Hér er spurt út í fyrsta kaupfélag landsins

Spurningaþraut #3

  1. Leikararnir hér að ofan eiga það sameiginlegt að hafa túlkað Roxy í söngleiknum Chicago, önnur á fjölum Samkomuhússins á Akureyri en hin á hvíta tjaldinu. Hvað heita þessar konur?
  2. Eigi skal höggva,“ voru lokaorð Snorra Sturlusonar en hver var það sem greiddi honum banahöggið í Reykholti haustið 1241?
  3. Í síðustu spurningaþraut var spurt um prest og við höldum því áfram; hvað heitir presturinn í hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir?
  4. Við skulum halda okkur innan fjölskyldunnar en eiginkona þessa prests hefur látið að sér kveða sem leikstjóri, leikari og handritshöfundur m.a. með leikhópnum Umskiptingum. Hún hefur einnig verið umsjónarkona Stundarinnar okkar í Ríkissjónvarpinu. Hvað heitir konan?
  5. Kaupfélag Þingeyinga er ekki lengur til nema í sögubókum en einu sinni var það eina kaupfélagið sem var til enda fyrsta slíka félagið til að vera stofnað. Við spyrjum því, hvaða ár var Kaupfélag Þingeyinga stofnað? Hér má skeika tveimur árum til eða frá.
  6. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur aðalskrifstofu á Húsavík en hver gegnir embætti sýslumanns?
  7. „Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá.“ Hver orti?
  8. Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri hætti rekstri fyrir skemmstu en hver var framkvæmdastjóri félagsins?
  9. Hvaða ár var Menningarhúsið Hof á Akureyri tekið í notkun?
  10.   Nú skulum við bregða okkur út fyrir landssteinana. Kjarnorkuslysið í Tsjernobyl átti sér stað 26. apríl árið 1986 í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Sama ár skutu Sovétmenn á loft geimstöð sem starfrækt var til ársins 2001. Hvað hét geimstöðin?

 

Svör:

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir er til vinstri, Renee Zellweger, til hægri lék Roxy á hvíta tjaldinu. 2. Árni beiskur. 3. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson. 4. Margrét Sverrisdóttir. 5. Kaup­fé­lag Þing­ey­inga var stofnað á Þverá í Laxár­dal 20. fe­brú­ar 1882. Rétt svar telst því 1880-1884. 6. Svavar Pálsson. 7. Þetta er úr ljóðinu Konan sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson. 8. María Björk Ingvars­dótt­ir. 9. Menn­ing­ar­húsið Hof á Ak­ur­eyri var form­lega tekið í notk­un 28. ágúst 2010. Opnunarhátíðin hófst reyndar deginum áður og stóð til þess 29. 10. Mír.

 Hér má finna síðustu spurningaþraut #2

 Hér má finna næstu spuningaþraut #4

 


Athugasemdir

Nýjast