Einn af hverjum fimm nemendum tvítyngdir
Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál í Borgarhólsskóla á Húsavík
Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál í Borgarhólsskóla á Húsavík
Maríanna hefur gegnt starfi deildarstjóra yngri deildar og staðgengils skólastjóra við skólann í 11 ár
Svokallaðir Fjósakallar, sjálfboðaliðar sem unnu við að koma upp „fjósi“ við Golfvöllinn á Akureyri síðastliðinn vetur hafa ekki látið deigan síga. Þeir luku nýlega við að reisa fyrra salernishúsið af tveimur sem koma á upp við Jaðarsvöll. Það er við göngustíg við sjöunda teig en hið síðara verður við fjórtánda teig.
Í morgun var skrifað undir nýjan styrktarsamning Akureyrarbæjar við björgunarsveitina Súlur.
Samningurinn kveður á um að björgunarsveitin vinni samkvæmt skilgreindu hlutverki sínu en veiti einnig Slökkviliði Akureyrar aðstoð vegna sjúkraflutninga í slæmri færð og við verðmætabjörgun og bátaaðstoð.
Frá þessu er sagt á heimasíðu Akureyrar.
Tíu vélstjórnarnemar í áfanganum Viðhald véla og kennari þeirra, Jóhann Björgvinsson, glíma við afar skemmtilegt verkefni á næstu vikum og mánuðum. Verkefnið felst í því að rífa í sundur bensínmótor Bangsa, hálfrar aldar gamals snjóbíls í eigu Sigurðar Baldurssonar á Akureyri, og freista þess að fá hann til þess að ganga á ný.
Meiri áskorun að koma stúdentum HA erlendis
Nökkvi Þeyr Þórisson KA og Hafdís Sigurðardóttir Hjólreiðafélagi Akureyrar eru íþróttakarl og Íþróttakona Akureyrar árið 2022 en kjörinu var lýst í Hofi nú síðdegis.
Iðnaðarsafninu á Akureyri verður lokað í síðasta lagi 1. mars næstkomandi nema til þess komi að Akureyrarbær greiði að lágmarki 7, 5 milljóna króna framlag til safnsins, sem menn þar á bæ telja sig hafa lesið út úr nýrri safnastefnu sem bærinn samþykkti síðastliðinn vetur.
Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi í dag þriðjudag kl 17.00. Þar verður lýst kjöri íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2022.
Gunnar Rúnar Ólafsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar. Gunnar er með MSc-gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst (2021), menntaður bráðatæknir frá University of Pittsburgh School of medicine (2006) og löggildur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Frumdrög að göngu- og hjólabrú yfir Glerá, frá Skarðshlíð að Glerártorgi hafa verið lögð fram. Umhverfis-og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að þróa áfram hönnun og skoða jafnframt að setja upp gönguleið undir Glerárbrú að norðanverðu. Jónas Valdimarsson hjá Akureyrarbæ segir að frumtillögur að brú hafi verið gerðar til að unnt sé betur að átta sig á verkefninu, umfangi þess og kostnaði.
Freyvangsleikhúsið ætlar að setja á sviði leikverkið Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson. Frumsýning verður 24.febrúar .
Marsibil G. Kristjánsdóttir listakona frá Þingeyri opnar listasýningu í Deiglunni á Akureyri á föstudag kl.20.20.
Leikfélag Hörgdæla er um þessar mundir að hefja æfingar á leikritinu Stelpuhelgi eftir Karen Schaeffer í þýðingu Harðar Sigurðarsonar. Um verður að ræða Íslandsfrumsýningu á verkinu.
Mikilvægt er að öllum umsóknum um leikskóla og umsóknum um flutning milli leikskóla verði skilað inn fyrir 1. febrúar n.k. Sótt er um á rafrænu formi í þjónustugátt Akureyrarbæjar.
