Samið á ný við Tónræktina
Í dag var undirritaður nýr samingur Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar um styrk vegna tónlistarfræðslu ungs fólks
Í dag var undirritaður nýr samingur Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar um styrk vegna tónlistarfræðslu ungs fólks
Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa sendu öllum sjómönnum sem starfa hjá félögunum sokka sem Krabbameinsfélagið selur í tengslum við Mottumars.
Það eru mörg verkefnin á hverjum tíma sem við sem þjóð þurfum að leysa, en okkur gengur misvel að leysa þau hratt og örugglega. Það á einna helst við innan þess opinbera og þörf er á því að breyta áherslum með það að markmiði að auka skilvirkni í kerfinu og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í stað þess að vera sífellt að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru á hverjum tíma
Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa
Tekjur af rekstri sameinaðs félag Kjarnafæðis Norðlenska jukust um 15% á milli áranna 2021 og 2022 og batnaði afkoma samstæðunnar sem auk móðurfélagsins inniheldur dótturfélögin Norðlenska matborðið og SAH Afurðir.
Hagnaður af rekstri var 178 milljónir króna eftir skatta samanborið við 152 milljóna króna tap árið 2021. Aðalfundur Kjarnafæðis Norðlenska var haldinn nýverið þar sem þetta kom fram. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 699 milljónir króna samanborið við 123 milljónir króna árið 2021. Ársverk 2022 voru 302.
Ungmennafélagið Narfi í Hrísey, sem er eitt af 21 aðildarfélagi innan ÍBA, hlaut viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Í síðustu viku komu fulltrúar Bandalags íslenskra skáta í heimsókn í Norðurþing
Á laugardag fór fram Artic cat snocross Tindastól, keppnin var sú fjórða af fimm og því margt í húfi fyrir þá sem keppa til íslandsmeistaratitils. Mjóu mátti muna í öllum flokkum og því mikið í húfi fyrir keppendur. Veðrið var ekki eins og á var kosið fram eftir degi en svo rættist úr því eins og leið á keppnina. Krakkakeppni fór fram þar sem keppendur sýndu sínar bestu hliðar og nutu þess að taka þátt í snocrosskeppni
Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við Trésmiðju Ásgríms Magnússonar ehf um uppbyggingu á lóðinni númer 3 til 7 við Norðurgötu. Þrjár tillögur bárust, allar frá Trésmiðju Ásgríms sem er lóðarhafi á umræddri lóð.
Fimmtudaginn 23. mars hélt Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis Kótilettukvöld í tilefni Mottumars, til styrktar félaginu.Viðburðurinn var haldinn á Vitanum mathús og heppnaðist mjög vel, takk kærlega fyrir komuna öll sem eitt!
Boðið var upp á kótilettuveislu með kótilettum frá Kjarnafæði Norðlenska, meðlæti frá Innes og hægt var að kaupa sér drykki á barnum.
Varðskipið Þór kom til Akureyrar í morgun með hið sögufræga skip Maríu Júlíu í í togi en ætlunin er að María Júli sem varð- og björgunarskip í eigu Landhelgisgæslunnar frá árinu 1950 til 1969. María Júlía var eitt að varðskipum okkar sem mættu Breska sjóhernum í fyrsta Þorskastríðinu 1958 1961.
Áhugi fyrir því að byggja á lóðinni við Gránufélagsgötu 22 á Akureyri virðist ekki mikill. Engar umsóknir bárust þegar Akureyrarbær auglýsti lóðina lausa til þróunar. Á lóðinni stendur skemma frá árinu 1915 og heimilar Minjastofnun ekki niðurrif á henni. „Ég veit ekki hvað kemur í veg fyrir áhuga á lóðinni en tel að tilvera þessa húss hjálpi ekki til,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi. „Staðsetning hússins á miðri lóðinni er óheppileg.“ Skipulagsráð fól honum að ræða við Minjastofnun Íslands um framhald málsins.
Við eigum ekki von á öðru en að árið verði mjög gott, bókunarstaðan hefur aldrei verið betri miðað við árstíma. Árið í fyrra var það besta sem við höfum séð í okkar rekstri og við munum sennilega aldrei ná slíku ári aftur,“ segir segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds- Bílaleigu Akureyrar. „Þetta ár lítur engu að síður vel út, en kostnaður hefur vaxið mjög mikið þannig að við náum ekki sama árangri í ár. Gangi áætlanir eftir og komi ekkert óvænt uppá þá verður árið mjög gott.“ Fleiri bílar en áður verða í flotanum sem þjónustar ferðalanga á ferðum þeirra um Ísland á komandi sumri, og verður heildarflotinn allt að 7.700 bílar.
KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum kl. 20:00 í kvöld. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr. og rennur hann óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar.
