Dornier 328 skrúfuþota Ernis á Húsavíkurflugvelli í Aðaldal. Mynd/Ernir
Egill P. Egilsson skrifar
Mál málanna í allri umræðu á Norðurlandi um þessar mundir er boðuð sameining Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri.
Miðað við alla þessa umræðu þarf ekki mikið ímyndunarafl til að komast að þeirri niðurstöðu að sameiningarplön mennta- og barnamálaráðherra fái ekki jákvæðan hljómgrunn.
Nemendur skólanna hafa staðið í mótmælum, hagaðilar, bæjarfulltrúar og þingmenn hafa ruðst fram á ritvöllinn til að koma á framfæri áhyggjum sínum af málinu, já og hreinlega til að mótmæla þeim. Nú síðast þingflokksformaður Framsóknar, Ingibjörg Isaksen sem skorar á samflokksmann sinn, háttvirtan ráðherra menntamála um að endurskoða vinnuna og markmið sameiningarinnar.
Þögla mál landshlutans
Annað mál í landhlutanum hefur verið heldur fyrirferðarminna í opinberri umræðu, þó alvarleiki þessi sé talsverður fyrir íbúa austan Vaðlaheiðar.
Í Vikublaðinu sem kemur út í dag er rætt við Aðalstein Á. Baldursson formann Framsýnar, stéttarfélags um framtíð áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll. Komið hefur fram að flugfélagið Ernir muni hætta áætlunarflugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur um næstu mánaðamót ef ekki komi loforð um breyttar forsendur fyrir þann tíma.
Ég ætla ekki að fara rekja það í lögnu máli hvaða forsendur það séu, en í stuttu máli kallar flugfélagið eftir ríkisaðstoð líkt og á öðrum sambærilegum flugleiðum í innanlandsflugi.
Fundað fyrir luktum dyrum
Það sem mér þykir undarlegast við þetta mál er hvað það fær litla umræðu. Téður formaður Framsýnar, hefur vissulega haft hátt um framtíð Húsavíkurflugsins um árabil og barist fyrir tilvist þess. Eins og fram kemur í fréttinni sem ég vísaði til, kallaði hann á mánudag til fundar stjórnendur flugfélagsins og fulltrúa Norðurþings og Þingeyjarsveitar til að ræða stöðuna og leita leiða fluginu til bjargar. Síðar sama dag hann fundaði rafrænt ásamt sömu fulltrúum og nokkrum þingmönnum kjördæmisins. Þá hefur hann einnig vakið athygli forsætisráðherra á málinu.
Tíminn færist hættulega nálægt mánaðamótum en ekki ratar þetta mál inn í opinbera umræðu. Það er með ólíkindum að eini talsmaður þessara samgönguleiðar sé formaður stéttarfélags á svæðinu. Að minnsta kosti sá eini sem hefur hátt.
Hvar eru skoðanapistlarnir?
Ég hef ekki dottið um aðsendar greinar frá sveitarstjórnarfulltrúum, þeir kannski kláruðu kvótann í aðdraganda kosninga, þá vantaði aldeilis ekki hugðarefnin. Þetta mál virðist heldur ekki vekja áhuga hjá þingmönnum kjördæmisins, þeir sjá kannski bara í hyllingum aukna umferð um Vaðlaheiðargöng?
Ég heimsótti vefsíðu Samtaka sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), þar fann ég enga yfirlýsingu eða áskorun til stjórnvalda. Ég fann þær heldur ekki á vef Markaðsstofu Norðurlands en eflaust hafa þær tapast í öllum færslunum um Akureyrarflugvöll. Á Fjasbókarsíðu Húsavíkurstofu er að vísu hlekkur á frétt um yfirvofandi endalok áætlunarflugsins. Aðrir hagaðilar í ferðaþjónustu, fyrirtækjaeigendur og stjórnendur hafa lítið ef nokkuð haft sig í frammi.
Hreyfiafl samfélagsins
Umræðan um sameiningardrauma mennta- og barnamálaráðherra hefur leitt mig á þann stað að það kæmi mér ekkert á óvart þó hann verði gerður afturreka með þessar hugmyndir sína. Svo sterk hefur andstaðan verið.
Og hvað kennir það okkur? Jú, einmitt það að opinber umræða um mikilvæg málefni er eitt öflugasta hreyfiafl nútímasamfélags sem við höfum.
