Dornier 328 skrúfuþota Ernis á Húsavíkurflugvelli í Aðaldal. Mynd/Ernir
Egill P. Egilsson skrifar
Mál málanna í allri umræðu á Norðurlandi um þessar mundir er boðuð sameining Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri.
Miðað við alla þessa umræðu þarf ekki mikið ímyndunarafl til að komast að þeirri niðurstöðu að sameiningarplön mennta- og barnamálaráðherra fái ekki jákvæðan hljómgrunn.
Nemendur skólanna hafa staðið í mótmælum, hagaðilar, bæjarfulltrúar og þingmenn hafa ruðst fram á ritvöllinn til að koma á framfæri áhyggjum sínum af málinu, já og hreinlega til að mótmæla þeim. Nú síðast þingflokksformaður Framsóknar, Ingibjörg Isaksen sem skorar á samflokksmann sinn, háttvirtan ráðherra menntamála um að endurskoða vinnuna og markmið sameiningarinnar.
Þögla mál landshlutans
Annað mál í landhlutanum hefur verið heldur fyrirferðarminna í opinberri umræðu, þó alvarleiki þessi sé talsverður fyrir íbúa austan Vaðlaheiðar.
Í Vikublaðinu sem kemur út í dag er rætt við Aðalstein Á. Baldursson formann Framsýnar, stéttarfélags um framtíð áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll. Komið hefur fram að flugfélagið Ernir muni hætta áætlunarflugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur um næstu mánaðamót ef ekki komi loforð um breyttar forsendur fyrir þann tíma.
Ég ætla ekki að fara rekja það í lögnu máli hvaða forsendur það séu, en í stuttu máli kallar flugfélagið eftir ríkisaðstoð líkt og á öðrum sambærilegum flugleiðum í innanlandsflugi.
Fundað fyrir luktum dyrum
Það sem mér þykir undarlegast við þetta mál er hvað það fær litla umræðu. Téður formaður Framsýnar, hefur vissulega haft hátt um framtíð Húsavíkurflugsins um árabil og barist fyrir tilvist þess. Eins og fram kemur í fréttinni sem ég vísaði til, kallaði hann á mánudag til fundar stjórnendur flugfélagsins og fulltrúa Norðurþings og Þingeyjarsveitar til að ræða stöðuna og leita leiða fluginu til bjargar. Síðar sama dag hann fundaði rafrænt ásamt sömu fulltrúum og nokkrum þingmönnum kjördæmisins. Þá hefur hann einnig vakið athygli forsætisráðherra á málinu.
Tíminn færist hættulega nálægt mánaðamótum en ekki ratar þetta mál inn í opinbera umræðu. Það er með ólíkindum að eini talsmaður þessara samgönguleiðar sé formaður stéttarfélags á svæðinu. Að minnsta kosti sá eini sem hefur hátt.
Hvar eru skoðanapistlarnir?
Ég hef ekki dottið um aðsendar greinar frá sveitarstjórnarfulltrúum, þeir kannski kláruðu kvótann í aðdraganda kosninga, þá vantaði aldeilis ekki hugðarefnin. Þetta mál virðist heldur ekki vekja áhuga hjá þingmönnum kjördæmisins, þeir sjá kannski bara í hyllingum aukna umferð um Vaðlaheiðargöng?
Ég heimsótti vefsíðu Samtaka sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), þar fann ég enga yfirlýsingu eða áskorun til stjórnvalda. Ég fann þær heldur ekki á vef Markaðsstofu Norðurlands en eflaust hafa þær tapast í öllum færslunum um Akureyrarflugvöll. Á Fjasbókarsíðu Húsavíkurstofu er að vísu hlekkur á frétt um yfirvofandi endalok áætlunarflugsins. Aðrir hagaðilar í ferðaþjónustu, fyrirtækjaeigendur og stjórnendur hafa lítið ef nokkuð haft sig í frammi.
Hreyfiafl samfélagsins
Umræðan um sameiningardrauma mennta- og barnamálaráðherra hefur leitt mig á þann stað að það kæmi mér ekkert á óvart þó hann verði gerður afturreka með þessar hugmyndir sína. Svo sterk hefur andstaðan verið.
Og hvað kennir það okkur? Jú, einmitt það að opinber umræða um mikilvæg málefni er eitt öflugasta hreyfiafl nútímasamfélags sem við höfum.
Því skora ég á kjörna fulltrúa í sveitarfélögunum austan Vaðlaheiðar og þingmenn kjördæmisins að láta í sér heyra um hvað þeim finnst um endalok áætlunarflug frá Húsavík og framtíð Húsavíkurflugvallar; eða skiptir þessi samgönguleið íbúanna á svæðinu ykkur engu máli?
