11.desember - 18.desember - Tbl 50
Dekurdagar haldnir í 15 sinn
Dekurdagar verða haldnir á Akureyri um komandi helgi og undirbúningur stendur nú sem hæst. Eitt af því er sala á slaufum sem hengdar eru á ljósastaura um bæinn og lífga mjög upp á lífið þessa haustdaga.
Slaufusala stendur sem hæst um og gengur vel. Í fyrra söfnuðust um 5 milljónir króna og verður erfitt að toppa það segir Inga Vestmann sem stendur að slaufusölunni ásamt Vilborgu Jóhannsdóttur.
Slaufusalan virkar þannig að fólk millifærir inn á reikning Dekurdaga (auglýsing í síðustu Dagskrá) kr. 5000.- Sendir svo póst á inga@pedro.is og segir hvar á að hengja slaufuna upp. Andvirði slaufusölu rennur til Krabbameinsfélagsins.