Álkulegur fugl og JaJa Ding Dong

Spunrningaþraut #6

  1. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá JaJa ding dong gaurinn Olaf Yohansson úr frægri kvikmynd sem tekin var upp á Húsavík. En hvað heitir leikarinn sem lék Olaf?
  2. Frelsisstyttan er ansi stór stytta sem Frakkland gaf Bandaríkjunum árið 1886 og er helsta kennileyti New York-borgar. Hún var vígð þann 28. október 1886 í tilefni af aldarafmæli Bandaríkjanna. Gustav Eiffel hannaði burðarvirkið en hver hannaði sjálfa styttuna?
  3. Hver er utanríkisráðherra Rússlands?
  4. Hvaða ár var íþróttafélagið Völsungur stofnað?
  5. „Tíminn er læknir; hann breytir um böl og bíður síns færis við alda dvöl.“ Hver mælti svo?
  6. Hvaða ár hætti dagblaðið Dagur að koma út?
  7. Við skulum halda okkur við blaðarekstur en Víkurblaðið var bæjarblað sem kom út á Húsavík í mörg ár. Hvað ár var það stofnað?
  8. Árið 2014 setti Leikfélag Akureyrar upp Gullna hliðið í Samkomuhúsinu á Akureyri til að halda upp á 40 ára atvinnuafmæli en 1973 varð LA fyrsta atvinnuleikhúsið utan höfuðborgarsvæðisins. Hver lék Jón bónda í þessari uppsetningu?
  9. Hvað feðgar fóru til Grímseyjar vorið 1222 með um 300 manna lið til að hefna fyrir drápið á Tuma Sighvatssyni eldri þá um veturinn?
  10. Spurt er um fugl sem líkur er álku en miklu minni, raunar er hann smæstur svartfugla og einn af minnstu sjófuglunum. Hann er þybbinn, hálsstuttur og mjög kubbslegur, á stærð við stara. Vængirnir eru stuttir. Á sumrin er hann svartur að ofan, niður á bringu, og hvítur að neðan. Hvítar rákir eru um axlir. Á veturna verður hann hvítur á bringu, kverk og upp á vanga. Kynin eru eins. Fuglinn var áður varpfugl við norðanvert landið og nokkuð algengur en hóf að fækka mjög á 20. Öld og er hann nú alveg horfinn. Hreiður fannst síðast í Grímsey árið 1995 en hver er fuglinn?

 ---

Svör:

1. Hannes Óli Ágústsson.

2. Frédéric Bartholdi.

3. Ser­gei Lavr­ov.

4. 1927.

5. Einar Benediktsson.

6. Árið 2001.

7. 1979.

8. Hannes Óli Ágústsson.

9. Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson.

10. Haftyrðill.

 

Hér getur þú fundið fyrri spurningaþraut

Hér getur þú fundið næstu spurningaþraut


Athugasemdir

Nýjast