Ekki nægt frost til að keyra snjóbyssur í gang

Ekki nægt frost til að keyra snjóbyssur. Mynd Hlíðarfjall.
Ekki nægt frost til að keyra snjóbyssur. Mynd Hlíðarfjall.

Í byrjun vikunnar var allt klárt til að hefja snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli, en því miður gekk spáin ekki gengið eftir. Ekki var nægt frost til að keyra snjóbyssurnar í gang. „Þó að veðrið síðustu daga hafi verið rosalega stillt og fallegt þá fer vonandi að kólna almennilega og helst snjóa sem fyrst,“ segir á facebooksíðu Hlíðarfjalls.

Þar kemur fram að veturinn sé farinn að banka á dyrnar og undirbúningur sendur sem hægt fyrir næstu skíðatíða.  Ótal verk hafa verið unnin í haust. Eitt af stóru viðhaldsverkefnunum var að setja nýjan lyftuvír á Stromplyftu. Síðustu daga hefur svo verið skipt um hjól á öllum möstrum og þau stillt af með hjálp verkfræðistofunnar Eflu. „Veðrið hefur leikið við okkur en við vonumst auðvitað eins og þið öll eftir alvöru frosti og snjókomu svo við komumst sem fyrst í brekkurnar.“


Athugasemdir

Nýjast