Akureyri Rúmlega 2600 börn nýttu frístundastyrk í fyrra

Alls voru greiddar út 100 milljónir króna í frístundastyrki til barna og ungmenna á Akureyri fyrir árið 2022 á Akureyri og voru samstarfsaðilarnir alls 34 talsins.  

Fræðslu- og lýðheilsuráð fjallaði um frístundastyrki Akureyrarbæjar á dögunum, en alls voru greiddir út styrkir til 2.623 barna sem að sögn Ellerts Arnar Erlingssonar forstöðumanns íþróttamála hjá Akureyrarbær nýttu styrkinn með einhverju móti árið 2022. Nýting frístundastyrkjanna var því 82% í fyrra en Ellert Örn segir að ekki sé hægt að segja með afgerandi hætti að einn hópur noti styrkinn umfram annan.


Athugasemdir

Nýjast