Glænýtt Vikublað kemur út í dag

Nýtt tbl kemur út i dag
Nýtt tbl kemur út i dag

Að venju kennir ýmissa grasa í blaði dagsins.

Hrísey og Grímsey koma við sögu og samgöngur við eyjarnar. Höldur Bílaleiga Akureyrar átti gott ár í fyrra, það besta í sögunni og útlitið gott fyrir yfirstandandi ár. Þar á bæ er í óða önn verið að huga að orkuskiptum bílaflotans, 26% flotans eru raf- eða vistvænir bílar.

Hverfahleðslustöðvar ber á góma. Sauðfjár- og nautgriparæktarverðlaun sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar veitir, nýr björgunarbátur á Húsavík og öflug starfsemi á Bókasafninu þar í bær er einnig til umfjöllunar.Nýr stígur meðfram Leiruvegi er í útboði og enginn sótti um fína lóð á Oddeyri þar sem fyrirhugað er að byggja upp.

Í þættinum Vísindafólkið okkar frá háskólanum á Akureyri er rætt við Kristínu M. Jóhannsdóttur málfræðing sem fetaði nærri því í fótspor Haraldar Bessasonar.

Hin sívinsæla krossgáta á sínum stað og nýr liður, spurningaþraut vikunnar sem margar hafa eflaust gaman af að spreyta sig á.

Minnum á áskriftarsímanúmerið sem er 860 6751


Athugasemdir

Nýjast