Fréttir

Akureyri - Hængsmenn eru höfðingjar

Lionsklúbburinn Hængur heldur sitt árlega Hængsmót í 42 skiptið um komandi helgi, 3 til 5 maí. Á mótinu keppa um 200 keppendur í Boccia og lýkur mótinu með veglegu lokahófi og balli.

Lesa meira

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps Nú sem áður gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fagnar því að aðilar á vinnumarkaði hafi sameinast um skynsamlega langtíma kjarasamninga með áherslu á minni verðbólgu, lægri vexti, aukinn fyrirsjáanleika og þar með að skapa skilyrði fyrir stöðugleika í íslensku efnahagslífi.

Lesa meira

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar

Þann 29.apríl afhenti Atvinnu- og umhverfisnefnd tvenn umhverfisverðlaun, annarsvegar í flokki einstaklinga og hinsvegar í flokki atvinnustarfsemi.

 

Lesa meira

Löngu tímabært að taka þetta samtal

-Segir Huld Hafliðadóttir, einn af stofnendum SVÍVS um Málþing um framtíð Skjálfandaflóa á Húsavík

Lesa meira

Aðalsteinn Árni heiðraður fyrir vel unninn störf í þágu verkafólks

Á fjölmennum hátíðarhöldunum á Húsavík í dag í tilefni af 1. maí var Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar heiðraður sérstaklega fyrir vel unninn störf í þágu félagsmanna Framsýnar og samfélagsins alls en hann hefur verið mjög áberandi í umræðunni um verkalýðsmál í þrjá til fjóra áratugi. Var hann sæmdur gullmerki félagsins fyrir óeigingjörn störf í þágu félagsins. Hátíðargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir honum vel og lengi. Hér má lesa ávarp varaformanns félagsins

Lesa meira

Fjölmenn hátíðarhöld á Húsavík

Nú kl. 14:00 hófust hátíðarhöld á Húsavík í tilefni af 1. maí. Mikið fjölmenni er samankomið á Fosshótel Húsavík þar sem hátíðarhöldin fara fram. Boðið er upp á magnaða dagskrá, tónlist, barátturæður og kaffihlaðborð. Hér má lesa hátíðarræðu formanns Framsýnar, Aðalsteins Árna, sem er ekki hefðbundin í ár þar sem hann fagnar 30 ára starfsafmæli.

Hér má lesa ræðuna:

Lesa meira

Hreinsstöð fráveitu 100 tonn af rusli síuð frá

Hreinsistöð fráveitu Norðurorku hefur sannað gildi sitt en á þeim tíma sem hún hefur verið starfrækt hafa tæplega 100 tonn af rusli verið síuð úr fráveituvatninu sem annars hefðu endað út í sjó.

Gerlamengun við strandlengju Akureyrar hefur í kjölfarið minnkað umtalsvert. Hreinsistöðin er því mikil umhverfisbót fyrir samfélagið allt við Eyjafjörð að því er fram kom á aðalfundi Norðurorku.

Lesa meira

Mannréttindaviðurkenning Akureyrarbæjar til Rauða krossins við Eyjafjörð

„Rauði krossinn byggir starf sitt umfram allt á framlagi sjálfboðaliða. Rauði krossinn á Íslandi og við Eyjafjörð hefur verið svo lánsamur að eiga á hverjum tíma aðgang að öflugum hópi sjálfboðaliða. Framlag þeirra til mannúðarmála verður seint metið til fjár. Vegna þessa sjálfboðna starfs er starfsemin í okkar samfélagi jafn öflug og raun ber vitni,“ sagði Þorsteinn Björnsson formaður deildarinnar þegar hann tók við viðurkenningunni.

Lesa meira

Opið í 113 daga og yfir 87 þúsund gestir

Skíðatíð í Hlíðarfjalli er lokið þennan veturinn. Alls var opið í 113 daga og gestafjöldi fór yfir 87 þúsund sem er meira en verið hefur undanfarin ár.

Lesa meira

Samanburður á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga

Öldungaráð Akureyrarbæjar ákvað að bera saman gjaldskrár nokkurra valinna sveitarfélaga vegna þjónustu við eldri borgara. Starfsmaður Akureyrarbæjar fékk það verkefni að taka þær saman. Síðan tóku fulltrúar EBAK í ráðinu við, bættu við atriðum og aðlöguðu að óskum sínum.

Lesa meira