Snæþór Jósepsson bikarmeistari 2023 í RallyCross.

Snæþór með bikarinn     Myndir Myndir Bergur Bergs
Snæþór með bikarinn Myndir Myndir Bergur Bergs

 Um helgina fór fram Rednek Bikarmótið í Rally Cross í hrauninu í Hafnarfirði. Um er að ræða tveggja daga mót þar sem allir helstu rally krossarar landsins mæta og leggja allt í sölurnar í von um bikarinn. Heildarfjöldi keppenda í Hafnarfirði voru 70  og var mótið  það fjölmennasta  sem haldið hefur verið í yfir 25 ár. Ellefu keppendur mættu  frá Akureyri og stóðu sig vel,  náðu góðum árangri en enginn betri en Snæþór Jósepsson sem kom sjálfum sér mest á óvart og varð bikarmeistari 2023 í RallyCross.

Keppnin var æsispennandi og í lokaumferð mótsins kom Snæþór í loftköstum yfir marklínuna og áttaði sig ekki á því að hann hafði unnið fyrr en hann leit útum gluggan og sá að liðið hans fagnaði eins og enginn væri morgundagurinn.

Þetta er fyrsta árið sem Snæþór keppir í Rally Cross og má segja að hann hafi komið séð og sigrað eins og segir í laginu.

,,Það er ekki hægt að vinna neitt í Rally Cross nema hafa góðan undirbúning og gott lið í kringum sig, ég er svo heppinn að hafa Guðna bróðir minn og Gulla frænda  svo hefur pabbi verið ómissandi í þessu öllu saman.”   Snæþór kemur úr fjölskyldu bifvélavirkja en þeir bræður og pabbi þeirra eru allir menntaðir sem slíkir. Snæþór sigraði í sex af átta umferðum í sínum flokki og endaði í öðru sæti í  hinum tveimur.

,,Það er verið að berjast um hundraðshluta úr sekúndu í hverjum hring, allir á eins bílum sem má ekkert breyta þannig það má ekkert útaf bregða ef þú ætlar að sigra þannig það var mjög sætt að eiga svona góða keppni þessa helgina" sagði Snæþór að endingu.

Snæþór í loftköstum eftir að hafa farið yfir endalínuna 


Athugasemdir

Nýjast