Hér er spurt um Norðlenska hljómsveit

Hvað heitir þessi kirkja?
Hvað heitir þessi kirkja?

Spurningaþraut Vikublaðsins #2

  1. Hvað heitir þessi gamla kirkja á myndinni hér fyrir ofan?
  2. Fótboltakonan sneri aftur í Þór/KA fyrir síðasta sumar og var á dögunum valin í landslið kvenna í fótbolta fyrir verkefni í apríl. Hvað heitir konan?
  3. Félag eitt á Akureyri ber skammstöfunina EBAK, hvað heitir félagið?
  4. Sveitarfélagið Skútustaðahreppur sameinaðis nýlega öðru sveitarfélagi. Hvað heitir sveitarfélagið sem sameinaðist Skútustaðahreppi?
  5. Aðalsteinn Á. Baldursson heitri formaður Framsýnar stéttarfélags, en hvað heitir varaformaður stéttarfélagsins?
  6. Hvað ár varð KA Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni?
  7. Her er sveitarstjóri á Grenivík?
  8. Leikfélag Húsavíkur sýnir um þessar mundir Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu M. Sigurðardóttur en hver samdi tónlistina fyrir verkið?
  9. Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn. Við skulum hleypa á skeið. Hvaða Norðlenska hljómsveit söng þetta?
  10.  Hvaða prestur gaf út ljóðabókina Meinvarp?
 

 

Svör

1. Víðimýrarkirkja í Varmahlíð en hún er byggð árið 1883. 2. Sandra María Jessen. 3. Félag eldri borgara á Akureyri. 4. Þingeyjarsveit, en það er einnig nafnið á hinu nýja sameinaða sveitarfélagi. 5. Ósk Helgadóttir. 6. 1989. 7.Þröstur Friðfinnsson. 8. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. 9. Skriðjöklar. 10. Hildur Eir Bolladóttir.

Hér má finna fyrri spurningaþraut

Hér má finna næstu spurningaþraut


Athugasemdir

Nýjast