Akureyri-Umferðarhraði lækkar

Krossanesbraut  og Merkigil bætast við 30 km götur bæjarins.    Myndir  Lögreglan á Norðurlandi eyst…
Krossanesbraut og Merkigil bætast við 30 km götur bæjarins. Myndir Lögreglan á Norðurlandi eystra

Góðan dag kæru lesendur.

Við viljum vekja athygli vegfarenda á breyttum hámarkshraða í Merkigili og á Krossanesbraut.  

Nú er hámarkshraði 30 km/klst við bestu aðstæður í Merkigili. Kallað hefur verið eftir þessari breytingu í töluverðan tíma og því ágætt að fólk fylgist vel með umhverfinu enda ekki ólíklegt að þar megi finna gangandi, hjólandi eða jafnvel gæludýr á ferli.
Hvað varðar Krossanesbraut þá hefur umferðarhraði verið lækkaður í 30 km/klst frá gatnamótum Undirhlíðar/Krossanesbrautar að gatnamótum Hlíðarbrautar/Krossanesbrautar.
Við höfum verið við mælingar undanfarna daga og komum til með að fylgjast vel með þessu í sumar 
Þá viljum við einnig minna á sektarreikninn hér að neðan, en þar getur fólk flett upp og skoðað viðurlögin við brotum á umferðarlögunum.
Þá skal það tekið fram að umferðarlögin er sameiginlegt verkefni allra vegfarenda. Markmið þeirra er að vernda líf og heilsu vegfarenda með auknu umferðaröryggi þar sem jafnræðis er gætt milli vegfarenda, óháð samgöngumáta og tillit tekið til umhverfissjónarmiða við skipulagningu umferðar.
Annars er veðurspáin ágæt næstu dagana og það er fyrir öllu! 
Hér er vefslóðin að sektarreikni lögreglunnar:
 
Frá þessu segir á Facebooksíðu lögreglu.
Merkigilið er núna 30 km gata

Athugasemdir

Nýjast