Íþróttafólk Þórs 2023: Elmar Freyr, Maddie og Sandra María kjörin

Íþróttafólk Þórs 2023  Maddie Sutton, Sandra María Jessen og Elmar Freyr Aðalheiðarson    Mynd Þórir…
Íþróttafólk Þórs 2023 Maddie Sutton, Sandra María Jessen og Elmar Freyr Aðalheiðarson Mynd Þórir Tryggvason

Kjöri íþróttafólks Þórs var lýst rétt í þessu í hófinu Við áramót sem haldið var í Hamri. Sú óvenjulega staða kom upp að tvær konur urðu hnífjafnar í kjörinu á íþróttakonu Þórs.

Áður en að kom að því að kjöri íþróttafólks Þórs yrði lýst voru Íslandsmeistarar og landsliðsfólk úr röðum Þórs og Þórs/KA heiðruð, íþróttafólk deildanna var heiðrað og Rúnar Eff hélt uppi léttri stemningu á milli verðlaunaafhendinga. 

Íþróttakonur Þórs 2023 Maddie Sutton körfuknattleikskona og Sandra María Jessen knattspyrnukona. 

Um Maddie segir m.a á heimasíðu Þórs ,,Maddie Sutton er fyrst og fremst einstakur félagsmaður og Þórsari. Hún gekk í raðir Þórs fyrir tímabilið 2022-23 og kom með þá orku inn í ungt og efnilegt lið Þórs sem það þurfti á að halda. Með komu hennar gjörbreyttist stemningin í liðinu og innan félagsins og átti hún stóran þátt í að koma Þór upp í efstu deild."

Um Söndru Maríu segir m.a á heimasíðu Þórs. ,,Sandra María tók við fyrirliðahlutverkinu fyrir tímabilið 2023 og var lykilmanneskja í öflugu liði Þórs/KA sem endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar í haust, auk þess að hafa unnið Kjarnafæðismótið á æfingatímabilinu og komist í úrslitaleik Lengjubikarsins. Liðið vann öll lið sem það mætti á tímabilinu að minnsta kosti einu sinni, náði frábærum árangri í útileikjum þrátt fyrir langar bílferðir og endaði í efri hluta Bestu deildarinnar."

Íþróttakarl Þórs árið 2023 Elmar Freyar Aðalheiðarson

Um Elmar Frey segir á heimasíðu Þórs

Elmar Freyr Aðalheiðarson hefur stundað hnefaleika í átta ár. Hann hefur keppt í flokkum frá -75 kg upp í +92 kg. Hann er orðinn einn reynslumesti hnefaleikari Íslands og honum hefur verið boðið og tekið þátt í að berjast á erfiðustu mótum í Evrópu, svo sem Tammer í Finnlandi og Evrópumeistaramótinu og einnig hefur hann keppt við atvinnumann á boxkvöldi í Danmörku.  Elmar vann Íslandsmeistaratitilinn í flokki elite karla í ofurþungavigt (+92kg) þriðja árið í röð.

Það er www.thorsport.is sem segir fyrst frá.

 


Athugasemdir

Nýjast