Jónatan Magnússon tekur við sem nýr þjálfari IFK Skövde

Jónatan Þór Magnússon þjálfar í Svíþjóð á næsta keppnistímabili.
Jónatan Þór Magnússon þjálfar í Svíþjóð á næsta keppnistímabili.

Samkvæmt frétt á heimasíðu KA í morgun hefur Jónatan Þór Magnússon verið ráðin þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Skövde  frá samnefndum bæ í Suðvestur hluta Svíþjóðar.    Skövde er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en alls leika fjórtán lið í efstu deild þar í landi. 

,,Þetta er afar spennandi skref fyrir Jonna en Skövde er afar sterkt lið sem stendur í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð um þessar mundir. Eins og áður segir hefur Jonni stýrt liði KA frá árinu 2019 en hann hefur á sama tíma verið yfirþjálfari yngri flokka KA og KA/Þórs frá árinu 2016 og verið lykilmaður í gríðarlegri uppbyggingu á yngri flokka starfi félagsins en fjölmargir titlar hafa unnist á undanförnum árum á sama tíma og fjöldi iðkenda hefur vaxið mikið."  Segir orðrétt á heimasíðu KA. 


Athugasemdir

Nýjast