Af hröfnum og Flókum - Spurningaþraut #7

Spurningaþraut Vikublaðsins #7

  1. Hvað heitir alvarlegi karlinn hér að ofan?
  2. Bluetooth er nýmóðins tækni sem flest þekkja í dag, en við hvern er þessi tækni kennd?
  3. Hvaða fyrirbæri er á bakhlið íslensku  fimmtíkróna myntarinnar?
  4. Að horfa á enska fótboltann er góð skemmtun. Enska úrvalsdeildin nýtur gríðarlegra vinsælda um heim allan en hvaða lið hefur nú þegar tryggt sér sigur í næst efstu deild (e. championship) karlaboltans þar í landi og þar með þátttökurétt í deild hinna bestu á næsta tímabili?
  5. Hver er framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga & atvinnuþróunar á Norðurlandi eystar (SSNE)?
  6. Alfreð Flóki Nielsen er þekkt nafn í listaheiminum á Íslandi en við hvaða listgrein fékkst hann?
  7. Og meira um Flóka. Hrafna-Flóki Vilgerðarson var norskur víkingur sem nam land á Íslandi fyrir margt löngu. Viðurnefnið fékk hann vegna hrafna sem hann hafði með sér á siglingu frá Færeyjum og notaði þá til að vísa sér til Íslands. Hvað voru hrafnarnir margir?
  8. Joe Biden er karl á besta aldri en hann gegnir embætti forseta Bandaríkjanna og hefur gefið það út að hann sækist eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. En hvað heitir eiginkona hans?
  9. Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er dýpsta stöðuvatn á Íslandi, 260 m. en hvaða vatn er næst dýpst? 
  10. Diljá Pétursdóttir flutti lagið Power fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fram fór í Liverpool í síðustu viku. En hvaða land sigraði í keppninni á síðasta ári
---

Svör:

  1. Sigmund Freud.
  2. Harald Blátönn sem var konungur yfir Danmörku og raunar Noregi líka um tíma á 10. öld.
  3. Bogkrabbi einnig kallaður strandkrabbi, krabbi eitt og sér dugar ekki.
  4. Burnley, en þar leikur íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson.
  5. Albertína F. Elíasdóttir.
  6. Hann var fyrst og fremst teiknari en ætli myndlistamaður dugi ekki að þessu sinni.
  7. Þeir voru þrír. Sá fyrsti sem hann sleppti flaug beint aftur til Færeyja, annar flaug beint upp í loft og sneri svo aftur um borð, sá þriðji flaug fram um stafn og þá vissi Flóki að hann var að nálgast land.
  8. Jill Biden.
  9. Öskjuvatn, 220 m.
  10. Úkraína.

Hér getur þú fundið fyrri spurningaþraut

Hér má finna spurningaþraut #8


Athugasemdir

Nýjast