Akureyri Rúmlega 2600 börn nýttu frístundastyrk í fyrra
22. mars, 2023 - 12:18
Margrét Þóra Þórsdóttir gunnar@vikubladid.is
Alls voru greiddar út 100 milljónir króna í frístundastyrki til barna og ungmenna á Akureyri fyrir árið 2022 á Akureyri og voru samstarfsaðilarnir alls 34 talsins.
Fræðslu- og lýðheilsuráð fjallaði um frístundastyrki Akureyrarbæjar á dögunum, en alls voru greiddir út styrkir til 2.623 barna sem að sögn Ellerts Arnar Erlingssonar forstöðumanns íþróttamála hjá Akureyrarbær nýttu styrkinn með einhverju móti árið 2022. Nýting frístundastyrkjanna var því 82% í fyrra en Ellert Örn segir að ekki sé hægt að segja með afgerandi hætti að einn hópur noti styrkinn umfram annan.
Nýjast
-
Opnað í Vaglaskógi
- 28.05
Tjaldstæðið og fastleigusvæði í Vaglaskógi voru opnuð fyrir helgi. „Skógurinn kemur mjög vel undan vetri enda var hann óvenju snjóléttur,” segir Rúnar Ísleifsson skógarvörður hjá Skógræktinni Vöglum í Fnjóskadal en óvenju lítið sé af brotnum trjám eftir veturinn. Hann segir að síðasta sumar hafi komið ágætlega út, gróðursetningar og grisjun skóglenda var óvenju mikil, ”en aftur móti var léleg aðsókn á tjaldsvæðunum enda tíðarfar ekkert sérstakt.” -
183 brautskráðust frá VMA sl föstudag
- 27.05
Í gær brautskráðust 183 nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri af tuttugu námsbrautum. Þetta er einn af allra stærstu brautskráningarhópum í tæplega fjörutíu ára sögu skólans. Brautskráningin var við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Bekkurinn var þétt setinn enda brautskráningarhópurinn stór. Tuttugu og sex nemendur brautskráðust með tvö skírteini og því voru afhent 209 skírteini í dag. Á haustönn brautskráðust 93 nemendur sem þýðir að á þessu skólaári hefur VMA brautskráð 276 nemendur. -
Ekki er kyn þó keraldið leki - Spurningaþraut #8
- 27.05
Spurningar úr öllum áttum í spurningaþraut Vikublaðsins #8 -
Merkilegt afmælisár.
- 27.05
Sú var tíð að menn hrintu knerri sínum úr vör og sigldu því til Íslands. En alla tíð á þessu skeri í norðurhöfum urðu menn að treysta á að knörrin okkar vær þannig byggður að þau stæðist óblíðu veður sem hér geisa. Um sjómannadagshelgina fögnum við einu slíku skipi sem hefur þjónaði eigendum sínum vel, staðist óblíðu veður og borið að landi ótrúlegan afla og skaffaði mörgum fjölskyldum lífsviðurværi. Skip þetta er Húni II sem var hannaður og smíðaður hér á Akureyri og vitnar um þann hagleik og handverk sem Eyfirskir smiðir réðu yfir. Gaman er að geta þess að samtals tók það þrjátíu mannár að smíða skipið. -
Rannsaka áhrif fjarvinnu á vegakerfið
- 27.05
Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA), hlaut styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar í lok febrúar síðastliðins fyrir verkefnið Áhrif fjarvinnu á vegakerfið. Verkefnið snýr að því að rannsaka hvort aukning hafi orðið á fjarvinnu í kjölfar COVID-19 faraldursins meðal íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins, til dæmis Selfoss, Hveragerðis, Akraness og Suðurnesja, sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið, og meðal íbúa nærsveita Akureyrarbæjar sem sækja vinnu á Akureyri. -
Ólöf Björk Sigurðardóttir formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar í nær 20 ár
- 26.05
„Ég átti alls ekki von á þessu þannig að þetta kom ánægjulega á óvart,“ segir Ólöf Björk Sigurðardóttir formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar sem fékk afhent gullmerki ÍSÍ fyrir sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni. Hún er nú að hefja sitt tuttugasta tímabil sem formaður deildarinnar, tók við árið 2004, en hafði setið í stjórn nokkur ár þar á undan. „Ég er auðvitað virkileg ánægð með þessa viðurkenningu og það er gaman þegar tekið er eftir því góða starfi sem unnið er af sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni.“ Fjögur af fimm börnum Ólafar hafa látið til sín taka í íshokkídeildinni. -
Forseti Íslands verður heiðursgestur Háskólahátíðar HA 2023
- 26.05
Háskólahátíð – brautskráning frá Háskólanum á Akureyri fer fram dagana 9. og 10. júní í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri -
Allt gult – en engin sól samt
- 26.05
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi þetta tilkynningu frá sér í dag og þvi miður ekki að ástæðulausu því enn á ný hefur Veðursstofa Íslands sent út gula viðvörun vegna komandi veðurs. ,,Nú í aðdraganda Hvítasunnuhelgarinnar þá viljum við vekja sérstaka athygli á því að framan af laugardeginum hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir ýmis landsvæði, þ.a.m. Norðurland eystra. Varðar það bæði vind og mögulega snjókomu á fjallvegum með lélegu skyggni. Hvetjum við ykkur öll sem hyggið á ferðalög að fylgjast vel með stöðunni hverju sinni, þá ekki síst þá sem eru með einhverskonar aftaní vagna, s.s. hjólhýsi." Okkar huggun er fólgin í þeirri staðreynd að enn hefur ekki komið svo skítt veður að það hafi ekki lagast fyrir rest og samkvæmt spár mun einnig verða svo í þetta skiptið. Heimasíða norsku veðurstofunnar www.yr.no er vinsæl, líka hér á landi og langtímaspá hennar boðar betri tíð og blóm í haga eins og sjá má hér að neðan. -
„Geta pabbar ekki grátið?”
- 26.05
Starfsfólk Heilsu og Sálfræðiþjónustunar skrifa í Vikublaðið, það er Inga Eydal sem sem er höfundur pistils þessarar viku.
Athugasemdir