Unglingadeildin Lambi er ný viðbót í starf björgunarsveitarinnar Súlna haustið 2025. Fyrsta árið verða teknir inn krakkar sem verða 14 ára á árinu og hefst þannig spennandi nýtt ævintýri þar sem ungir krakkar fá að kynnast starfi björgunarsveita á öruggan og skemmtilegan hátt.
Akureyrarbær tekur þátt í vikunni með fjölbreyttum viðburðum. Aðalviðburður vikunnar verður svokallað Aðgengisstroll, sem haldið verður í samstarfi við Sjálfsbjörg á Akureyri og Virk efri ár, miðvikudaginn 17. september kl. 16.30. Farið verður frá Lystigarðinum að Íþróttahöllinni, um 400 metra leið. Á bílaplaninu við Íþróttahöllina verður boðið upp á grillaðar pylsur og samtal um upplifun þátttakenda. Þar verður einnig aðgengilegur strætisvagn til sýnis og gestum gefst tækifæri til að prófa að fara yfir minni hindranir í hjólastól undir leiðsögn Sjálfsbjargar. Bæjarfulltrúar munu fara leiðina í hjólastólum sem Sjálfsbjörg útvegar og öðlast þannig innsýn í daglega reynslu fólks með skerta hreyfigetu. Öll eru velkomin til að taka þátt og ræða saman um aðgengi og hindranir í nærumhverfinu.
Sigurbjörn Tryggvason hefur verið vélstjóri á skipum Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja svo að segja frá því hann útskrifaðist sem vélstjóri árið 1984. Lengst var hann vélstjóri á Sléttbak EA 304. Síðustu fimm árin hefur Sigurbjörn verið vélstjóri á Björgúlfi EA 312, sem hann segir prýðilegt skip í alla staði.
Nemendafélagið Þórduna hefur sett af stað sölu á VMA skólapeysum. Í ár er sérstök áhersla lögð á bleiku peysurnar, þar sem allur ágóði af sölu þeirra rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. Að auki eru í boði bæði gráar og bláar peysur í fjölbreyttum stærðum.
Dagana 19.–20. september fer fram umfangsmikil ráðstefna í Háskólanum á Akureyri um kennslu íslensku sem annars máls með sérstakri áherslu á nám fullorðinna. Ráðstefnunni er ætlað að bregðast við ákalli samfélagsins, innflytjenda, framhaldsfræðsluaðila og háskóla um samráðsvettvang á þessu sviði.
Það eru margir kostir beint millilandaflug til Akureyrar. Fyrir utan þau bættu lífsgæði sem beina flugið veitir íbúum Norður- og Austurlands. Samkeppnihæfni landsbyggðanna styrkist lífsgæði íbúanna batna jú heilmikið.
Lýðræði eru því miður ekki sjálfsögð mannréttindi allra íbúa heimsins en stundum virðumst við hérlendis og víðar taka þeim sem slíkum. Það að vera lýðræðislegt ríki gerist ekki yfir nótt, það þarf að ala samfélög upp til þess. Lýðræði er til dæmis einn grunnþáttur menntastefnunnar í aðalnámskrá skólanna, því það að verða virkur, hæfur og gagnrýninn þáttakandi í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi er æfing og þarf að læra. Stundum virðumst við nú sum þurfa meiri þjálfun í að vera ósammála eins og samfélagsmiðlar hafa lýst frekar skæru ljósi á þegar umræða um einstök mál verður mjög “pólariseruð”. Á hverjum tening eru fleiri en tvær hliðar og þó að svartar og hvítar sviðsmyndir fái mesta athygli þá eru allavega 50 tegundir af gráum þar á milli. En þetta sem okkur finnst sjálfsagt, að hafa rödd og frelsi til að vera ósammála er brothætt og miðað við alþjóðasamfélagið þessa dagana óttast kona að það sé auðvelt að gleyma því.
Þórsarar tryggðu sér sigur í Lengjudeildinni í knattspyrnu í dag og þar sem sæti í efstu deild að ári þegar liðið lagið Þrótt Reykajvik í 2-1 í loka umferð Lengjudeildarinnar í leik sem fram fór á Þróttaravelli.