Ný stefna og nýir sviðsforsetar við Háskólann á Akureyri

Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri
Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri

Þessa dagana er unnið hörðum höndum að mótun nýrrar stefnu við Háskólann á Akureyri. Vinnuna leiðir Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri en stefnt er að því að hún taki gildi strax á næsta ári. „Við erum að vinna þessa vinnu frá grasrótinni [HH1] og upp úr í gegnum allar deildir og einingar háskólans. Við leggjum mikla áherslu á grunngildi háskóla jafnt sem nýsköpun í öllu ferlinu og höfum bæði mikinn metnað og bjartsýni um framtíð háskólans,“ segir Elín Díanna.

Glænýir sviðsforsetar

Tom og

En það er fleira nýtt úr háskólanum þar sem þar hefja störf tveir nýir sviðsforsetar á næstu vikum. Tom Barry var ráðinn sviðsforseti Hug- og félagsvísindasviðs en Birgir Guðmundsson var settur sviðsforseti.

Tom Barry er landfræðingur frá Háskólanum í Cork á Írlandi og lauk doktorsprófi í stjórnarfari og stjórnsýslu umhverfismála frá Háskóla Íslands.

Síðastliðin fimmtán ár hefur Tom starfað sem framkvæmdastjóri Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) en stofnunin heldur utan um verkefni vinnuhóps Norðurskautsráðsins um verndun lífríkis og líffræðilegs fjölbreytileika á Norðurslóðum. Í starfi framkvæmdastjóra CAFF hefur Tom unnið með vísindafólki frá fjölmörgum háskólum og rannsóknarstofnunum víða um heiminn.

Starfsreynsla Tom er af innlendum og alþjóðlegum vettvangi og þekkir hann vel til málefna háskóla og opinberrar stjórnsýslu. Hann hefur mikla reynslu af kennslu og fyrirlestrahaldi í háskólaumhverfinu og hefur m.a. komið að kennslu við Háskólann á Akureyri, Háskólasetur Vestfjarða, University of Limerick á Írlandi og University College of Cork á Írlandi.

„Háskólinn á Akureyri er spennandi starfsvettvangur í sífelldri þróun og ég fagna þeirri áskorun að nýta reynslu mína og þekkingu til góðra verka í starfi forseta Hug- og félagsvísindasviðs. Ég hlakka mikið til að kynnast samstarfsfólki og stúdentum háskólans og hjálpa til við að móta þróun sviðsins ásamt því að styðja við allt það spennandi starf sem unnið er við Hug- og félagsvísindasvið HA,“ segir Tom.

Þá var Brynjar Karlsson ráðinn sviðsforseti Heilbrigðis- viðskipta og raunvísindasviðs og tekur við af Kristjáni Þór Magnússyni settum sviðsforseta á næstu vikum.

Brynjar lauk doktorsnámi í eðlisfræði árið 1996 frá Université de Francois Rabelais í Frakklandi. Hann hefur þekkingu og reynslu af íslensku og alþjóðlegu háskóla- og rannsóknarstarfi og tengjast rannsóknaráherslur hans vettvangi þeirra fræða sem kennd eru á Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði. Þá hefur hann auk þess gegnt ýmsum stjórnunarstörfum innan háskólasamfélagsins.

„Ég hef lengi fylgst með úr fjarlægð hvernig Háskólinn á Akureyri hefur öðlast sívaxandi gildi fyrir nærumhverfið og landið allt. Það er því spennandi tækifæri fyrir mig að fá að leggjast á árarnar með því öfluga fólki sem hefur byggt skólann upp í þá merkilegu mennta- og fræðastofnun sem hann er í dag. Ég hlakka mikið til að kynnast starfsfólki og stúdentum Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs og til að vinna með þeim að því að finna og nýta tækifærin til enn frekari sóknar í því frábæra starfi sem þar er unnið,“ segir Brynjar.

Hugsað út fyrir rammann

„Við erum að sigla inn í nýjan kafla með Háskólann á Akureyri. Háskólinn er löngu búinn [HH2] að slíta barnsskónum og komin í fullorðinna manna tölu. Rannsóknir við Háskólann á Akureyri eru sífellt að aukast og vægi þeirra orðið mun meira fyrir nær – og fjærsamfélagið. Við kennum með rafrænum lausnum og nútímalegum kennsluaðferðum og hlustum á þarfir samfélagsins bæði til skemmri og lengri tíma. Það er þess vegna sem við leggjum slíka áherslu á stefnumótunina okkar og erum alltaf þakklát fyrir að geta fengið inn hæft starfsfólk sem hugsar út fyrir rammann,“ segir Elín Díanna Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri

 

 

Athugasemdir

Nýjast