Það getur vel verið að þið hafið skrifað einhverja tölvupósta á bak við tjöldin en til að koma hreyfingu á hlutina þarf að setja þrýsting á ríkið fyrir opnum tjöldum og skapa umræðu; kveikja í íbúum sem mæta á á kjörstað. Og ef þið teljið þetta mál ekki vera nógu mikilvægt, þá er líka alveg sjálfsagt að þið segið kjósendum hug ykkar í málinu. Klukkan tifar.
Höfundur er áhugamaður um umræðu mikilvægra málefna
Eitt hundrað ára sögu Laugaskóla var minnst með hátíðarhöldum þann 25.október síðastliðinn. Dagskráin hófst kl. 10.00 með því að um 100 boðsgestum var boðið í Þróttó að sjá heimildarmyndina Voru allir hér? - Laugar í 100 ár eftir Ottó Gunnarsson. Stefán Jakobsson samdi lag í tilefni afmælisins sem heitir Voru allir hér og ber því myndin sama heiti, enda voru þeir báðir nemendur við Laugaskóla. Að sýningu lokinni var boðsgestum boðið í hádegismat í mötuneyti skólans. Almenn hátíðadagskrá hófst kl. 14.00 í íþróttahúsinu.
Hrafnagilsbúið í Eyjafjarðarsveit var eitt af 12 hrossaræktarbúum sem fagráð í hrossarækt valdi til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins. Þetta kemur fram á vefsíðu Eyjafjarðarsveitar.
Bestu ákvarðanirnar eru teknar þegar við sjáum heildarmyndina. Til að sjá heildarmyndina verðum við að horfa út fyrir nærumhverfi okkar og sjá landið allt, fólkið allt. Núverandi ríkisstjórn virðist þó ekki vera alveg sammála þessu sjónarmiði. Hún sér landið okkar í gegnum þröngan glugga höfuðborgarinnar. Þetta hefur þær afleiðingar að dregið er sífellt úr þjónustu á landsbyggðinni, fjármunum er frekar beint að þéttbýlinu og reglur settar án þess að spurt sé hvernig þær snerta fólk sem býr og starfar utan höfuðborgarsvæðisins.
Norðurorka vekur athygli á svikapósti með fyrirsögninni Val á raforkusala, þar sem tilkynnt er um ógreiddan rafmagnsreikning. Í framhaldinu er viðtakanda boðið að smella á greiðslusíðu og slá inn kóða sem fylgir póstinum til að ganga frá greiðslu.
„Akureyrarflugvöllur er mikilvæg innviða- og atvinnuuppbygging fyrir allt Norðurland eystra og raunar fyrir landið í heild. „Með eflingu flugs um Akureyri skapast ný tækifæri fyrir ferðaþjónustu, útflutning, erlendar fjárfestingar og tengsl við alþjóðamarkaði sem nýtast landinu öllu,“ segir í ályktun sem Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE samþykktu á haustþingi sínu.
Sigurður Eyjólfur er stúdent við Sálfræðideild Háskólans á Akureyri og gaf út sína fyrstu bók á árinu sem ber heitið „Ég er ekki fullkominn“. Bókin fjallar um hamlandi kvíða sem Sigurður hefur tekist á við í gegnum árin.Hann kynnti bókina í Pennanum Eymundssyni á Akureyri síðasta fimmtudag, þar sem viðtökur voru afar hlýjar.
Sýndarveruleikasýningunni Femina Fabula, sem stendur nú yfir í sal 08 í Listasafninu á Akureyri, lýkur næstkomandi sunnudag. Sýningin hefur hlotið mikil og góð viðbrögð gesta safnsins og hafa yfir sjöhundruð manns borið hana augum á síðustu sex vikum. Sýningin byggir á hugmyndum sex sviðslistakvenna sem tjá kvenlega næmni og krafta með aðstoð sýndarveruleikagleraugna. Verkin urðu til í samvinnu þeirra við myndlistarkonuna Kirsty Whiten og leikstjórann Kristján Ingimarsson, sem er listrænn stjórnandi verksins.
„Staðan er bara hreint út sagt ömurleg. Með þessari samvinnu erum við að bregðast við aukinni ásókn í aðstoð úr samfélaginu um þessar mundir og vonum svo sannarlega að við komust í gegnum þá þungu mánuði sem fram undan eru,“ segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum á Norðurlandi. Tvö mannúðarfélög sem starfa á Akureyri og sinna Norðurlandi öllu hafa tekið ákvörðun um að láta reyna á samstarf sín á milli, en þetta eru félögin Matargjafir og NorðurHjálp.