Ég þreytist ekki á að vara fólk við svikatilraunum af ýmsu tagi. Svikahrappar finna sífellt nýjar leiðir til að reyna að nappa af okkur. Að öllu jöfnu eru þetta ekki einstaklingar heldur hluti af alþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi.
Ofbeldi hefur margar birtingarmyndir. All oft sést á fólki sem beitt er líkamlegu ofbeldi en alls ekki alltaf. Ofbeldinu er þá beint að þeim hluta líkamans sem oftast er falinn með fatnaði. Slíkt er þá gert meðvitað svo ekki komist upp um það. Ekki síður alvarlegt er andlegt ofbeldi.
Ekki hefur verið brugðist við kröfu um tiltekt á lóðinni Setbergi á Svalbarðsströnd og dagsektir eru því áfram lagðar á í samræmi við ákvörðun stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá því í október árið 2024.
„Við rennum svolítið blint í sjóinn, þetta er ný aðferð hjá okkur og við vitum auðvitað ekki hvað kemur út úr þessu útboði,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar. Samþykkt hefur verið að leita eftir kauptilboðum í byggingarrétt þriggja lóða fyrir íbúðarhús á svokölluðum Tjaldsvæðisreit. Frestur til að sækja um lóðirnar rennur út á hádegi þann 12. febrúar næstkomandi. Ekki verður hægt að bjóða eingöngu í eina lóð heldur eru þær boðnar út sem ein heild.
Félagsfundur Samfylkingarinnar í Norðurþingi samþykkti einróma tillögu stjórnar um að viðhöfð verði uppstilling sem aðferð við val á framboðslista flokksins í Norðurþingi fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026.
KEA og EBAK – Félag eldri borgara á Akureyri, fyrir hönd óstofnaðs félags ÍBA 55+, hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf um undirbúning og þróun íbúðakjarna fyrir fólk 55 ára og eldra á Akureyri. Markmið samstarfsins er að kanna forsendur fyrir uppbyggingu sjálfstæðs búsetuforms sem leggur áherslu á lífsgæði, gott aðgengi, sjálfbærni og sterk tengsl við nærsamfélagið.
Verkefnið mun meðal annars byggja á hugmyndum um svokallaða lífsgæðakjarna og "íbúðir út lífið", þar sem íbúðir og sameiginleg rými styðja við virkt samfélag eldri borgara og gerir þeim kleift að búa á sínu heimili sem lengst. Gert er ráð fyrir að skipaður verði sameiginlegur undirbúningshópur sem vinni að greiningu á eftirspurn, greiðslugetu og búsetuþörfum, kanni mögulegar staðsetningar og eigi samtal við skipulagsyfirvöld. Niðurstöður þeirrar vinnu geta, ef forsendur reynast hagfelldar, leitt til stofnunar formlegs undirbúnings- og þróunarfélags sem taki til frekari þróunar og undirbúnings framkvæmda.
„Það hefur verið vöxtur í ferðaþjónustu á svæðinu, ekki mjög ör en aukning og það er jákvætt. Millilandaflug beint til Akureyrar vegur þungt hvað þann vöxt varðar en fleiri þættir skipta einnig máli. Liðið ár kom alveg þokkaleg út, þrátt fyrir að blikur væru á lofti í byrjun þess og útlitið fyrir nýhafið ár eru ágætar,“ segir Halldór Óli Kjartansson starfandi framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Nú í vikunni hefur staðið yfir stærsti viðburður íslenskrar ferðaþjónustu, Ferðaþjónustuvikan sem lauk með Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna í gær, fimmtudag.