
Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“
Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin n.k. fimmtudag 24. nóvember í Hofi á Akureyri og stendur hún yfir frá klukkan 13-15:30.
Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin n.k. fimmtudag 24. nóvember í Hofi á Akureyri og stendur hún yfir frá klukkan 13-15:30.
Sundfélagið Óðinn sendi vaska sveit til keppni á Íslands og Unglingameistaramótinu i sundi í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði um nýliðna helgi. Óhætt er að segja að árangur keppenda frá Óðni hafi verið góður því sjö sinnum syntu keppendur frá félaginu til úrslita og ein verðlaun unnust. Annars er freistandi að gefa fréttaritara félagsins ,,orðið“ og hér kemur lífleg færsla hans.
Í tilefni 70 ára afmælis Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis heiðraði félagið þær stöllur Ingu Vestmann og Vilborgu Jóhannsdóttur.
Á vefsíðunni www.aldurerbaratala.is er birt könnun á verði á heimsendum mat í 13 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Í könnuninni voru ekki metin gæði og magn matarskammta á milli sveitarfélaga, hvort eftirréttur fylgir aðalrétti eða hvort um er að ræða heitan eða kaldan útsendan mat. Samkvæmt þessari könnum er Akureyri í fjórða sæti yfir dýrustu máltíðir sem seldar eru.
Frétt og færslu af vefnum aldruerbaratala.is má sjá hér fyrir neðan.
Það er ekki hægt að kvarta yfir því veðri sem Veðurstofa Íslands spáir að við munum njóta á Norðulandi eystra þessa viku. Vissulega mun kólna aðeins í kvöld og á morgun þriðjudag og miðvikudag má jafnvel búast við éljagangi sem verður að telja eðlilegt á þessum árstíma. Á fimmtudag er því svo spáð að hlýna muni á ný með austanátt og það gæti ringt af og til. Svipað veður verður svo um næstu helgi, austan og norðaustan á bilinu 5-13 metrar og hiti yfir frostmarki.
Prýðisveður fyrir þau okkar sem viljum ekki snjó.
Eining-Iðja hefur afhent Velferðarsjóðnum á Eyjafjarðarsvæðinu styrk að upphæð kr. 1.100.000.
Það var óvænt og sterk upplifun fyrir Ólaf að kynnast foreldrum sínum upp á nýtt í gegnum bréfin sem Forlagið hefur nú gefið út á bók
Nýtt deiliskipulag fyrir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit hefur tekið gildi. Skipulagið hefur verið í undirbúningi og vinnslu í langan tíma og hófst vinna við það formlega hjá skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar í nóvember 2019, fyrir þremur árum.
Tveir draugar, Sesselía Hólaskotta og afturgangan Sigurfagur afhentu Hrund Hlöðversdóttur, rithöfundi fyrsta eintakið af bók hennar; Órói, krunk hrafnanna. Báðir koma þeir við sögu í bókinni, sem er sjálfstætt framhald af bókinni Ógn, ráðgátan um Dísar-Svan sem út kom í fyrrahaust. Sögusvið Óróa er í kyngimagnaðri náttúrufegurð við Hraunsvatn undir Hraundranga í Öxnadal.
-segir Dagný Þóra Gylfadóttir sem æfir hjá BJJ North á Húsavík
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt uppfærslu um stöðu mála á Grenivikuvegi en eins og flestum ætti að vera kunnugt féll skriða á veginn snemma í gærmorgun.
Í þeirri uppfærslu segir:
Slippurinn Akureyri ehf skrifaði þann 16.nóvember undir verksamning um reisingu stálgrindar og uppsetningu samlokueininga nýrrar 5000fm verslunar Húsasmiðjunnar á Selfossi. Verkið verður að fullu unnið af starfsmönnum Slippsins.
Laugardaginn 19. nóvember kl. 14 opnar Ragnar Hólm málverkasýninguna Tilefni í Listagilinu á Akureyri. Sýningin teygir sig yfir tvö sýningarrými, Deigluna og Mjólkur-búðina, sem eru hvort sínum megin götunnar. Tilefnið er 60 ára afmæli listamannsins. Þetta er 21. einkasýning Ragnars sem einnig hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis.
Meðfylgjandi myndband fannst við tiltekt. Myndbandið inniheldur götulífsmyndir frá Akureyri á H daginn árið 1968.
Af því tilefni standa Lionsklúbbarnir og Samtök sykursjúkra á Norðurlandi að blóðsykursmælingum á Glerártorgi laugardaginn 19. nóvember frá kl. 13-15.
Gunnar Líndal oddviti L-listans við síðustu sveitarstjórnarkosningar hefur ákveðið að láta af störfum sem bæjarfulltrúi á Akureyri. Ástæðan er breyttar forsendur en Gunnar starfar sem forstöðumaður rekstrar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og mun fyrir hönd sjúkrahússins leiða byggingu nýrrar legudeildarálmu sem ljóst varð nýlega að fer í gang af fullum krafti á næstunni
„Ég myndaði fyrst fálka við hreiður í Mývatnssveit sumarið 2000 og varð þá gjörsamlega heillaður af þessum fugli ásamt því stórbrotna landslagi sem hann lifir í á Norðurlandi. Ég myndaði síðan fálka af og til næstu árin en það var ekki fyrr en árið 2009 að sú hugmynd að gera bók kviknaði,“ segir Daníel Bergmann ljósmyndari og höfundur bókarinnar Fálkinn, en hún er nýkomin út. Daníel býður áhugasömum upp á fyrirlestur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 17. nóvember og hefst hann kl. 20.
