Rándýr spurningaþraut

Spurningaþraut Vikublaðsins #4


 

  1. Hvað heitir karlinn á myndinni hér fyrir ofan?
  2. Yngismeyjardagur er frídagur á Íslandi en hvaða annað heiti (mun algengara) höfum við yfir þennan dag?
  3. Hvaða mánuður í gamla norræna tímabilinu hefst þennan dag?
  4. Hræddur flýr þó… Þó hvað?
  5. Hvaða rándýr sem lifir villt á Íslandi ber latneska heitið Alopex lagopus?
  6. Hver á sér meðal þjóða þjóð,/ er þekkir hvorki sverð né blóð/ en lifir sæl við ást og óð/ og auð, sem friðsæld gaf?“ Hver orti?
  7. Hver er framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar?
  8. Hvaða ár var fyrsta leiksýningin sett á fjalir Samkomuhúss Akureyrar?
  9. En hvaða leikverk var það? 
  10. Hvaða ár fékk Húsavík kaupstaðarréttindi? Hér má skeika tveimur árum til eða frá.

Aukaspurning: 

Drengurinn á myndinni hér fyrir neðan er reyndar fullorðinn í dag og heldur meðal annars úti vinsælum hlaðvarpsþáttum. Hvað heitir maðurinn?

Illugi

---

Svör

  1. Matthías Jochumsson. 
  2. Sumardagurinn fyrsti.
  3. Harpa. 
  4. Enginn elti. 
  5. Tófa eða Melrakki, ætli ég gefi ekki rétt fyrir ref líka þó það finnist fleiri tegundir refa. 
  6. Hulda skáldkona. 
  7. Eva Hrund Einarsdóttir. 
  8. Frumsýningin var 20. janúar 1907. 
  9. Ævintýri á gönguför. 
  10. Húsavík hlaut kaupstaðarréttindi 1.janúar 1950, þannig að rétt telst allt frá 1948-1952.

 Svar við aukaspurningu:

Illugi Jökulsson heitir maðurinn, rithöfundur og blaðamaður á Heimildinni. Þar heldur hann meðal annars úti spurningaþraut og hefur gert lengi. Það má segja að þaðan sé hugmyndin komin að bjóða upp á spurningaþraut í Vikublaðiðinu.

Hér má finna fyrri spuringaþraut #3

Hér má finna næstu spurningaþraut #5

 

Athugasemdir

Nýjast