sögufræga  skip Maríu Júlíu í í togi en ætlunin er að María Júli sem varð- og björgunarskip í eigu Landhelgisgæslunnar frá árinu 1950 til 1969. María Júlía var eitt að varðskipum okkar sem mættu Breska sjóhernum í fyrsta Þorskastríðinu 1958 1961. 

Lesa meira

Fjall á Langanesi og fleiri spurningar

Spurningaþraut vikunnar #1

Lesa meira