Það er alltaf líf og fjör á vellinum þegar þessi félög mætast og því má búast við góðri skemmtun fyrir lítið fé og ekki er verra að um leið að styrkja starf Krabbameinsfélagsins.
Á Facebooksíðu Iðnaðarsafnsins er sagt frá heimsókn Lilju Alfreðsdóttur Menningar-viðskipta og ferðamálaráðherra á safnið í gær.
Bókasafnið á Húsavík stendur fyrir Líflegum laugardögum
Ég dáist að fólki sem geislar af sjálfstrausti án drambs og derrings. Fólki sem elskar lífið, horfir í augun á öðrum, gefur sig á tal, spyr frétta, sýnir öðrum áhuga. Þessi framkoma er fátíð og eftirtektarverð. Sífellt fleiri hverfa inn í sjálfa sig, ganga um með lífið í lúkunum (símann), líta varla upp og bíða eftir næstu skilaboðum, myndskeiði sem skiptir þau engu máli. Gerviveröldin er að gleypa okkur fyrir opnum tjöldum. Og fjöldi fólks klappar!
Samkvæmt frétt á heimasíðu KA í morgun hefur Jónatan Þór Magnússon verið ráðin þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Skövde frá samnefndum bæ í Suðvestur hluta Svíþjóðar. Skövde er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en alls leika fjórtán lið í efstu deild þar í landi.
,,Þetta er afar spennandi skref fyrir Jonna en Skövde er afar sterkt lið sem stendur í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð um þessar mundir. Eins og áður segir hefur Jonni stýrt liði KA frá árinu 2019 en hann hefur á sama tíma verið yfirþjálfari yngri flokka KA og KA/Þórs frá árinu 2016 og verið lykilmaður í gríðarlegri uppbyggingu á yngri flokka starfi félagsins en fjölmargir titlar hafa unnist á undanförnum árum á sama tíma og fjöldi iðkenda hefur vaxið mikið." Segir orðrétt á heimasíðu KA.
Akureyrarbær auglýsir nú útboð lóða í fyrsta áfanga Móahverfis og fagna ég því að sjá þar birtast áherslur Framsóknarfólks í húsnæðismálum. Í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga þar sem kveðið er á um að 30% húsnæðis eigi að vera hagkvæmt húsnæði eru sett skilyrði um að 20% af þeim íbúðum sem byggðar verði í fjölbýlishúsnunum eigi að falla undir skilmála hlutdeildarlána.Eins og sakir standa þá eru forsendur lánanna reyndar brostnar hér á Akureyri vegna gríðarlegrar hækkunar á fasteignaverði. Hins vegar er í gangi endurskoðun á skilmálum hlutdeildarlána og mikilvægt að henni verði lokið sem fyrst.
Báturinn er 11 metra af gerðinni Rafnar Sjöfn
Hafist verður handa við gerð göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi að norðanverðu í sumar. Verkið hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð eftir helgi.
Að venju kennir ýmissa grasa í blaði dagsins.
Hrísey og Grímsey koma við sögu og samgöngur við eyjarnar. Höldur Bílaleiga Akureyrar átti gott ár í fyrra, það besta í sögunni og útlitið gott fyrir yfirstandandi ár. Þar á bæ er í óða önn verið að huga að orkuskiptum bílaflotans, 26% flotans eru raf- eða vistvænir bílar.
Sunnudaginn 26. mars býður Ladies Circle 7 Akureyringum og nærsveitungum til myndlistar, matarlystar og tónlistarviðburðar í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2, milli kl. 15-18. Á staðnum verður sýning og þögult uppboð á ýmsum listmunum og handverki og rennur allur ágóði óskert til verkefnis Rauða krossins, Stuðningur við flóttafólk.
Vísindafólkið okkar – Kristín Margrét Jóhannsdóttir
Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla 2023 var haldið í gær þann 21. mars. Dagskrá þingsins var afar áhugaverð og metnaðarfull. Á þinginu kynntu nemendur verkefni sem þau hafa unnið að í vetur. Þar má nefna fatakönnun nemenda þar sem þau skráðu notkun á fötum sem þau áttu og kom í ljós að þau notuðu rúmlega helming af peysum og bolum sem voru í skápunum en um 70% af buxum. Einnig sögðu þau frá fatamarkaði sem þau héldu fyrir jólin þar sem þau komu með notuð föt sem voru orðin of lítil eða hentuðu ekki og seldu á markaðinum. Vakti þessi markaður mikla lukku og verður hann haldin aftur að ári og hvöttu krakkarnir gesti þingsins til að safna fötum yfir árið og gefa á næsta markað sem haldinn verður í desember 2023.
Vegna ófærðar seinkar dreifingu blaðsins í dag. Öxnadalsheiðin er ófær og óvíst er hvenær hægt verður að opna leiðina.