Nýr stígur frá Wilhelmínugötu að Hamraafleggjara
Hafist verður handa við að leggja stíg með fram Kjarnavegi komandi sumar. Hann verður um 600 metra langur og liggur frá Wilhelmínugötu og suður að afleggjaranum við Hamra. Stígurinn liggur vestan við Kjarnagötuna.