Fjall á Langanesi og fleiri spurningar

  1. Þetta fallega fjall er að finna á Langanesi. Hvað heitir fjallið?
  2. Um sl. helgi var haldið landsþing íslensks stjórnmálaflokks í Hofi á Akureyri. Hvað heitir stjórnmálaflokkurinn?
  3. Hver er stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs?
  4. Mikil umræða hefur verið undanfarið stórþara úti fyrir ströndum Norðurlands. Fyrirtæki nokkuð áformar reisa þaraþurrkun á Húsavík og reyndar frekari starfsem í Akureyri einnig en hvað heitir fyrirtækið?
  5. Hvað heitir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar?
  6. Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir söngleikinn Chicago og hefur uppfærslan slegið í gegn. En hverjir eru höfundar söngleiksins? (Já, þeir eru þrír).
  7. Hver er 1. Þingmaður Norðaustur kjördæmis? Þingmaðurinn er jafnframt formaður síns þingflokks.
  8. Hver leikstýrði heimildamyndinni um Reyni sterka frá árinu 2017?
  9. Hvað heitir skólameistari Menntaskólans á Akureyri. 
  10. Húsavík kom sér í heimspressuna í kjölfar þess að Netflix tók upp kvikmynd í bænum fyrir nokkrum árum. Myndin skartaði m.a. stórleikaranum Will Ferrel og var með Eurovison þema. Hvað heitir myndin? (Svarið þarf að vera nákvæmt).

1. Gunnólfsvíkurfjall við Finnafjörð á Langanesi sunnanverðu. Það er hæsta fjall Langanes, 719 metra hátt. 2. Vinstri hreyfingin grænt framboð. 3. Jón Helgi Björnsson. 4. Íslandsþari ehf. 5. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir. 6. John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse. 7. Ingibjörg Isaksen. 8. Baldvin Z. 9. Karl Frímannsson. 10. Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga

Hér má finna næstu spurningaþraut


Athugasemdir

Nýjast