
Vanmetnar hetjur jólavertíðarinnar
Jólin eru besti tími ársins í hugum margra og oft á tíðum nýtir fólk jólin til afslöppunar og samveru með fjölskyldu. Það vill þó gleymast að fjöldinn allur af dugnaðarforkum úti um allan bæ vinnur myrkranna á milli í jólavertíðinni. Hér fá þeir hópar sem fara á fullt fyrir okkur hin um jólin, og gleymast oft í umræðunni, verðskuldað hrós. Athugið, listinn er ekki tæmandi.