Í fyrirlestrinum sýnir hann myndir úr bókinni og fjallar um tilurð þeirra. Hann segir sögur nokkurra fugla sem við sögu koma og fjalla einnig um sögu fálkaljósmyndunar fyrir sinn tíma. Áhugasamir geta orðið sér úti um áritað eintak af bókinni.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi nú á hádegi frá sér uppfærðar upplýsingar vegna aurskriðu sem féll á Grenivikurveg snemma í morgun.
Þar segir:
,,Uppfærsla kl. 12:00 vegna aurskriðu á Grenivíkurvegi.
Eftirlitsmaður frá Veðurstofunni hefur verið að störfum í morgun á vettvangi þar sem aurskriða féll á Grenivíkurveg. Lögreglan hefur tekið þátt í vinnunni með dróna sem hefur verið notaður til að mynda umfang skriðunnar og einnig flogið yfir hlíðar fjallsins til að safna gögnum fyrir sérfræðinga Veðurstofunnar. Gert er ráð fyrir að þessi rannsóknarvinna muni standa fram í myrkur. Gögnin verða notuð til að meta líkur á frekari aurskriðum og í framhaldi af því verða teknar ákvarðanir um hvort óhætt sé að ryðja aurnum af veginum og opna hann fyrir umferð. Hann er því lokaður enn um sinn en minnt á hjáleið um Dalsmynni".
Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. tók í gær formlega við Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Kaldbaks og stjórnarformaður Samherja hf. undirritaði kaupsamninginn en sjö tilboð bárust í húsið og var tilboð Kaldbaks hæst. Ákveðið hefur verið að gera rekstur og fjárfestingar Kaldbaks sjálfstæðan.
Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar eru að finna upplysingar um aðsókn á völlinn í sumar og er óhætt að fullyrða að Jarðarsvöllur er gríðarlega vinsæll. S.l sumar það þriðja besta í aðsókn frá þvi að mælingar hófust og það þrátt fyrir að tíðarfarið hafi vel mátt vera betra.
Þeir tóku daginn snemma starfsmenn Umhverfismiðstöðvar Akureyrarbæjar liklega með mæltækið sem vitnað er í hér fyrir ofan i huga og voru önnum kafnir við að reisa jólatréð það sem prýða mun Ráðhústorg á komandi aðventu og jólum í ljósaskiptunum í morgun.
Kl. 05:43 barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá vegfarenda um Grenivíkurveg um að hann hefði ekið inn í aurskriðu og við það hafnað utan vegar. Með ökumanninum voru tveir farþegar og sakaði engan. Lögregla fór á staðinn og lokaði veginum og bjargaði fólkinu til Akureyrar. Skriðan er á veginum skammt sunnan við bæinn Fagrabæ. Það er erfitt að meta umfang skriðunnar í myrkrinu en við fyrstu sýn áætluðu lögreglumenn að hún gæti náð yfir 50-70 metra kafla á veginum og gæti verið allt að meters þykk.
Vegurinn er lokaður frá afleggjaranum við Víkurskarð og að veginum í Dalsmynni. Dalsmynni er opið og unnt að nota það sem hjáleið.
Lögreglan er í sambandi við ofanflóðavakt Veðurstofunnar. Í birtingu verður lagt mat á aðstæður og hvort hætta er á frekari skriðuföllum. Þangað til það mat hefur farið fram verður vegurinn lokaður. Haft hefur verið samband við íbúa bæja inni á lokunarkaflanum og þeir upplýstir um stöðu mála.
Við setjum inn uppfærslu hér á síðunni þegar unnt verður að opna veginn.
Segir á Facebooksíðu lögreglunnar
Píramus og Þispa frumsýnir Wake Me Up Before You Go Go í Samkomuhúsinu á Húsavík í kvöld
Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um.
Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði.
Er mögulegt að nýta ullina af íslensku sauðkindinni í einangrun húsa – í stað steinullar? Þessi spurning vaknaði í kolli nemenda í kvöldskóla Verkmenntaskólans á Akureyri í húsasmíði en þeir ásamt kennurum í byggingadeild heimsóttu þau Theodór Kr. Gunnarsson og Juliu Gunnarsson sem eru að byggja sér tæplega 185 fermetra einbýlishús í landi Bjarkar í Eyjafjarðarsveit, sem þau kalla Vörðu.
Þessar mögnuðu myndir sem hér fylgja og eru í eigu Iðnaðarsafnsins tóna vel við fyrirsögnina að ofan en sú er fengin út texta eftir Ómar Ragnarsson Svona er á síld.