Vilt þú taka Sögu Akureyrar í þínar hendur? Nú er lag!

Líttu við á ,,Amtinu
Líttu við á ,,Amtinu" hafir þú áhuga á að eignast tvö bindi af sögu bæjarins gefins.

Í tilefni af Evrópsku nýtnivikunni gefst bæjarbúum nú tækifæri á að eignast 4. og 5. bindi af Sögu Akureyrar sér að kostnaðarlausu. Verið er að jafna lagerstöðu á bókaflokknum og ætlar Akureyrarbær því að gefa eintök af síðustu tveimur bindunum sem saman ná yfir árin 1919 til 1962. Bækurnar verður hægt að nálgast á Amtsbókasafninu í Evrópsku nýtnivikunni, frá 20.-26. nóvember.

Verið velkomin á Amtsbókasafnið og takið Sögu Akureyrar í ykkar hendur.


Athugasemdir

Nýjast