Velferð er verkefni okkar allra!

Síðastliðinn laugardag voru fulltrúar Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis á Glerártorgi að selja velferðarstjörnuna. Stjarnan er fallegt jólaskraut sem Kristín Anna og Elva Ýr, verkefnastjórar markaðsmála á Glerártorgi, hönnuðu. Slippurinn framleiðir skrautið fyrir sjóðinn og öll innkoma fer í velferðarsjóðinn. 

Salan gekk vel en þó seldist skrautið ekki alveg upp. Síðustu eintökin eru til sölu hjá Lindex á Akureyri. 

Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem lögðu söfnuninni lið, sérstaklega samstarfsaðilum okkar; Glerártorgi, Slippnum og Lindex. Einnig viljum við þakka þeim frábæru listamönnum sem tóku þátt í að vekja athygli á verkefninu. 

Það er á velferd.is sem sagt var frá þessu fyrst.


Athugasemdir

Nýjast