-Segir Ragnheiður Jakobsdóttir fjármálastjóri VERDI en Ferðaskrifstofa Akureyrar og VITA Sport sameinast í öflugt félag
Kannski mætti frekar segja sitjum heima engan þvæling um Norðurland því gul viðvörun er samkvæmt Veðurstofu Íslands. Öxnadalsheiði er lokuð og eru næstu fréttir þaðan að hafa kl 17. Vegurinn yfir Þverárfjall er ófær. Greiðfært er þó frá Akureyri og austur yfir enn sem komið er. Einungis éljagangur og hálkublettir á vegum og full ástæða til þess að fara varlega.
„Ég á fastlega von á að það verði góð viðbrögð og marga fýsi að stunda þetta nám,“ segir Ólafur Jónsson verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri en frá og með næsta hausti, 2023 munu Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á nám í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi. Námið er fullgilt tæknifræðinám við Háskólann í Reykjavík og tekur það mið af þörfum atvinnulífsins á Norðurlandi. Það gerir fólki á svæðinu kleift að stunda námið í heimabyggð.
„Það er óhætt að segja að skemmtiferðaskipaiðnaðurinn sé nánast búinn að ná sér efir gríðarlega niðursveiflu árin 2020 til 2021á kórónuveirutímanum,“ segir Sigríður María Róbertsdóttir markaðsstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Alls eru bókaðar tæplega 220 skipakomur til Akureyrar í ár, en mest verður um að vera á tímabilinu frá maí og fram í september. Fyrsta skipið er væntanlegt 1. apríl næstkomandi og það seinasta fer 11 október.
Jón Forberg líka kallaður okkar maður fór auðvitað á leik okkar manna gegn ansi hreint öflugum Svíum og þó leikurinn hafi farið eins og hann fór er alltaf gaman að skoða vel teknar myndir af fagmanni svo gjörið þið svo vel.
Jóni þökkum við kærlega fyrir að hugsa til okkar
Þið smellið á slóðina sem hér fylgir til þess að skoða https:www.forberg.smugmug.com/Handball-1/2022-2023/Island-Sverge/
-segir Guðrún Jónsdóttir en Rauðakrossbúðin á Húsavík leitar nú að húsnæði enn og aftur
„Langþráður draumur minn að rætast, að setja upp Chicago, einn flottasta söngleik allra tíma,“ segir Marta Nordal leikstjóri sýningarinnar og leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
Útvarpsmaðurinn góðkunni segir frá því nú síðdegis á Facebooksíðu sinni að einn helsti draumur hans hafi ræst þegar honum var boðið að vera einn af þremur kynnum í Söngaveppni RUV sem hefst í lok janúar. Færslan er annars svona.
Búið er að bjarga öllum úr lyftunni og allir óslasaðir en sumir nokkuð kaldir. Björgunarstarf gekk mjög vel og þakkar lögregla öllum sem komu að aðgerðinni.Um 20 manns voru í Fjarkanum þegar bilun kom upp fyrr í dag, en vír fór út af sporinu.
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar hefur fallið frá fyrirhuguðu útgöngubanni katta að næturlagi samkvæmt því sem kemur fram á vef RUV. Bannið átti upphaflega að taka gildi um s.l. áramót en málinu var þá frestað og nú hefur verið hætt við þessa hugmynd.
Þó að í dag sé sjálfur Bóndadagurinn og margir þvi með hugann við súra hrútspunga, bringukolla og sviðakjamma þá eru ekki allir dagar Bóndadagar. Við gátum ekki sleppt þvi tækifæri að setja hér inn skemmtilega frásögn af heimasíðu Samherja sem m.a. býður upp á spennandi uppskrift fiskrétt sem slegið hefur rækilega í gegn í mötuneyti Samherja á Dalvik.
„Það virðist heldur hafa sigið á ógæfuhliðina,” segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju en heldur fleiri félagsmenn hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni. Félagið í samstarfi við AFL starfsgreinafélag fékk Gallup til að framkvæmda könnun um ýmis atriði er snerta kaup, kjör og aðstæður félagsmanna sinna.