Því skora ég á kjörna fulltrúa í sveitarfélögunum austan Vaðlaheiðar og þingmenn kjördæmisins að láta í sér heyra um hvað þeim finnst um endalok áætlunarflug frá Húsavík og framtíð Húsavíkurflugvallar; eða skiptir þessi samgönguleið íbúanna á svæðinu ykkur engu máli?
Það getur vel verið að þið hafið skrifað einhverja tölvupósta á bak við tjöldin en til að koma hreyfingu á hlutina þarf að setja þrýsting á ríkið fyrir opnum tjöldum og skapa umræðu; kveikja í íbúum sem mæta á á kjörstað. Og ef þið teljið þetta mál ekki vera nógu mikilvægt, þá er líka alveg sjálfsagt að þið segið kjósendum hug ykkar í málinu. Klukkan tifar.
Höfundur er áhugamaður um umræðu mikilvægra málefna
„Þetta er eðlilega mikið gleðiefni, því frá því athvarfið var opnað hefur það sýnt sig það er sannarlega þörf fyrir Kvennaathvarf á svæðinu. Nú getum við veitt konum og börnum sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis þann stuðning og utanumhald sem við teljum nauðsynlegan,” segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
Einar Hermannsson sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins Ernis segir að flugi til Húsavíkur verði haldið áfram til áramóta, verið sé að leggja drög að samningi er varðar aðkomu Vegagerðarinnar og innviðaráðuneytisins að málinu. Þetta kemur fram á mbl.is í dag.
Það verður nóg um að vera á opnunarhátíðinni, frábær tilboð, lukkuhjól fyrir alla þá sem vilja spreyta sig og eiga möguleika á glæsilegum vinningum, sem eru hátt í 200 talsins
Tvö ný hótelhús hafa verið tekin í notkun í Hálöndum ofan Akureyrar, en þau eru í orlofshúsa byggð sem þar hefur verið að rísa undanfarin rúman áratug. Svæðið er í landi Hlíðarenda við rætur Hlíðarfjalls. Félagið SS-Byggir hefur reist þar orlofshús og nú nýlega bættust tvö hótelhús við.
Dauðinn er heiti á bók eftir Björn Þorláksson blaðamann. Hún kemur í verslanir á næstu dögum. Í bókinni sækir Björn Íslendinga heim, en í þeim hópi eru Akureyringarnir Gunnar Þór Gunnarsson hjartalæknir og Hildur Eir Bolladóttir prestur.
„Það sem gefur starfinu líf og lit eru mikil og góð samskipti við fólk. Viðfangsefnin eru skemmtileg og fjölbreytt, oftar en ekki kemur eitthvað óvænt upp þannig að fyrirfram veit maður ekki hvað vinnudagurinn ber í skauti sér,“ segir Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja. Eiginmaður hennar er Friðrik Kjartansson og eiga þau tvö börn, Maríu Björk 19 ára og Kjartan Inga 15 ára. Anna María lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1999, en því námi hefur nú verið breytt í viðskiptafræði. Viðtal við Önnu Maríu birtist í sjávarútvegsblaðinu Ægi og er það birt hér með góðfúslegu leyfi ritstjóra blaðsins.
Á heimasíðu Oddeyrarskóla má finna þessa skemmtilegu frétt. ,,Síðasta vor setti þáverandi 1. bekkur niður kartöflur og sáði fyrir gulrótum og salati eftir umræður um sjálfbærni. Nú var komið að því að uppskera og það fléttast svona rosalega vel saman við Byrjendalæsis bókina sem verið er að vinna með í 1. og 2. bekk – bókina Blómin á þakinu. Hún fjallar um Gunnjónu sem flytur úr sveit í borg og saknar sveitalífsins mikið og matjurtargarðsins síns.
Leikhópurinn Umskiptingar frumsýnir verkið Töfrabókina, sagan af Gýpu á sunnudag, 1. október kl. 14 í Leikhúsinu á Möðruvöllum í Hörgársveit og verða sýningar á sunnudögum í október og fyrstu helgi í nóvember.Eftir sýningar verður hægt að kaupa kaffi og kruðerí, föndra svolítið og jafnvel sjá hvernig hægt er að gera sína eigin útgáfu af Gýpu.
Áramótabrenna sem haldin hefur verið við Réttarhvamm árum saman heyrir sögunni til. Ný reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum sem hefur tekið gildi gerir það að verkum.
Athugasemdir